Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1911, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1911, Blaðsíða 8
24 SKINFAXI Og prófdómendurnir eru alþýðumenninit, einkum bændurnir. Þeir kalla skólafólk og félagalýð fyrir dómstól sinn. Og þeir dæma. Dæma svo bæði rétt og rangt. Dæma eftir ástæðum og dæma ástæðulaust. Láti nú æskan sjá, að hún standist réttan dóm þeirra. Röngu dómana þarf hún ekki um að hirða. Þeir fella þá, sem fella þá. Annars dugar ekki að heimta of mikið í einu af æskufélögunum. Það er, til dæmis, ltrein villeysa að ætlast til, að þau skulu nú þegar fara að afkasta miklu í skógrækt og íþróttum. Flestir æsku- lýðir eru fátækir. Og svo eru þeir hjú eða börn hjá foreldrum sínum flestallir. Hafa því lítið fé og lítinn tíma. En þótt æskufélögin gerðu ekkert annað, en t. d. að bæta orðbragð manna, þá gerðu þau þegar mikið gagn. G. H. „Jfnga |sland.” (Barnablað með myndum.) Uadirritaður hefir nýskeð keyptbarnablaðið »UNGA ÍSLAND < af útgefenduni þess. Blaðið kemur út framvegis á sama hátt og áður: einu sinni á niánuði og kostar kr. 1,25 árg., gjalddagi í maí. Eg treysti á alla góða ungmennafélaga að að styjða að útbreiðslu þess eftir nregni. Vœnti eg inikils og góðs stuðnings úr þeirri átt. «UNOA ÍSLAND« ætlar sér að komast inn á hvert heimili í landinu! Framtíðarstefnu þess er lýst í blaðinu sjálfu. Hafnarfirði 15. febr. 1911. Helgi Yaltýsson. 4 * * 4? Iþróttamót U. M. U. Islands. Alment íþróttamó. fyrir land alt fer fram í Reykjavík á tímabiiinu frá 17. til 25. ji'mí n. k., þar sem mönnum gefst kostur á að taka þátt í þessum íþróttum: Leikfimi — íslensk glfma — Sund — Kapphlaup — Kappganga — Stökk (svo sem stangar-, lang- og hástökk) — Kast (svo sem spjótkast, knattkast og kúluvarp) — Reiptog — Knatt- leikur (fótknöttur) — Grísk-rómversk glíma — Hjólreiðar — Lyftingar. Peir, sem æskja þáttöku, gefi sig fram við leikfimiskennara Björn Jakobsson í Reykjavík fyrir 1. maí n. k. Reykjavík, 26. jan. 1911. Fyrir hönd Ungmennafélaga Islands. Björn Jakobsson. Ouðmnndur Sigurjónsson. lielgi Valtýsson. Sigurjón Pétursson. Porkell Þ. Clementz. Prentsm. D. Ostlunds.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.