Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1911, Blaðsíða 4
SKINFAXt 20 S K I N F A X I —mánaðarblað U. M. F. í.—kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Ú tgefan di: Sambandsstjórn U. M. F. í. Ritst jórn : Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason. Pantanír og blaðgjöld sendist AFGRE ÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI aukið við og' endurbætt — og ákveðið í tæka tíð, livelrja leiðina þau kjósa helst. Eg' liefi hadið lijer fram sérskoðun minni og mun gera það einnig á sambandsþingi. En þar eð stjórnartíð mín er senn á enda, geri eg þetta ekki að kappsmáli mínu, sem eg ella mundi gert hafa. Þykist þó fullviss þess, að sambandsþing muni velja rétt í þessu, þar eð nú er meiri og ítarlegri reynsla fengin heldur en á hinum fyrri sambands- þingum, og stöndum vér þannig margfalt betur að vígi. — Önnur sambandsmál mun eg drepa á síðar í »Skinfaxa«. li. V. Fyrirlestrar ungmennafélögum í Borgarfirði. Á Akranesi er myndarlegt og stórt æsku- félag. Meðlimir 80—90. í því hélt eg 9 fyrirlestra í vetur, og var nieðaltal áheyrenda 150. í Reykholtsdal hélt eg 4 fyrirlestra, 2 í vetur, en 2 í sumar er leið. Meðaltal áheyr- enda 110. í Hálsasveit hélt eg og 4 fyrirlestra á sama tírna. Meðaltal áheyrenda 80. Bæði félög þessi síðastnefnd eiga hvort um sig hús, er þau hafa bygt. Húsin eru úr steinsteypu, eru væn og hæfileg. Æskufélögin eiga allstóra girta reiti kringum húsin. Og ætla að rækta þá. Vel leist mér á æskulýðinn í öllum félögum þessum. Svipað' get eg sagt um flestöll þau æskufélög, er eg þekki. Samt líkaði mér Akranesfélagið einna best, enda þeklci eg það nú betur en flest önnur æskufélög. Það er enginn efi á því, að öll æskufél- ög vor verða til mikills góðs, ef þau halda áfram með það góða, seni þau hafa byrjað á, og vinna dyggilega að ætlunarverki því, sem »Skinfaxi« hefur bent þeim á. Og svo til þess að ætlunarverkið gangi betur, verða æskufélögin að vinna saman. Ganga í sambandið, og halda trygð við það. O. H. í laxvdÆ. Saga lands vors ber þess Ijósan vott, að á hörmungar- og hnignunar öldum þessa lands (16. 17. 18. öld), var traust- ið á landið mjög lítið hjá alþýðu manna. Þá höfðu menn yfirleitt litla trú á því, að landið hefði þann auð í sér fólginn, að hér væri lifandi góðu lífi. Menn kendu landinu um allar hörmungarnar, en sjálfum sér ekkert. Fé sitt álitu flest- ir falla af því, að veturnir væru svo kaldir og snjóamiklir. En hitt athuguðu þeir ekki, að þetta væri þeirra sök, og að sumrinu óx nóg gras handa peningi þeirra, þó harður væri vetur; að eins ef þeir hefðu haft dug til að hirða það. Traustið á landið okkar er það afl sem hrindir þjóðinni áfram, og gerir hana hæfa til að standast örðugleikana og kljúfa sig gegn um þá Sá kraftur, sem getur gert oss að sjálfstæðri þjóð, sem er fyllilega hæf til að stjórna sjálfri sér, og aðrar þjóðir hljóta að viðurkenna. En vanti traustið, þá er engra framfara að vænta, heldur mun þá verða sífeld aftur- för, uns vér erum úr tölu þjóðanna. Sá, sem hefir fullkomna trú á því, að ísland sé land, sem fætt geti mörgum sinnum meiri mannfjölda en nú er, þar sem fjöldinn lifi góðu lífi við auð og og allsnægtir, hann kennir ekki landinu um, þó eitthvað misheppnist hjá honum. Þótt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.