Skinfaxi - 01.07.1911, Page 3
SKINFAXI
51
svo. Það er miklu fremur andlega lífið lians,
sem hún elskarmestaf öllu ágæti lians (199)
Ellefti kajlinn er nm endurreisn kristin-
dómsins. Þykir honum trúarlíf mannkyns-
ins í hættu komið. Vísindi, skáldskapur og
stjórnarmál sé að verða ókristileg. Kennir
það meðfram andleysi og einræningshætti
kirkjumannanna.
»Kristindómurinn og menningin hafa fjar-
lægst hvort annað. Það er kornin sprunga
í sál mannkynsins, og hún gín móti oss
eins og voðalegt veraldarsár. Menningin
er orðin guðlaus og kristindómurinn ein-
rænn og menningarsnauður«. »Með guð-
dómsmagni og guðdómsljósi verður kristin-
dómurinn að fara í heimsstríðið og leiða
framþróunina á rétta braut (214).«
Tólfti kaflinn er um menninguna. Gerir
Brún þar lítið úr kristindómi sínum. Og
var þó trúmaður mesti.
O. H.
:Unqmcnna-5ður.
Þér bræður og systur, vér byrjum nú fund!
Guð blessi oss þessa og sérhverja stund,
hann leiði vort félag um framfara braut,
svo fámennir sigrum vér torvelda þraut.
Hann veitti oss efni til athafna góð:
Öll áanna dæmi og föðurlenskt blóð,
þá tungu, er syngur hið málmstælta mál,
þá móðurtign göfgu, er speglar vor sál.
Vor eykonan bjarta við ísahafsströnd,
með eldþrungið hjarta og sælöðursbönd,
með hrynjandi fossa og hájöklaskraut,
með hvikandi blossa á sjöstirnisbraut.
Þinn eldur, hann tendri oss áhugans bál,
oss efli þitt fossanna dynþunga mál,
en jöklarnir takmarkið harsli oss hátt,
og hafaldan kenni’ oss að rækja vorn mátt.
Þín noröurljós tindra um sólkerfa-sæ
og sveiga þar binda með rósfögrum blæ;
á djásnin þau minna og dygðalaun há,
sem dróttir þær vinna, er sigrinum ná.
Svo festum þá vinir þau hjartgrónu heit:
að helga vort líf, vorri þjóð vorri sveit,
að styrkja hver annan og halda vel hóp,
að hlíta þeint kröftum, er drottinn oss skóp.
P-J.
Kvæði þetta orti alþýðuskáldið Pétur Jónsson
fyrir ungniennafélagið »Von« á Rauðasandi í
Barðastrandarsýslu.
"ri
íþróttamótið Yið Þjórsártoú
9. júlí 1911.
Þau vóru illa óheppin með veðrið ung-
mennafélögin austanfjalls í þetta sinn og
áttu sannarlega betra skilið eins mikið verk
og gott, sem þau hefðu unnið að undir-
búningi móts þessa. Hellirigning og hrak-
viðri eyðulögðu daginn að mestu leyti, og
komu þó alt að 1000 manns.
»Hafa þau í sumar fengið 4 dagsláttur í
holtinu austur af bænum í Þjórsártúni, girt
þær, gert bogadregnar setbríkur í brekkuna,
hverja upp af annari, þaktar grassverði. Nú
eru þar sæti fyrir 1200 manns, en eiga síð-
ar að verða fyrir 2000. Undir setbrekku er
leikflöt með glímupalli og neðanvert við
hann ræðustúka, hlaðin úr torfi, með gras-
rót að utan. Var nú ofan á henni laufsveig-
ur, en að frainan úr geldingalaufi: »íslandi
alt«. Kringum leikvöllinn er rennibraut,
179 stikur á lengd.
Þetta hafa ungu mennirnir unnið síðan
19. júní í sumar og lagt í undir 200 dags-
verk. Er þessi íþróttavöllur bæði prýðileg-
ur og hentugur.«
Um kvöldið var glímt inni í samkomu-
salnum í Þjórsártúni. Hafði þar verið húsfyllir
um daginn og glaumur og gleði þrátt fyrir
óveð ið. Bjarni Bjarnason frá Auðsholti vann
»Skarphéðinsskjöldinn« að þessu sinni.
100 st. kapphlaup fór fram og unnu
þessir verðlaun: 1. Guðm. Ásmundsson frá
Apavatni í Árn.s., 2. Ág Eyjólfsson frá
Hvammi í Rv.s., 3 Ketill Gíslason frá Reykja-
koti í Árn.s.
h—T&y—é