Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1911, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.09.1911, Qupperneq 7
SKINFAXI hafa á tiltölulega skömmum tíma gert litla landið Danmörku að frægu menningar-og framfaralandi, — og gert Noreg að frjálsu og sjálfstæðu ríki. — Svo rík var lýðháskólahugmyndin í hjört- um fyrstu forgöngumannanna ungm.félaga vorra, að á fyrsta sambaudsþingi voru á Þing- völlum 1907 var hreyft því niáli, að ungtn. félögin bcittu sér fyrir stofnun íslensks lýðhá- skóla — á Þingvöllum. — Fögur hugmynd og þrungin af þjóðrækni og stórfurðulegum skilningi á einni dýpstu og brýnustu þjóðar- þörf vorri! — Þannig er þá rakin hin stutta ættartala U. M. F. í., og kemur hún saman við ætt hinna norrænu félaga, er öll eiga rót sína að rekja til lýðvakningar Orundtvígs í Danmörku. — Og ennþá þann dag í dag eru lýðháskólar grannþjóða vorra besta bak- hjarl ungmennafélaganna, uppspretta sú, er þau ausa úr áhuga og lífsmagni. — Hver lýðháskóli erírauninni fyrirmyndar ungmenna- félag — eða ungmennaheimili, og þaðan koma því sí og æbestu ungmennafélagarnir. — — — Hvern veg snýr nú reynsla sú, er vér ísl. höfum fengið í ungm.félagsstarfi voru þenna stutta tíma! Er hugsanlegt, að vér getum tii lengdar haldið við áhuga og Jífsmagni ungmennafélagánna án þess að hafa nokkura uppsprettu að ausa úr, þótt vér um stundarsakir — meðan félögin vóru fá — gætum »lifað« á eldmóði þeim og áhuga, er fyrstu forgöngumennirnir færðu oss utan að ! — Nei. Alls ekki! — Reynslan sýnir það og sannar hér á landi, sem sjálfsagt var og er enn, að til þess að ungmennafélög vor geti blómgast og þroskast á þann v?g, er þeim var ætlað frá upphafi, -—verða þau aðeiga öflugan og »ramíslenskan« lýðhá- skóla aðbaki sér! — Pá er þeim borgið! Og nicð því móti einu ná þau takmarki sínu!-- Þéss er heldur eigi að dylja, að heitasta ósk og von maigra góðra ungmennafélaga er og hefir frá upphafi verið sú, að félags- starf voi t yrði til þess að flýta fyrir stofnun íslensks lýðháskóla. Hin mikla aðsókn að ungmennafélögun- 71 um víðsvegar um land alt—straumur ung- linga og æskulýðs . vakinn af hinni óljósu þrá, sem grípur hvert óspilt unglíngshjarta, er »ungmennafélags«-strengirnir eru hreyfðir, það er hróp og köllun til þjóðarinnar, æsku- heit bœn um íslenskan lýðhásköla, er orðið gæti gróðrarstöð hins góða og fagra, er hreyfist með œskulýðnum. Skóla er skírt gæii þrána og gert hana að meðvitund, þroskað ættjarðarástina og stálsett liana til framkvæmda, vakið guðstrúna og gert liana að sannfær- ingu. Þcssháttar skóli er brýnasta þörf vor íslendinga ná á döguml H. V Rökkurhugsanir. iii. Ungmennafélögin iiafa þegar unnið mikið og þarft verk, og mun þess verða getið að maklegleikum á sínum tíma. Sum þeirra hafa unnið verulegt þrekvi.ki (t. d. U. M. F. Reykjavíkur: Siáðabrautin og sundskál- inn), bygt sér hús, komið á fót gróðrarreit- um, sundstæðum o. s. frv. Eu hið mesta og mikilvægasta starf þeirra er þó það, hve mjög þau hafa skarað íglæð- ur ættjarðarástarinnar, svo víða hafa bálað upp bjartir logar og fagrir þar, sem áður var falinn eldur. — Það er hitirin og bjarin- inn af logum þessum, er dregur æskuiýð- inn að sér. Því sá eldur er bjartari cig heitari öllu því, er í þjóðlífinu bærist. —- — Ættjárðarástin er annars mjög á »dagskrá« hjá ísl. þjóðinni um þessarmund- ir. Trúin, traustið og ástin álandinu --- er kjörorð rhargra, það á að vera hreyfiaflið, er kuýr forgöngumenn þjóðarinnar — þá ina sömu, er berast á banaspjótum ogbeina ( eitruðum örvum að hjartarótum hvers anu- ars við hvert eitt tækifæri! — Voðalegra misrœmi er eigi hægt að hugsa sér! — Er þetta œttjarða.rást! — Nei!

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.