Skinfaxi - 01.04.1911, Qupperneq 7
SKINFAXI
31
heitir »Ungmennafélag Snæfjallahrepps;<!
gengu 11 í það á stofnfundinum, eru nú I 5.
Lög voru að mestu samin eftir lögum sam-
bands Ungmennafélaga íslands. Fundir
haldnir annan hvern sunnudag. Hefir verið
vakið máls á þvíá fundum að ganga í samband
Ungmennafélaga íslands, og verður það víst
gert að sumri. Félagið hefir átt mjög erfitt
uppdráttar, þar eð helstu tnenn sveitarinnar
hafa verið mjög andvígir því og eru enn,
og reyna að koma því um koll, og hefir það
mjög dregið kjark úr mönnum að gauga í.
það, enda er mjög strjálbygt liér, og er það
önnur ástæðan, að svo fáir eru í því, Samt
vonum við að geta brotið allar torfærur og
íekið saman við önnur félög, og þá er tak-
markinu náð.
'______ Félagi.
II. M. F. »Vorblóm».
Eg ætla að minnast tneð fáum orðum á
Ungmennafélagið »Vorblóm« á Ingjaldssandi
í ísafjarðarsýslu, af því að »Skinfaxi« hefir
áður getið um hin Ungmennafélögin hér í
grendinni, U. M. F. Mýrahrepps ög U. M.
F. Önfirðinga.
Ungmennafélagið »Vorblóm« er að því,
sern eg veit best, fyrsta Ungmennafélagið hér í
Vestur-ísafjarðarsýslu, stotnað 22. mars (að
ntig minnir) veturinn 1908.
Reyndar stofuuðu nokkrir drengir í Val-
þjófsdal í Önundarfirði félag með líkusniði.
þá um veturinn, en það var ekki fyr en í
desember 1908, að Ungmennafél. Önfirðinga
var stofnað.
Það er og þeim mun merkilegra tneð félag
þetta, að Ingjaldssandurinn er eitthvert afskekt-
asta bygðarlagið, og stofnendur þess sem
flestir voru ungir, höfðu engin önnur kynni
af ungmennafélagsskapnum en þau, sem þeir
höfðu aflað sér í blöðum og frásögnum.
Þó er félag þetta í góðu lagi, og er það
eflaust að þakka staðfestu félagsmanna og
samheldni, og eru lög þess í fullu samræmi
við lög annara sambandsfélaga.
Félagið hefir starfað töluvert eftir því, sem
við verður búist af fátæku og fámennu félagi.
Félagsmenn eru um 20, enda eru ekki í
bygðarlaginu nema 6 bæir, en útlit er á því,
að félagið eigi góða fratntíð fyrir höndum,
og von mín er sú, að það muni áður langt
líðttr verða talið með í sambandi ungtnenna-
félaga Íslands. Q. J.
Nýtt sambandsfélag.
Ungtnennafélag Akraness er ný gengið
í sambandið. Félagið var stofnað 23.
janúar 1910 og er nú því rúmlega árs-
gamalt. Stofnendur 4o ; fremstir .í flokki
voru þeir Haraldur Böðvarsson, Oddur
Sveinsson, Sveinbjörn Oddsson og Leifur
Böðvarsson. Þetta unga félag mun vera eitt
hið efuilegasta í fjórung voruni; í því eru
núna 84 félagar. Stærsta áhuga mál þess
nú mun að konia upp húsi handa sér.
Ungmennafélag Akraness sé velkomið í hóp
vorn. Sem stendur er ekkert ungmennafélag
hér sunnanfjalls utan sambandsins; ogerþað
hið besta tákn þess hve óðfluga satnbandið
vinnur hugi manna; enda værí það fullkomið
áhyggjuefni þeim, sem unna hinu bezta í
þjóðlífi voru, ef tmgmenní landsins e:gi gætu
sameinað sig til orustu fyrir hugsjónir sínar.
Heill og heiður sé því hverju félagi, sem
í sambandið gengur.
Þ. Þ. C
Smágreinar til æskulýðsins.
i.
Öspilt æska.
Hvað er þá óspilt æska? Eg kalla þá
æsku óspilta, sem yfirleitt hvorki talar né
gjörir neitt rangt eða Ijótt vísvitandi. Sem,
til dæmis, er ráðvönd til munns og handa,
er laus við óskirlífi, sviksemi, lýgi, grimd og
hrekki.
En sumir heimta nú enn meir af æsk-
unni en þetta til þess, að hún megi óspilt
heita,
Eg hef verið svo heppinn, bæði innan
lands og utan, að kynnast örsjaldan öðrum
4