Skinfaxi - 01.09.1910, Blaðsíða 4
92
SKINFAXI
þegar við gengum í þetta félag. — Eg hef
áður minnst á meginatriði skuldbindingar-
innar, og þau eru öll almenns eðlis. Og
það atriði, sem mestum andblæstri hefir vald-
ið — bindindisloforðið — er óbéinlínis fal-
ið í þeim og ætti í raun réttri ekki að vera
tekið fram sérstaklega, vegna þess, að áfeng-
isnautn er algjörlega gagnstæð anda skuld-
bindingarinnar og félagsskaparins. En að
þetta atriði er samt tekið fram, er til þessað
gefa því meiri áherslu og taka af öll tví-
mæli í þessu efni. — Við sjáum þess dæmi,
að ýmsir menn halda þvt fram, að því er
virðist af sannfæringu, að með þessu sé trels-
ið, — einstaklingsfrelsið, fyrir borð bor-
ið. Mórg féiög hafa vegna þessarar grýlu
kosið að starfa eiti sér og einangruð, með
->frjálslegu fyrirkomulagi,« að því er þau
kalla, heldur en að vinna saman með öðr-
um félögum og njóta þannig víðtækari hags-
muna og blessunar af félagsskapnum. En
þetta er sorglegur misskilningur. Við erum
ekki hóti ófrjálsari fyrir það, að við látum
ekki áfengislöngunina ráða yfir okkur og
teymá okkur máske út á ófæru þvert á
móti. Og þjóðfélagið hefir sjnt, að það
er á sama máli og við, og að því er alvara
með þessa skoðun. Að fáum árum liðn-
um, þegar áfengið er orðið landrækt, getum
við búist við því, að þessi »frjálslyndu« fé-
Iög vilji þyrpast í sambandið — ,ef þau
verða þá ekki sofnuð svefninum langa. En
það er vafasamt, h ’e mikil eftirsókn sam-
bandinu ætti að vera í þessuni félögum, sent
af þröngsýni og misskilningi hafa hafnað því
skilyrði, sent einna best gat stutt þau til að
ná tilgangi sínum, eða hafa ekki viljað leggja
á s:g örlitla sjálfsafneitun fyrir félagsskap-
inn. — —
Öll atriði skuldbindingarinnar eru þannig
vaxin, að þau grípa hvert í annað, styðja
hvert annað. Það er þess vegna augljóst,
að brot gegn einu loforðinu er brot gegn
þeim öllum. Við höfum lagt sania veðið
fram til tryggingar þeim öllum sameiginlega
og liverju fyrir sig: drengskap okkar. Missir
lians er sjálfskapað víti -— þyngsta bölið,
sem fyrir okkur getur komið. — En þetta
veð er líka besta einingaraflið í félagsskapn-
um. Vegna þess á okkur að vera óhætt að
treysta hvert öðru, óhætt að koma hispurs-
laust fram innan félagsins vébanda, eins og
bræður og systur, óhætt að leggja fram fé
og fyrirhöfn í félagsins þarfir. — En við
verðum að skilja það, að félagið er ekki
dauður hlutur; heldur flokkur mantia, að
lieiður þess er heiður okkar, og vansæmd
okkar er vansæmd þess. Við erum félagar,
ekki aðeins þegar við erum öll saman innan
þessara veggja, heldur líka þegar við erum
hvert í sínuin stað. Einnig þá þurfum við
að muna félagsskuldbindingu okkar og gæta
þess að kasta ekki skugga á félag okkar
með orðum eða verkum. — Skuldbinding-
in hefir þjóðlega, félagslega og sérstaklega
(persónulega) þýðingu. Við erum þess betri
þegnar, félagar og menn, sem við höldum
skuldbindinguna betur. Hún er aðaísbréf
okkar.
Við teljum okkur það til gildis, íslending-
ar, að vera komnir af úrvali norsku þjóðar-
innar á dögum Haraldar hárfagra. En ef
við sverjum okkur ekki í ættina með dáð-
ríkum framkvæmduni, þá er okkur skömm
að ættgöfginni. Þið munið eftir þyí, að
þegar einhver vildi sanna orð sín á fyrstu
öldum kristninnar hér og í Noregi, þá mátti
hann gera »skírslu« með járnburði — bera
glóandi járn í berri hendi. Sæi ekki á
höndinni, var málið sannað, er. ef höndin
brann, þá var framburðurinn álitinn ósann-
ur. — Sagan segir, að jafnvel norrænir kon-
ungasynir hafi sannað ætterni sittá þenna hátt.