Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1911, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.01.1911, Qupperneq 3
SKINFAXI 3 íslenska. Dekrið og dálætið með alt hið útlenda og aðflutta hefir orðið iðnaðinum innlenda til hins mesta ógagns eins og mörgu öðru. En ungmennafélagar ættu að geta unnið honum mikið gagn með því að leggja sjálfir meiri rækt við hann, en verið hefir hingað til, og vanda hann sem best, svo Iítilsvirðingin fyrir honum hverfi, og útlend- ur iðnaður rými fyrir honum smátt og smátt. Stúlkurnar í Ungmennafélagi Biskups- tungna konm á fót hjá sér í haust »handa- vinnusamkepni«. Þessi samkepni er í því fólgin, að þær hafa bundist samtökum með að vinna árlega einhvern ákveðinn hlut, úr íslensku efni. Ætla þær svo að sýna það, sem þær vinna einhvern tíma, t. d. á aðal- fundi ár hvert. Fá þær konur úr sveitinni til að dæma uin verkið, og sé þá sá hlutur er best þykir unninn, verðlaunaður. Þær eru þegar byrjaðar — á sauðskinnsskóm með íleppum — og sýna þá vinnu næsta vor. Síðan hafa þær hugsað að vinna aðra þá hluti, er vandgerðir eru. Væntanlega koma svo piltarnir á eftir með smiðisgripi. — Þetta er ekki stórfeld byrjun, en eg held að hún fari í rétta átt, og mætti verða til góðs, og fyrir því liefi eg viljað benda ungmennafélögum á hana, ef þau vildu konia slíku á hjá sér. — Vér verðum að sýna það í verkinu, að vér unnum þeim hug- sjónum, er vér höfum tekið á stcfnuskrá vora. »Handavinnu-samkeppni«, lík þeirri, er eg nefndi hjá U. M. F. B., hefir gefist mjög vel, þar sém hún hefir homist á í öðrum löndum. Þvi skildi ekki hið sama verða hér? Heimilisiðnaðurinn íslenski þarf að rakna við, og vilji ungmennaélögin stuðla að því, þá er þetta tilraun, sem þau eiga hægt með að framkvæma. Þórst. Þórarinsson. w Lslandi alt! Sveinar og meyjar! Vort einkunnar-orð ómi yfir storð. hljómþýtt og voldugt, viðkvæmt og snjalt: Islandijalt! Það sé vor framsóknarhvöt og vort heit. Hópumst í bræðralag, sveit eftir sveit! Úr Skaftártungu. Skaftártungan er lítil og fögur sveit inni- lukt allstórum vatnsföllum, fjöllum og jökl- um. Tilraunir hafa þar gerðar verið til nokkurra framkvæmda með ýmsan félagsskap. Meðal annars var þar stofnað U. M. F. í byrjun jan. 1909. Fél. heitir U. M. F. Bláfjall. Nafnið ,BláfjaIl‘ dregur þaðaffjalli einu fyrir norðan sveitina. Enn hefir fje- lagið ekki starfað að neinum stórfenglegum framkvæmdum, þó hefir það komið á fót hjá sér aálitlu bókasafni, er það hyggst að auka í framtíðinni, og getur það orðið til aukins fróðleiks fyrir félagsmenn. Á fund- um félagsins hafa rædd verið allmörg mál- efni, er snerta andl. og líkaml. velferð þjóð- félags vors. Yfir höfuð liefir fél. átt vin- sældum að fagna meðal hinna rosknari manna, má hér til nefna eitt dæmi: Helgi Nikulásson heitir gamall maður og skáld hér í sveit; hefir hann dvalið hér mestan hluta æfinnar, og lítillar eða engrar mentunar notið nema af sjálfdáðum og þ<? átt ýmsra orsaka vegna erfitt með að veita sér hana. Þótt nú sé hann blindur og elli- hrumur, hefir hann all oft sent U. M. F. ,Bláfj.‘ kveðju sína í ljóðum, og ber það vott um andl. víðsýni og hugþrek þessa manns. v.j.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.