Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1911, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1911, Page 3
SKINFAXI 27 kvœma stefnuskrá vorri og rangt af félöguni vorumað beita sérfyrir henni(undantekningar- laust). — Enn í 3. liðnuni skorar fundurinn á samb. stjórn »að hlutast til um, að ungm. félög innan sambandsins beiti sér eigi fyrir framkvæmdum í málinu á þeim grundvelli, scrn það hefir verið flutt á hingað til«. — — Þar með er þó gefið í Ijós, að það sé núverandi >grundvöllur« málsins, en eigi málið sjálft, sem fundurinn er andvígur. Er það því óneitanlega undarleg aðferð til þess að breyta rekstri máls að beita sér gegn því og telja það rangt að styðja það! Eg fæ því eigi séð né skilið samræmi í tillögu þessarri; en vera má, að það stafi af því, að henni fylgja eigi úr föðurgarði þær skýringar, sem nauðsynlegar hefðu verið henni til stuðnings og réttmætis. Og hvernigstend- ur á því, að tvö öflug og fjölrncnn félög afgreiða jafn alvarlegt og mikilvægt mál sem þegnskylduvinnuna á mjög fárnennum fundi? 1 Jngmennafélög viðsvegar um land liafa þegar unnið svo mikið að því máii, að meira þarf til en 25 atkvæði, þótt öll væri samhljóða, til þess að breyta gangi og stefnu þess. Væri mjög æskilegt, ef einhver fluln ingsmanna tillögu þessarar vildi skýra málið eftir föngum, því fátt veitir betri og gleggri skilning á erfiðum málum en eimnitt það, að þeim sé haldið fram frá gagnstæðum hliðum. Sambandsþing í sumar mun svo að lík- indum ákveða nánara um afskifti ungm. fé- laga af þegnskylduvinnu máliuu. H. V. fc —'tb—á JF li hvern hdtt eflum vér fccst •U)'9 þroska þjóðar vorrar? Erindi flutt á fundi í Ungm. fél. Norðfjarðar. 22. jan. 1911. Spurningu þessari, er fundarrnaður hefir gert að einkunnarorðum ræðu sinnar, er þann veg farið, að henni ber heimilis- fang í huga sérhvers þess, jafnt karls sem konu, er ann landi sínu og þjóð og þráir þroska þess; en einkum og sér í lagi ætti hún þá að hafa gagntekið alla þá, er sæti skipa innan vébanda ung- mennafélaganna; öllum framar ætti það að vera hlutverk þeirra,að ryðjahenni til öndvegis í hugskoti þjóðarinnar í heild sinni. Þá væri sem sjehugsjónum þeirra sjálfra áreiðanlega borgið. Hverjir vegir eru þá til þess, að svo verði? Þeir, fyrst og fremst, að ungmenna- félagar geri sjálfum sér glögga grein fyr- ir þessari spurningu, þýðihgu hennar, svari hennar, og möguleikunum til að komast þær leiðir er það kynnu að benda. Þar eð eg geng að því vísu, að fyrsti liðurinn, þýðing spurningarinnar, sé þeg- arsvo gjörhugsaðar af öllum félagsmönn- um, að þar sé engu við að bæta, skal eg ekki leytast við að skýra hann frekar; hina tvo vildi ég aflur á móti leyfa mér að taka til nokkurrar athugunar. Hvert er þá svarið? Eitt er nauðsynlegt, eða öllu heldur, eitt er nauösynlegast í þessu efni, en það er, að koma auga á hið sanna gildi þess lífs, sem oss er veitt, að finna þau inikilvægu sannindi, að það er í rauninni engin séreign neins okkar, heldur aðeins örlítið brot úr allífsheildinni, sem oss er trúað fyrir, kjörgripur sem oss er fenginn til varðveitslu, og vjer því á engan hátt megum fara með að eigin geðþótta, á engan hátt höfum leyfi til að fela i af- kymum eða skúinaskotum, heldur erum skyldir að hagnýta eftir því, sem kraftar vorir framast leyfa, hagnýta til gagns og heilla fyrir landið, sem vér búum í, þjóð- ina sem vér störfum með, ogkynslóðina sem á eftir oss kemur. Hafi þessi skilningur á tilverunni og takmarki hennai, gripið oss, þarf engan kvíðboga að bera fyrir hinu, að síngirn in versti þrándurinn í götu allra framfara og þjóðþrifa, leggi oss í læðing, ekkert að óttast það, að vér miðum upp frá því öll vor störf við tap eða vinning sjálfra

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.