Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI óska, að sama mætti segja um mótstöðu- menn þeirra í Noregi.« (46.) Fjórði kafLinn er mn yfirburði bændanna. Og eru þeir, segir hann, líkamleg vinna og nœgjusemi. Minnist þar aftur á lýðháskól- ann og segir, að tvær aðalhugsjónir hans hljóti að sigra, hvað sem hinum öðrum Iíð- ur. Hin fyrri er: »þjóðlegur menningar- grundvöllur í óði og sögu Norðurlanda í arfi forfeðra vorra. Og hin er: andrík, munn- leg ræða, lifandi orð andans, sem rétta hreyfimagnið í skólanum.« (56.) Fimti kaflinn er um Latínuskólann. Brún þykir lítið varið í að læra þessi dauðu mál, segir að sumir norskir embættismenn gleymi grískunni svo, að þeir hætti að þekkja grísku stafina eftir nokkur ár. Sjötti kaflinn er urn norska háskólann og vísindalíf hans. Gerir Brún heldur lítið úr því. Minnist þá um leið á Björnstjerne og áhrif hans á stúdentana. »Hann þurfti ekki að kvarta yfir eftirtekta- leysi, þegar hann taiaði við þá um aðal hugs- anir tímans. Síður en svo. Þeir hlustuðu á hann með fullu eldfjöri æskunnar. Hann kann þá list að tala við æskulýð Noregs. — — Þess vegna vakti liann hjá þeim svo mikla andlega hreyfingu, að allur háskólinn með öllum kennurum sínum hefir ekki get- að vakið aðra eins. Enda vóru flestir pró- fessórarnir svo hræddir við áhrif hans, að fleiri af þeim gerðu það, sem þeir gátu til að bola honum út úr stúdentafélaginu.« Sjöundi kaflinn er um menning œðri stétt- anna norsku. Þykir hún þröngsýn ogsmá- sálarleg. Hún hafi mestu andans menn Iands- ins að háði. »Skáldið Henrik Wergelund fékk að drekka hæðni menningar vorrar með- an hann lifði. Nú er það samt orðin tíska að heiðra hann sem skáld. Enda er ofur- hægt að gera það núna, þegar hann er dauður. En í rauninni skilja menn hann hvorki né elska. Það er svo fjarri því, að hugsjónir hans hafi náð nokkru valdi yfir mönnum. Því komi einhver frain með þær, þá verða þær fyrir því sama, og þær urðu, þegar hann bar þær fram. Björnstjerne hefir barist fyrír mörgum hugsjónum Wergelands, enda hefir hann fengið hæðní Kristíaníubúa í arf eftir þenna sinn mikla undanfara.« (S. 144.) »Hugsjónir þær, sem í öðrum löndum eru bornar fram af bestu mönnuin landanna, og sem andans höfðingjarnir berjast fyrir gegnum harða þraut, uns þær vinna sigur og verða neiðurs-tákn í sögu |}jóðanna, eru hérlendis uppáhald rétt stöku vænna, en valdlausra manna, sem kallaðir eru sérvitr- ingar og hafðir að háði. Svona langt er þá þjóð vor komin í þjónustu andans og hug- sjónanna. (146)« Eitthvað líkt þessu mætti segja um þjóðmenning okkar íslendinga, alténd eins og hún var frá 1870 til 1900! Áttundi kaflinn er um nýnorskuna, og vill Brún gera hana að aðalmáli Noregs. Gegn þeim, er telja slíkt ómögulegt segir hann: »Atburð þann, sem er verulega söguleg- ur, telja andlausir og nautnasjúkir menn næstum altaf ómögulegan, áður en hann verður.« (171). Niiuidi kaflinn er um framför bœndastétt- arinnar. Vill hann auka vald og virðing hennar. Segir meðal annars: »Eg held, að eins og vér eigum góð dómara-efni í sveit- unum, eins er eg viss um að margur reynd- ur barnakennari og ólærður trúvaki (læg- prædikant) er betra prestsefni en mesti hlut- inn guðfræðiskandidata vorra.« (187). »Landslagabókin ætti, næst eftir biblíuna og söguna, að vera ein af mestu uppáhalds bókum heimilanna.« (188). Tíundi kaflinn er um menning kvenna. Ekki var hann þá og er ekki ennþá orð- inn með fullu jafnrétti þeirra við karlmenn. En vildi þó láta veita þeirn miklu meiri og hentugri menning og miklu meiri virðing og frelsi, en þær höfðu þá. »Konurnar eru ekki skapaðar til að vera menn, heldur til að skilja menn og fylgja mönnum (197).« »Kona sú, sem hefir fundið veginn inn í andans heim, hún er ekki kærulaus um hug- anir mannsins og andans Iíf hans. Síður en

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.