Skinfaxi - 01.01.1911, Page 6
6
SKINFAXI
inn, á hinum á kveldin. Vel líkaði mér við
611 æskufélögin. Viðtökur góðar í þeim og
annars, hvar sem eg kom.
En sum æskufélög bera þó af öðrum
í samheldni og dugnaði. Strjálbygð og efna-
leysi, og stundum samtakaleysi, er það sem
helst hamlar félagskapnum.
Til eru líka þeir, sem heldur eru á móti
honum. En sárfáa þessháttar menn hef eghitt í
Árness- og Rangárvallasýslum. Það helsta, sem
þeir hafa á móti honum er, að hann geti dregið
fólk ofmjög frá daglegri vinnu. En haldi
æskufélögin fast við leiðbeiningar þær, sern
»Skinfaxi« gefur, þá þarf ekki að óttast slíkt.
Þau verða þá þar á rnóti einmitt til mestu
uppbyggingar fyrir þjóðfélagið, verða alveg
nauðsynlegt þjóðmenningar meðal.
G. H.
Fáninn.
Hver er tilgangur Ungmennafélaga ísland?
Enginn minni en sá, að vinna að fullu
frelsi og sjálfstæði íslands, — íslensku þjóð-
arinnar. —
Frelsi og sjálfstæði í orðsins fyllstu merk-
ingu.
1. liðurinn í Stefnuskrá U. M. F. í. hljóð-
ar þannig: »Að reyna af alefli að vekja
löngun hjá æskulýðnum til þess að vinna að
frelsi, framförum og heill sjálfra sín ogann-
ara, með mannúð og réttsýni.«
Hvernig ungmennafélögunum tekst þetta
háleita staíf, er enn óreynt. Þó er svo mik-
ið víst, að vilja og atorku hafa mörg félög
sýnt við ýms tækifæri.
Enn fremur er mér kunnugt um það, að
allmikill áhugi er ríkjandi hjá miklum meiri
hluta ungmennafélaganna.
Hinu ber heldur ekki að leyna, að margt
er í bernsku, margt starfið fer í handaskol-
um sökum ódugnaðar og samtakaleysis.
Samvinnan er enn eigi komin í það horf,
sem hún getur komist i — Iangt frá.
Hið síðasta, sem ungmennafélög innan
sambands U. M. F" í. hafa látið frásérheyra,
eruaðgerðir þeirra í fánamálinu. Tvö stærstu
félög vor hafa samtímis vakið mikla um-
ræðu um þetta mál hvert innan sinna vé-
banda.
Félögin vissu hvorugt af því, að hitt hafði
tekið þetta mál á dagskrá. En gerðir beggja
félaganna bera greinilegan vott um mikinn
áhuga á þessu mikla þjóðmáli voru.
Þær tillögur, sem U. M. F. R. samþyktí i
fánamálinu, birtast víst hér í blaðinu, svo
ungmennafélögum gefst kostur á að kynn-
ast þeim. —
Ungmennafélög íslands voru með þeim
fyrstu, sem hétu fánanum fylgi sínu.
Þau skoðuðu fánanum upphafinn yfiralla
flokkadrætti, Þau tóku fánanum semalþjóð-
armáli, sem að vísu gæti orðið ágreinings-
atriði 'milli Dana og íslendinga, en aldrei
milli íslendinga innbyrðis.
Það kemur því ekki til mála, að U. M.
F. íslands hér eftir fremur en hingað til
þurfi að álítast blanda sér í flokksmál stjórn-
málaflokkanna, þó þau af fremsta megni
reyni að vinna að framgangi fánans.
Ungmennafélög íslands mega aldrei svíkj-
ast undan merkjurn, þegar virðing þjóðarinn-
þarf á þeim að halda.
Eg álít því í alla staði réttmætt að minn-
ast í Skinfaxa með nokkrum orðum á fána-
málið, eins og það núhorfirvið. — Hvað er
fáninn? Hann er sýnilegt tákn þjóðernis og
þjóðarréttar.
Vér íslendingar höfum rétt til fána, sökutn
okkar sérstaka þjóðernis, og sökum þess, að
vér höfum réttinn til að vera frjáls þjóð.
Hvað er þá í vegi fyrir því, að vér not-
um sérstakan fána eins og aðrar þjóðir.
Ekki annað en það, að formlega viðurkenn-
ingu þjóðanna vantar fyrir því, að vor fáni
sé jafn rétthár þeirra fánum, þar sem þeim
Iendir saman út um heiminn og úti á al-
þjóða víðavangi (reginhöfum).
Hvert útlit sé til þess, að vér fáum þennan
rétt vorn viðurkendan, verður erfitt að greina
til fulls, fyr en þjóðin, ekki eingöngu t
orði heldur einnig á borði, sýnir hvað hún
vill. Þá fyrst, er vér höfum sýnt það, að
vér viljum hafa fánann, með því að veifa
honum einum, þar sem vér höfum allar