Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 6
94 SKINFAXI Maður, líttu þér nær! Það er þjóðareinkenni vor íslendinga að grípa fljótt við því, sem nýtt er og aðfeng- ið, hafa það í hávegum og vinna afkappi að því, a. m. k. fyrst í stað. Hitt er okk- ur síður gefið, að vera nýtnir á það, sem fyrir hendi er, að nota þá möguleika sem iiggja okkur næst. Þessa get eg hér, af því að mér finst, að Ungmennafélögin geti notað miklu betur en þau gera, þá mögugleika sem liggja fiendi næst, fengið meiri aðstoð á staðn- um, þar sem þau eru, og það alveg kostn- aðarlaust. Eg skal nefna nokkur dæmi. Skógræktin er sameiginleg með nálega öllum Ungmennafélögum. En hún hefir víða farið illa. Víst er um það, að örðug- leikarnir eru mestir fyrst, og hættan þá mest að illa fari, og víða hafa fengist hálf- flauðar plöntur, en áreiðanlegt er, að oft stafar tjónið af því, að af vanþekkingu er til stofnað. En það er mjög viða sjálfs- skaparvíti, ef illa er farið af stað. Til livers* höfum við lærða, launaða skógfræð- inga? Eitt af því, sem áreiðanlega er skylda þeirra, er að leiðbeina mönnum í skógrækt í umdæmi sínu, og borgunar- laust. Auðvitað er ekki hægt að heimta af þeim, að þeir fari langar ferðir, ein- göngu til að leiðbeina einhverju Ungmenna- félagi. En þeir eiga oft leið hjá garði, og þá er að sæta lagi og fá hjá þeim leið- beiningar. Og eg er viss um, að þeim væri ánægja, að veita Ieiðbeiningar. Ef þeir hata nokkurn áhuga fyrir starfi sínu ætti þeim að vera ljúft og ánægjulegt, að leiðbeinaþeim, sem vilja vinnaað samaverki. Og eflaust mundu þeir fúsir til þess, að flytja hvetjandi og fræðandi erindi fyrir félögin, urn skógrækt og önnur skyld efni. Annan möguleika vil eg benda á. Ráðu- nautar og erindrekar Búnaðarfélags íslands eru alt sumarið, og oft á veturna á ferð- um víðsvegar um landið. Sveitirnar, sem þeir ætla að fara um, vita það venjulega löngu á undan, að þeirra er von. Væri ekkí ráð fyrir Ungmennafélögin, að reyna að hafa eitthvað gott af þeim? Þeir hafa áreiðanlega frá einhverju að segja, sem bæði er gagn og gaman að heyra. Ekk- ert er hægra en að skrifa t. d. fjórðungs- stjórninni hér, eða skrita þeim sjálfum, og biðja þá að flytja eitthvert erindi fyrir fél- agið, um leíð og þeir fara hjá. Eg er viss um, að þeim væri ánægja að því að gera það. Og ef beiðnirnar yrðu of þéttar, þá er að slá sér saman, fleiri félög, þar sem stutt er á milli. Bæði væri gagn og gam- an að þessu, og félögin yrðu vinsælli eftir. Og svo kemur þriðja alriðið, sem er hötuðatriðið fyrir mér. Og það grípur líka inn á nokkuð annað svæði. Ungmenna- félögin eiga að hafa meiri samvinnu við presta sína, en þau hafa. Það getur ver- ið að þau geri það meir, en eg veit af, en eg held það sé víða alllítið. En það má ekki vera. Ungmennafélögin mega aldrei verða andvíg, eða skeytingarlaus gagnvart prestinum og starfi hans. Það mega ekki vera tóm orð, að Ungrnennafélögin byggi starf sitt á kristilegum grundvelli. Eg held því ekki fram, að Ungmennafélögin eigi að gera kristindóminn að höfuðatriði starfs síns. En þau mega ekki sneiða hjá hon- um. Og það má vera lakari meðalprest- ur, sem ekkert hefir að segja þar sem Ungmennafélagar eru saman komnir, það sem þeir vildu hlýða á. Ekkert sem þeir hefðu áhuga á. Auk þess sem hann gæti farið með margt fyrir þeim, sem síðurætti heima á prédikunarstólnum, gæti hann haft svo margt annað að segja. Eitthvað sögu- legt. Eitthvað úr bókmentum annara þjóða. Og ef slik samkoma væri eftir messu, er eg viss um að kirkjan stæði opin til sliks erindis. Presturinn á að standa á hærra menningar og þroskastigi en allur þorri sóknarbarna. Og frá hans hlið ætli það að vera verulega æskilegt og ánægjulegt, að vinnu með félögunum. Það mætti vafalaust benda á margt fleira,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.