Skinfaxi - 01.09.1911, Page 8
72
SKINFAXI
Hrein og sönn ættjarðarást er svo djúp
og innileg kend, svo göfgandi og glæð-
andi, að hatursfull ofsókn og ódrengileg
bardagaaðferð getur ómögulega orðið henni
samferða! — Skoðanamunur og flokkaskift-
ing breytist eðlilega eigi við ættjarðarást, og
»mannlegur breyskleiki* gægist auðvitað
fram í lieitum og kappmiklum umræðum,
en framkoma öll verður drengileg og sönn,
\fair play« í fylsta skilningi. Ættjarðarástin
e'.ur og þroskar drenglyndið, svo maður
virðir og metur mótstöðumenn sína þrátt
fyrir skoðanamuninn.
Erlent skáld segir einhversstaðar í kvæði
einu: œttjörðin er landið og fólkið, seni er
mér samtíða í landinu.
Ef vér lítum þeim augum á málið, sjáum
vér skjótt, hvílíkt misræmi er í því að segj-
ast elska ættjörðu sína af alhug, þótt maður
sýni það í verki, að maður hatar bræður
sína með fullri meðvitund og ásettu ráði.
Hatar mennina, sem ættjörðin hefir fóstrað
og blásið sömu ást í brjóst! — Svoblindur
getur maður orðið og blektur af ósann-
indum og óhreinskilni!
Ættjarðarástin er sterkasta og hreinasta
ástin jarðneska, hvorki foreldra-, systkina- né
hjúskapar-ást standa henni jafnfætis. Hún
er lang göfugust allra jarðneskra kenda
vorra, ópersónuleg og laus við síngirni. —
Hún elskar eigi að eins heimahagana og
eignarblettinn sinn, heldut alt landið, hverja
þúfu, hvern stein, alt sem lifir og hrærist
í landinu! En þrátt fyrir það sér hún gall-
ana og ókostina — og vill bæta úr þeim.
Hún vill
»gera grund úr móum,
og garða á hverjum bæ,
og skóga úr holtum og heiðum,
frá hlíðum og út að sæ.«
Ættjarðarástin er fús að deyja fyrirlandið
sitt, og hún er líka fús að lifa fyrir það;
en sú þrautin er þó margfalt erfiðari og
vandasamari en sú fyrri.
Vér íslendingar höfum eigi tækifæri til
að deyja fyrir ættjörð vora — í venjuleg-
um skilningi — en því betra tækifæri til
þess að lifa fyrir hana, enda er þess þörfin
mest. — Ef alt þjóðardramb vort væri
orðið að eldheitri ættjarðarást, og sundur-
lyndið að samhug — þá væri brautin rudd,
framfara- og hamingjubraut lands og þjóðar.
— Þá »drypi blessun Drottins daga alla« á
ættjörð vora!
H. V
Kæra kveðju sendi eg öllum kaupendum
»Skinfaxa« með þökk fyrir góða samvinnu
og viðkynningu!
íslandi altl
H. V.
Unga ísland
(barnablað með myndum).
Ómissandi blað á hverju barnaheimili.
Flytur ágœtar sögur og fjölda mynda, kvœði
o. fl. í »Orðabelgnum.« eru jafnan sögur
og smápistlar eftir börn og unglinga, sem
kaupa blaðið. Um norska fiðluleikarann
heimsfræga, Ole Bull, flytur blaðið nú langa
og fróðlega frásögn.
Kaupbætir blaðsins í ár er norsk sveita-
lífssaga, Sella Síðstakkur, sem nú er ný-
byrjuð, og verður send öllum sk Ivísuin
kaupendum ókeypis. Bókhlöðuverð að minsta
kosti Kr. 1,25. Inndœll barna■ og unglinga-
sögu er varla hœgt að hugsa sér!
■ Unga ísland kemur út einu sinni á mán-
uði átta blaðsíður og kostar kr. 1,25 árg.
Unga ísland ætlar sér að komast inn á
hvert heimili í landinu!
Ungmennafélagar! Styðjið að útbreiðslu
Unga fslands eftir megni!
Hafnarfirði júlí 1911
Helgi Valtýsson
— ritstj. & útg. Ú. f. —
Prentsin. Östlunds.