Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 5
SKINFAXI 45 fyrirlestra á leiðinni úr Hólminum og yfir Mýrarnar. Svo fór eg upp í sveitir þær, þar sem eg var á þernsku og æskuárunum: Stafholts- tungur og Þverárhlíð. Þar hélt eg 3 fyrir- lestra. Var þeim og mér tekið prýðisvel. Og var mér hver stundin dýrmæt, er egskoð- aði æskustöðvarnar, og talaði við ættmenn og kunningja, sem eg ekki hafði séð í lieil- an mannsaldur. Mikil breyting var orðin til hins betra í byggingum á sveitum þessum. En einna ánægjulegast var þó að sjá og heyra, að skógar hafa tekið miklum framförum þar á seinni árum. Svipað er víða um Borgarfjörð. Svo heimsótti eg æskufélög Hálssveitinga, Hvítsíð- inga og Reykdæla og hélt þar 4 fyrirlestra. Alt mjög ánægjulegt þar að sjá og heyra eins og áður. Síðan fór eg ofan á Mýrar og hélt 4 fyrirlestra í æskufélaginu í Alftanesshreppnum; vóru þeir haldnir á 2 stöðum þar, því langt er á milli félagsmanna, sveitin víðlend og örðug yfirferðar. Umtalsefnin voru oftast þessi: Noregs þjóðlíf og búnaður, Andleg hringsjá, Trygð við ættjörð o. s. fr. Síðan fór eg út í Hraunhrepp og hélt þar 2 fyrirlestra, og seinast einn í Borgar- nesi. Líkaði mjer einnig mjög vel við fólk á Mýrununi. Alstaðar annars var mér tekið mjög vel. Aftaf boðin ókeypis fylgd á hestuin, svo eg reið miklu oftar enn eg þurfti, og annað var eftir þessu. Mikil er framför í vegagjörð og hýbýla- bótum. Eru margir bæir mjög vel hýstir. En dýrt hlýtur þetta að verða bændum. Af ýmsu merkilegu, sem eg sá, vil eg rétt nefna bæinn í Vogi í Hraunhreppi. Hann er timburhús og er 57 ára ganiall ogstend- ur vel! G. H. Fyrsta íþróttamót U. M. F. íslands. það var ckki veigaminsti þátturinn í 100-ára minningarhátíðinni miklu, sem nú er um garð gengin. Og allmikið var í það spunnið, því eigi stóð það skem- ur en viku, 17. -25. júní. Má svo telja, að það tækist mjög vel og að flestu leyti óllum vonum fremur. f>átt-taka talsverð, aðsókn allgóð og veðrátta hagstæð mjög. Oftast nær helti hásumarsólin geislabless- un sinni yfir leikvöllinn mikla, þar sem hraustur æskulýður keppti um verðtaun í margbreyttum íþróttum kvöld eftir kvöld. Alls mun uin 70 íþróttamanna hafa tek- ið þátt í íþróttum þessunr að ieikfimis- flokkum meðtöldum. Einstakir íþrótta- menn gáfu sig fram, um 40, en vóru þó sumir þeirra úr leikfimisflokkum þeim, er sóttu mótið. Pað var fögur sjón og nýstárleg hér á landi — og minnisstæð öllum þeim er íþróttum unna — laugardagskvöldið þ. 17. sjáifan þjóðminningardaginn síð- degis, er íþróttamótið var sett: Lúðrasveit- in lék fótgönguiag, og fjöldi áhorfenda streymdi inn að leikvellinum, sem var skreyttur fagurlega íslenskum fánum og fjöldamörgum blá-hvítum veifum. Sáust þar eigi aðrir litir. Oekk þá íþróttasveit- in inn á völlinn í stórri fylkingu. Hvítt og blátt voru þar aðallitirnir á búningum íþróttamanna. Fremstur gekk leikfimis- flokkurjUngmeyjafélagsins »lðunnar,« þar næst íþróttafélag R.víkur«, svo leikfimis- flokkur U. M. F. R.víkur svo »Fótbolta- félag R.víkur« og Fótboltafélagið Fram« og síðan ýmsir íþróttamenn utan félaga, sér í hóp. Var fáni borinn fyrir liverjum flokki. — Fylking þessi gekk samstíg og fjörlega fram á leikvöllinn, þar til er fylk- ingahlið var beint andspænis ræðupalli þeim, er reistur var fyrir miðri vallarhlið í »skógi blárra fána.« Sneri þá fyikingin sér að ræðupallinum, hver flokkur mynd-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.