Skinfaxi - 01.04.1911, Side 8
SKINFAXI
32
æskulýð en óspiltum. Já það var ekki að-
eins óspilt æska. Nei, það var líka beinlín-
is göfug og sálarfögur æska. Drenglynd í
sambúð og hegðaði sér fallega.
Hreinna og hlýrra hjartalag og fegurri
hugsanir hef eg hvergi fundið en hjá æsku-
lýð þeim, er eg kendi á landi hjer. Og
svipað geteg sagt yfirleitt um mína uorsku
og dönsku skólabræður þá, sem eg þekti
nokkuð.
Heyrði eg þó oft mikið talað um og las
mikið um spilling æskulýðsins. En spurði
oft: Hvar er þá þessi »spilti« æskulýður?
Ætli þeir suinir séu nú ekki spiltastir, sem
rausa mest um spillingu hans? Baktalssýkin
er spilling ekki síður en ofdrykkjan, o. s. frv.
II.
Hvar spillist æskan?
En niín reynsla nær nú ekki Iangt. Nóg,
og meir en nóg, er víst til af spiltri æsku
bæði hérlendis og erlendis. En /nwspillist
hún þá? Víðast hvar er henni hætta búin
af vonsku heimsins og villu. Einkum samt
í heimanferðum. Því spillast sumir íslenskir
námsmenn erlendis? Láta þeir virkilega
danskan soll ginna sig? Hvað gerá þeir
þá af þjóðardrambinu, ef svo er? Stynga
þeir því í vasann dáleiddir af dönskum
drósum? Nei, ekki munu allar syndir
frónskra Hafnargesta dönskum solli að kenna.
»Þeir spillast í Reykjavík«, segja menn
svo. Eitthvað mun til í því. Kaupstaða-
lífið fer oft illa með þá, sem ekki kunnaað
nota það skynsamlega. Ekki kunna sveita-
æskumenn það betur en æskulýðir kaupstað-
anua.
En ætli þessir »spiltu« utanfarar komi ekki
stundum með einhvern spillingarvísir úr sveit-
innisinni eða fráheimilinusínu? Ef til vill hefur
náunginn, stundum, því iniður, einhver heldri
náunginn brotið 6., 7. eða 8. boðorðið svo
rftirtekt vakti. Og þá, til dæmis, sögðu
sumir: »Hvað gerði það til?« »Það var
bara vinnustelpuræfill, sem fyrir skömminni
varð.« Þá hugsa hinir sumir: »Þetta gera
þeir hérna heima í fallega dalnum mínum.«
»Hvað gerir það þá til, þótt eg sleppi mér
ögn í Höfn? Slái plötu þar, o. s. frv.?
ísland er Eden, Höfn er Babýlon. Það sem
þolist í Eden, það er sjálfsagt í Babýlon.«
Æskulýðir, þér sem dæmið Hafnarspilling-
una hart! Gáið vel að kaupstaðarlífinu á
Fróni. En gáið ekki síður að sveitalífinu
ykkar. Gáið að heimili ykkar þar. Gáið
best að hjartalífi ykkar sjálfra. Er þar alt
gott? Eru þar nú engin spillingarfræ? Eng-
in hættuleg lastalind? G.H.
Frá fjórðungsstjórn Sunnlendingafjórðungs.
Auk áðurnefndra félaga hafa þessi sent fjórðungsstjórninni skýrslur og skatta:
16/2 U. M. F. Hrunamannahrepps (skýrslu)
— — Biskupstungna (skatt)
13/2 Afturelding, Mosfellssveit
15/2 Akraness
16/2 — Gnúpverja
21/2 Seytjándi Júní Hafnarfirði
23/2 — Flensborgarskóla
1/4 Laugdælinga
3. fjörðungsþing
gunnlendingafjörðungs
verður Iialdið að Þjórsárbrú dagana 26.
til 29. maí næstkomandi.
Frá fjórðungsstjórninni koma þessi mál
fyrir þingið:
1. Skýrslur og reikningar.
2. Sanibandslagabreytingar (nefndarálit).
3. Þegnskylduvinnu-málið (nefndarálit).
4. íþróttamótið í sumar.
5. Skóggræðslumál.
6. íþróttamál (nýmæli).
7. Kosning fulltrúa á sambandsþing.
8. Áskorun til sambandsþingsins um að
halda fast við grundvallaratriði sambands
U. M. F. íslands.
9. Stjórnarkosning.
Þingið byrjar kl. 12 á hádegi.
Prentsm. D. Östluuds.