Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 1
Kristófer Brún.
10.
Heimska andstæðinganna.
Mótspyrnan gegn Kristófer Brún varO því
inargbreytt, hörð og löng.
Og svo ótrúlegt sem það virtistum ann-
að eins mikilmenni, þá var hann ekki aðeins
hæddur og misskilinn, heldur einnig er svo
að sjá, að margirhafi sýnt honum heimsku-
lega lítilsvirðing!
Enda segir hann sjálfur í blaði sínu
»For Frisindet Kristeudom* 1886. bls. 255:
»Hann (Wullum) lætur í meira lagi í veðri
vaka gagnvart mér, að hann sé mér freniri.
En þessu er eg nú reyndar orðinn vanur.
Næstum allir andstæðingar mínir fara svona
með mig — En það er ofur náttúrlegt, og
það keinur ekki af neinuni hroka frá hálfu
andstæðinganna hvors fyrir sig.« Heyr á
endemi! þeir að þykjast fremri einhverjum
mesta þjóðskörung Norvegs! — Kristófer
Brún var manna fúsastur á að afturkalla, ef
hann ranghermdi nokkuð ogeins að leiðrétta,
ef hann misskildi andstæðinga sína. Verið
getur, að þetta hafi meðfram ef þá ekki mest,
komið mönnum til að lítilsvirða hann. Því
miður, þykir mörgum það mikilmennskutákn,
að þykjast miklir, þykjast altaf gera rétt og
vita rétt, afturkalla aldrei neitt, kannast aldrei
við bresti sína. En svona vóru víst margir
andstæðingar Kristófer Brúns. Nú eru þeir
flestir að falla í gleymsku. En nú er hatln
að verða frægari og frægari um öll Norður-
lönd.
11.
Mannkosti hans viðurkendu samt allir.
En enginn efaðist um sannsögli, réttlæti
og góðvilja Brúns. Enginn brá honum um
eigingirni eða neinar óhreinar hvatir. Allir
sögðu, að hann væri bæði vandaður og vel
mentaður maður. Og það scgja þeir altaf,
geta ckki annað.
En þeir sögðu um leið margir, að skoð-
anir hans ættu ekki við, eðaværu óframkvæm-
unlegar og afkáralegar. Og svo gerðu þeir
þær oft hlægilegar og spiltu almenningi við
hann. Og hann varalveg sérstakur maður.
»Batt ekki bagga sína vanalegum hnútum.*
Var — í góðri merkinga n?rskur Sœmundur
M. Hólm. Hafði alla kosti Sæmundar, en
lítið eða ekkert af brestum hans. Vann sér
því vini marga. Af því hann elskaði og
virti þjóð sína, fann hann sárt til mótspyrn-
unnar og misskilningsins. En hann bar þann
sársauka hetjulega. Jafn hugaður við níðdóma-
skotin norsku og byssukjaftana þýsku. En
hverjar vóru nú aðalskoðanir hans?
Áður er nokkuð á þær minnst, en oflítið.
Þær eru að finna í aðalritum hann: »For
frisindet Kristendom«, »For Kirkeog Kultur«,
»Om Kristensamfundets Syndér«, og eink-
um í »Folkelige Orundtanker.« Erþessisíð-
astnefnda bók mesta rit lians, já eitt mesta
rit, sem samið hefur verið á Norðurlöndum.
Sœrts^a/'uppeldisfræðingur hefursagt um það,
að það vœri þjóðlegt verk, sem hvergi œtti
sér jafnoka. Væri gott að minnast betur á
það seinna.
G. H.