Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 6
46
SKINFAXI
aði brjóstfylkingu, og gengu svo allir
flokkar samhliða yfir þveran völlinn, stað-
næmdist fá skref framundan ræðupalli
og kvöddu »merkismenn« með fánum
sínum biskup vorn, er sýndi oss þann
heiður og miklu vinsemd að setja íþrótta-
mótið með snjallri ræðu.
Pað var fögur sjón og gleðileg! —
Það kvöld vóru aðeins íþróttasýningar
nokkurar, en engin köpp. Leikfimisflokk-
arnir þrír sýndu leikfimi; o. fl.
Dagskrá mótsins var á þcssa leið:
18. júní, kl. 12 á hádegi:
Keppt í leikfimi af íþróttafélagi Rvíkur
og leikfimisflk. U. M. F. Rvíkur.
kl. 4 síðdegis:
Fegurðarkappglíma, Hástökk, Lang-
stökk, Knattkast, Kúluvarp og Kappganga
8042/s stiku.
19. júní kl. 9 síðdtgis:
c . ( 200 st. bringusund
( 150 st. fyrir drengi yngri en 18 ára.
20. júní kl. 9 síðd.:
Kapphlaup 100 st. og 402*/? st., Stang-
arstökk og Knattspark, samkeppni milli
félaganna.
21. júní kl. 9 síðd.:
Flokkaglíma, í 4 flokkum eftir þyngd,
Lyftingar (aflraunir).
22. júní kl. 9 síðd.:
Kapphlaup 8042/g st., Spjótkast, Mílu-
hlaup og Girðingahlaup.
25. júní kl. 4 síðd.
Grísk glíma í tveim flokkum; síðan
skrúðganga íþróttamanna, verðlaunum út-
býtt, og mótinu slitið með stuttri ræðu,
er vararform. framkvæmdarnefndarinnar
(H. V.) hélt.
Frumrissið að verðlaunaskjölunum hafðí
gert Ásgrímur málari Jónsson. Verðlauna-
peningar vóru úr silfri og eir (bronce)
af : sömu stærð og gerð, á við 2ja krónu
pening. Öðru megin er mjög skýr og"
falleg mynd af Jóni Sigurðssyni, upp-
hleypt, og kringum hana letrað:
Islandi alt. Hinu megin stendur r
sveig: íþróttamót Ungmennafélaga ís-
lands 1911, en innan í er svo grafið
verðlaunin (1., 2. eða 3.); er verðlauna-
peningurinn borinn í bláu og hvítu bandi.
Verðlaunaskrá íþróttamótsins:
Fimleikaflokkur, íþróttafélags Reykjavíkur
113 stig, verðl. silfurskjöldur.
Fimleikaflokkur I Ingmennafél. Reykjavíkur
112 stig, verðl. heiðursskjal.
Fimleikaflokkur Ungmennafél. »Iðunn« kepti
ekki, en fékk silfurskjöldjf fyrir
sýningu sína.
Fegurðarglíma: 1. verðl. Hallgrímur Bene-
diktsson (silfurbikar).
2. verðl. Geir Jón Jónsson.
3. verðl. Magnús Tómasson.
Hástökk: 1. verðl. Magnús Ármannsson,
stökk 1,48 stik.
2. verðl. Kristinn Pétursson, stökk
1,44 stik.
Langstökk 1. verðl. Kristinn Pétursson, stökk
5,37 stik. 'f'b
2. verðl. Sigurjón Pétursson, stökk
5,26 stik.
3. verðl. Kári Arngrímsson, stökk
5,22 stik.
Knattkast 1. verðl., Sigurjón Pétursson, kas .
70,85 stik.
2. verðl., Ágúst Markússon kastaði
61,15 stik.
Kúluvarp: 1. verðl. Sigurjón Pétursson, kast.
8,87 stik. '&J- l ft, ^
2. verðl. Helgi Jónasson, kastaði 7,55
stik.
Kappganga yfir 8042/., stik.: 1. verðl. Sigur-
jón Pétursson, á 4 mín. 15 sek.
Heiðursskjal: Helgi Þorkelsson,á 4 mín.
16 sek.
Sund yfir 150 stikur: I. verðlaun Erlrngur
Pálsson, á 2 mín. 24 sek.
2. verðlaun Sigurður Magnússon, á 2
mín. 55 sek.
Sund yfir 2U0 stikur: 1. verðh Erlingur
Pálsson, á 4 mín. 2'/., sek.
Kapphlaup, 100 stikur:
1. verðl. Kristinn Pétursson, á 114/r> sek.
2. verðl. Geir Jón Jónsson, á 12y6 sek.
3. verðl. Sigurjón Pétursson, á 122/a sek.