Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 4
44 SKINFAXI O ...— ■■■ o S K I N F A X I —mánaðarblað U. M. F. í.—kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Ú tgefan di: Sambandsstjórn U. M. F. I. Ritstj órn: Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist AFGREIÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI O ......=■■..—.....-- ■■■ ■ ^-o Sambandsþing U. M. F. í. Nú er hið þriðja sambandsþing« ungmenna- félaga íslands um garðgengið. Verðaþing- fréttir ofl. að bíða næsta tbl. sökum þrengsla, og skal hér að eins drepið á fáein atriði. Þingið sátu 13 kjörnir fulltrúar og voru 9 þeirra af Suðurlandi: einn úr Borgarfirði, fjórir úr Rvík. einn úr Mosfellssveit, tveir úr Árnessýslu og einn úr Rangárvallasýslu; þrír vóru af Norðurlandi og einn af Austurlandi. — Stóð þingið yfir f 3 daga, 14.—16., og má segja, að unnið væri daga og nætur.— Sátu fulltrúar að lokum Jóns Sigurðssonar fagnaðinn með ungmennafélögum Reykjavíkur og vóru viðstaddir, er íþróttamótið var sett. Báru því allmargt úr býtum þótt fara yrði aftur þegar þ. 25. júní. Eitt aðalstarf þingsins var breyting sam- bandslaganna á þann veg, að nú ersamband- ið aðallega fjórðungasamband og var því sú breyting ger á sambandsstjórn, að nú er aðeins einn sambandsstjóri, eins og stungið var upp áá sambandsþingi 1908. Erufjár- forráð mestöll og eins sameiginleg mál lögð í hendur fjórðungsstjórna og fjórðungs- þinga. Sambandsstjóri til næstu þriggja ára var kosinn Quðbrandur Magnússon prentari í Reykjavík. Vóru eigi fleiri í kjöri. Sambandsstjórinn nýi. »Skinfaxi« óskar ungmennafélögum íslands til heilla og hamingju með sambandsstjór- ann nýja! Betri dreng og sannari ungmenna- félaga gátum vér vart fengið. Ouðbrandur Magnússon er kornungur maður. Skaftfellingur að uppruna, en alinn upp eystra á Seyðisfirði. — Hann er einn af frumherjum ungmennafélaganna hér á landi. Það var hann og Jón prentari Helga- son, er gengust fyrir stofnun U. M. f. Reykjavíkur, og vóru báðir í stjórn þess félags fyrsta árið. — O. M. hefir tvívegis verið formaður U. M. F. R. og er það nú. Er alkunnugt, hve vel það félag hefur starf- að á marga vegu, þarf eigi annað en nefna »Skíðabrautina«, — »Sundskálann« o. m. fl. Q. M. hefur dvalið árlangt á lýðháskóla í Danmörku og ann öllum þeim straumum, er myndað hafa hina djúpu og aflmiklu elfu ungmennafélagsskaparins. »Skinfaxi« getureigi beturóskaðsambands- stjóranum nýja, en að honum veitist líf og lán til að vinna U. M. F. í. til gagns og blessunar. Og að honum verði starfið til gleði! H. V. Fyrirlestraferð. Eg var í Stykkishólmi um páskana ásamt þeim Hermanni Jónassyni búfræðingog Einari Helgasyni garðyrkjumanni Héldu þeir fyrir- Iestra fyrir Búnaðarfélagiö, en eg fyrir Al- þýðufræðslufélagið. Vóru fyrirlestrar mínir 4, ogefm þeirra þessi: Trúarhetjurnar, Þjóðlíf Noregs, Andleg hringsjá, Jón Arason. Við byrjuðum með 150 áheyrendum. Höfðum seinast 300áheyr. Athygli ágætt; líkaði mér rnjög vel við Hólmverja þá, sem eg hafði nokkur kynni af. Þaðan fór eg yfir Kerlingarskarð og í Miklaholtshrepp. Hitti þar fornkunningja. Hélt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.