Skinfaxi - 01.09.1910, Qupperneq 1
12. TBL.
HAFNARFIRÐl, SEPTEMBER 1910
I. ÁRG.
iEtlunarverk
ungmennafélaganna.
Efni: 1. Inngangur. 2. Þjóðrækni. 3. Plöntu-
rækt. 4. íþróttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trúrækni.
7. Frelsi. 8. Skemtanir.
8. Skemtanlr.
VI. Svo getur staðið á, að skenitanir bein-
línis bœti manninn.
Fjölda margar tómstundir fara til slúð-
urs og baktals. Best væri nú að verja
þeiin til guðrækni, til kærleiksverka, til að
menta sjálfan sig og aðra. En fæstir geta
nú altaf lifað æðra hugsjónalífi, þegar þeir
koma þreyttir frá daglegum skylduverkum.
Þeir vilja heldur hvíla sig, eða þá létta sér
upp og lífga sig á einhverju, sem auðvelt
er viðfangs. En því miður, slúður og dag-
dómar er mörgum tamast upplífgunarmeðal.
Óg margir, sem liafa óbeit á leik og glað-
værðum, eru manna verstir í því að dæma
hart um aðra og spiila fyrir öðrum.
Skammar og syndar minna væri þeim að
fara út úr baktals- og svikráðasalnum og inri
í Ieikskálann og dansa þar dueléga!
Því sá dans væri sannarlega mjög siðlaus,
sem ekki væri skárri dægrastytting en sú, að
sitja á seiðhjalli kærleikslausra dagdóma og
kuldalegs baktals, hvað þá mannórðsþjófn-
aðar.
'V':
Fyrir illyrði skal á sínum tíma reiknings-
skap lúka, en ekki fyrir saklausa gleði. En
samt fyrir alla muni, ungu Iýðir! Hafiðhófí
þessum leikjum, einkum dansi. Annars fer
illa.
Óhófsveislur nieð ofáti eru og verri en
'• A ■ : M • j! /•> .
vanalegar skemtanir. Ofát er engu betra en
ofdrykkja. Ofát er synd, synd gegn sál
vorri og líkama, og blóðug synd gegn þeim
svöngu. En margt efnað og fínt eldra fólk
syndgar mjög í þessu, það votta kúluvamb-
irnar miklu.
VII. Gœtið að ykkur eldri menn og konur.
Þið fáist oft niikið um gjálífi æskunnar.
Og þið heiintið, að æskan lieiðri ykkur.
Og hún á að lieiðra alla heiðarlega eldri
lýði. En þið brjótið oft af ykkur heiðurs-
réttinn. Með því að verja tómstundunum til
ills, eins og áður var nefnt. En líka með
því, að þið eruð stundum svo skapill, að
þið getið eklci séð sáklausan æskuíeik í friði.
Þið fælið frá ykkur æskuria með þessu.
Reynið heldur að skilja æsfeulýðiiín, og
það getið þið langbest nieð því að koma á
fundi hans, taka þátt í glaðværðum lians o.
s. fr. Og ef þið gleðjið þá ungu, eins og
þið getið, þá elská þeir yfekur. Og elska
sú kenmr ykkur að elska jjá, ef þið ekki
hafið gert það áður. Hún gerir ykfeur yngri
í anda, og líka betri nienn. Það kostar enga
peninga að gleðja aeskulýð. Vinsamleg orð
á bak og brjóst og ástúðlegt viðmót er nóg
til þess. Og eftir því sem elskan vex, ber
hún niéiri ávöxt en góð orð og gott við-
mót. Það eru falleg blöð. En verk elsfe-
unnár eru blómin. Og í verkinu verðíð
þið að enda, éf æskan á að treysta ykfeur
vel. Eri aískan, seni þykist fylgja tímanum
betur en ellíri, ætti þá að verða ellinni'fremrí
í dygðinni, fremri í að virða og fyrirgefá.
»Einhver verður að býrja á því að fyrirgefa«,
segir Björnsón. Ætli framgjörn æska eigi
»- ■'vr f' V,, \