Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1911, Blaðsíða 3
SKINFAXI 43 semi fjórðungsins. í fjórðungs-sambandinu vóru 20 félög með samtals 953 meðlimum. 2) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fjórðungsins.. í sjóði vóru kr. 200.49. 3) Lagabreytingar. Margar og mikilvæg- ar breytingar vóru gerðar á sambandslögun- um, og hafa þær síðan flestar verið samþ. af sambandsþingi; lögunum með áorðnum breytingun) verður innan skams út býtt með- al félaganna. 4) Sambandsmerki: Svohljóðandi tillaga var samþykt: Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs skorar á sambandsþing, að sjá um, að nýtt merki verði sem fyrst gert fyrir samband U. M. F. íslands. 5) Aðflutningsbannið: Svohljóðandi þings- ályktunartillaga var samþ.: Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs íýsir því yfir, að það sé eindregið með- mælt aðflutningsbanni áfengra drykkja. 6) Dýraverndun. Þingsályktunartillaga samþykt: Fjórðungsþingið telur dýraverndarstarf- semi algjörlega samkvæma stefnuskrá U. M. F. í. og æskir þess, að öll sambands- félög beiti sér fyrir henni. 7) Þjóðbúningur. Þingsályktunartillaga samþykt: Fjórðungsþingið æskir þess, að Ung- mennafélög íslands beiti sér fyrir því, að vekja meiri áhuga fyrir notkun þjóð- búninga íslenskra kvenna, en nú á sér stað. 8) Sjúkrasamlög: Svohljóðandi tillaga samþykt: Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs skorar á öll ungmennafélög að takasjúkra- samlagamálið, sem fyrst til rækilegrar at- hugunar, með því þingið Iítur svo á, að það sé að vinna fyrir heill þessa félags- skapar. 9) Fánamálið: Svohljóðandi tillaga samþ.: Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs lýsir yfir fylsta fylgi sínu við íslenska fánann, og skorar á ungmennafélög fjórð- ungsins að beita sér fyrir fylgi hans og útbreiðslu. 10) Þegnskylduvinnan: Samþykt var þessi tillaga: Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs tjáir sig fylgjandi þegnskylduvinnu, en leggur það til: 1. að þegnskylduvinnan verði eigi ein- göngu notuð til þess, að firra lands- sjóð útgjöldum, heldur sé kappkostað, að einstaklingarnir hafi sem mest not af henni; þó verði hún eigi tilfinnan- Iegur byrðarauki fyrir landssjóð. 2. að vinnan verði innt af hendi á aldrin- um frá 17 til 23 ára. 3. að landsstjórnin sjái um, að þegnskyldu- vinnan fari fram undir stjórn vel hæfra manna. 4. að þegnskylduvinnan verði borin und- ir atkvæði þjóðarinnar, áður hún verði lögboðin. 11) Iþróttasamband: Kosin var 5 manna milli-þinganefnd tii að íhuga stofnun íþrótta- sambands fyrir alt ísland. Þessir vóru kosnir í nefndina: Guðm. Sigurjónsson, Magnús Tómasson, Guðbrandur Magnússon, Björn Jakobsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. 12) Samin fjárlög fyrir fjórðungssamband- ið, og verða þau send félögunum. 13) kosnir fulltrúar á samdandsþing; 1. Sigurður Vigfússon 2. Tryggvi Þórhallsson 3. Guðm. Sigurjónsson 4. Hallgrímur Hallgrímsson 5. Jón Hannesson 6. Guðm. Bjarnason 7. Guðrún Björnsdóttir 8. Skúli Agústsson 9. Þorsteinn Þórarinsson 10. Freysteinn Gunnarsson. 14) Kosin fjórðungsstjórn. Kosningu hlutu: Fjórðungsstjóri Þorkell Clementz — ritari Hallgr. Hallgrímsson — gjaldkeri Guðm. Sigurjónsson Hallgr. Hallgrímsson (ritari).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.