Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 8
48 SKINFAXI o. s. frv. Flokkarnir skiftust á að gróður- setja. Unnið var til kl. 5 e. m. Gróður- settar vóru 600 fjallafurur og 400 birki plöntur. Að vinnunni lokinni vóru sungin ættjarðarljóð. Gengu menn síðan í einni fylking til bæjar, og fór hver heim til sín. Um kveldið kl. 8l/2 komu menn saman aftur í fundarsal félagsins. Þar var haldinn fyrir- lestur um skógrækt. Þetta fyrirtæki félagsins hefur mælst vel fyrir hjá bæjarbúum, sem á það hafa minnst. Einn ungmennafélagi, Guðmundur klæð- skeri Bjarnason, gaf allar plönturnar, sem gróðursettar vóru. Og einn utanfélagsmað- ur — bæjarbúi — gaf 10 kr. í peningum til skógræktardagsins. Enginn efi er á því, að skógræktardagar með líku fyrirkomulagi geta liaft afar mikla þýðingu í framtíðinni. Þeir hafa holl og góð áhrif á æskulýðinn, og yfir höfuð alla, sem taka þátt í þeim, á einhvern hátt. Þeir vekja menn til umhugsunar um landið, og og hvetja menn til að leggja eitthvað í söl- urnar fyrir það. Guðm. Davíðssun. MiMÍ hafs og hlíða. U. M. F. »Haukur« í Leirár- og Melahreppi, var stofnað 19. febrúar s. 1. með aðeins 11 meðlimum, en nú 13. apríl vóru þeir orðnir 20. Stjórn þess er, Árni Böðvarsson í Voga- tungu form., Sigurður Sigurðson í Stóra- Lambhaga og Jón Þiðriksron í Galtarholti. Félagið heldur fundi 3. hve»n sunnudag í Mið-Leirárgörðum, og hefir það farið furðu vel á stað á þeim 2 fyrstu fundum, sem þegar hafa verið haldnir; til dæmis liefir það tekið til leigu jarðeplagarð */& dagsláttu á stærð, og ætla meðlimir félagsins að vinna að honum því að kostnaðarlausu. Tóbaks- bindindi hefir verið komið á í félaginu, og eru nú í þvi 15 af meðlimuin þess. Samþykt hefir verið að kaupa »Skinfaxa« og að gefa út blað, sm komi út á 2. hverj- um fundi og kallist »VorbIóm«. »Haukur« hefir verið að leitast við að r.á sem fastastri undirstöðu og hefir að nokkru leyti tekist það, þar sem hann nú hefir keypt 2 dagsláttur af landi til ræktunar og til að byggja á fundarhús, þegar hann er orðinn svo öflugur, að hann þorir að treysta svo á flugfjaðrirnar, að hann eigi þurfi að vera hræddur um að falla af fluginu og brjóta ef til vill bein sín Á næsta fundi stendur til að tekin verði ákvörðun um, hvernig heiðra skuli minn- ingu Jóns sál. Sigurðsonar 17. júní n. k. Eg vona, að þess verði eigi langt að bíða, að við getum gengið í »sambandið«. Fclagsmaður. Ungmennafélag Norðfjar5ar tók fánamálið til íhugunar á fundi þann 15. febrúar og var þar, eftir alllangar umræður, samþykt svohljóðandi fundarályktun: Félagið telur staðarfána þýðingarlausa krókaleið. Félagið er fyllilega samdóma U. M. F. R. um það, í hvaða tilgangi barist skuli fyrir fánanum, en það er, sem fullkomnu sjálfstæðismerki þjóðarinnar, og ennfremur uni hitt, hver leið að því marki sé æski- legust. Það telur sér því skylt að stuðla að því eftir megrri, að alþjóð manna í landi hér kannist við við fánann ng þörfina fyrir hann, með því að veifa honum jafnan, hver- vetna er því verður viðkomið.« V. S. Frá fjórðungsstjórn Sunnlendingafjórðungs. Auk áðurnefndra félaga hefir U. M. F. Kennaraskóla íslands sent skatt og skýrslu. U. M. F. Garðarshólmi U. M. F. Óðinn U. M. F. Vatnsleysustrandar. Þorkell Þ. Clementz. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.