Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1911, Blaðsíða 2
18 SKINFAXI um ;öm!u Edduguðina.* Þá tók eg mig til um kvöldið og smíðaði trémann, og átti það að vera goð. Svo þegar Kr. koi í skólann næsta morg- uns, sá hami trémanniim standa uppá ræðu- stólnum. Hann bara liló þýðlega og fékk mér trémanninn með vinsamlegu spaugsyrði. Og eg hló lika, og svo skólabræður mínir allir. Það var vard hans, þegar liann hélt trúar- ræður, að lesa hátt sldldlega sáhna eða brot úr þeirn. Einusinni las hann voldugan fornenskan sálm um niðursligning Frelsarans. Þá var salurinn troðfullur af fiilki, eins og vant var, þegar Brún liélt guðlegar ræður i skólanum, þvi þá máttu allir ko.na, sem vildu. Eg sat rétt fyrir framan ræðustólinn. En þegar nú kom fram í sálminn, þótti mér hann fara að verða lieldur tröllalega skáld- legur, því' þá var talað ósköpin öll um djöfla og höggorma. Eg var óvanur þessu í íslenskum sálmum og fór að hlægja, og hló svo eg skalf og titraöi, þangað t'l sá!m- urinn var búinn og enda lengur. Hló samt lágt og grúfði mig niður. Trl allrar ham- ingju voru alliF svo hrifhir af ræðu Brúns, að enginn tók eftir, livaða látuin eg lét. Daginn eftir sagði eg Brún frá öllu sam- an iðrunar og afsökunarbónarlaust. Hann bara brosti alúðlega, eins og hann var vanur, þegar svipað kom fyrir, og sagði þetta liefði ekkert gert til. Alvörugefnari manu en Kr. Brún hef eg aldrei þekt. Og þó sárfáa sem gátu eins vel tekið saklausu gamni og skilið það rétt. Eg hefi aftur þekkt allmarga, einkum hér á landi, sem reiddust saklausu ganuii og rang- skildu það. Og voru þú engir alvörumenn í neinu verulegu. Kr. Brún var manna kurteisastur. Og kurteisi hans var svo fulikominn, að hún var sönn við lága sem háa. Ekki var hún minnst við nemendana. Fann að við þá með drengilegri kurteisi. Oerði það örsjaldan. Sá í gegnum fingur við margt. Setti að- eins 3 skólareglur: »Ekki að reykja í skól- anum, ekki hrækja á gólfið, ekki skrifa á veggina.« Einu sinni þurfti iiann að finna að við pilt. Tók liann á eintal, og eftir nokkurn hógværan formála, kom hann ofur vægilega með aðfinninguna. Og þegar henni var lokið, bað Brún piltinn fyrirgefningar á dirfskunni, og kvaðst vona hánn yrði nú ekki reiður við sig fyrir þetta. Yfirsjónin var nú fremur vangá og hirðuleysi en strák- skapur. Því hefði hún komið af illvijja, þá hugsa eg að Brún hefði orðið harður, sem iíka var vou. O. H. Samb.ncLsþimg 1911. Hið þriðja sambandsþing U. M. F. í. verð- ur háð í sumar síðari liluta júnímáuáðar — um sárna leyti og allsherjar íþróttamótið.— Vil eg því hér með skora á öll félög vor að íhuga vel og ræða rækilega mál þau, er þau ætla að leggja fyrir þingið, hvort lield- ur á þann veg að senda sambandsstjórn lagafrumvörp sín eða leggja þau fyrst fyrir fjórðungsþing í vor, og er það óefað rétt- asta og heppilegasta leiðin. Á þann hátt yerður hjá því komist að margsenda sam- bandsstj. s?ma »frumvarpið«, og mundu þau þá einnig verða skýrari og ákveðnari að efni og frágangi öllum og spara samb.þingi óþarfa fyrirhöfn og tímaeyðslu. Eitt af aðalstörfum sambandsþingsins verð- ur eölilega það að komasamræmi ogákveðnu skipulagi á samband vort, svo viðunandi sé, eða m. ö. o. að semja sambandslög, sem staðist geta bæði þriggja ára reynslu og meira. Því það er hart að þurfa að breyta lögurn sínum, jafnóðum og þau eru samin, einungis sökum þess, að þau eru hroðvirkn- islega úr garði ger og vanhugsuð á marga vegu. En svo er um núgildandi sambands- lög vor. Háttv. fjórðungsstjóri Sunnl.fjórðungs rit- aði all rækilega um stjórnarfyrirkomulag U. M. F. í. í sumar í 7. og 8. tbl. »Skinfaxa« og skýrði mál það all rækilega frá sínu sjónarmiði, og er liann því máli enda vel kunnur frá rótum. Eg var fjarverandi (er-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.