Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI
95
þaö sem Ungmennafélögin gœtu fært sér
í nyt, af því sem er hendi næst. Líti hver
í kring um sig. En um þær leiðar sem
eg nú hefi bent á, má áreiSanlega fá margt
gott og gagnlegt, ef hendin er rétt úi* til
þess að ná því. Geri einhver það, tel eg
mér betur farið en heima setið.
Tr. Þ.
Góðir vinir.
Framli.
Tökum fyrst góðu, skammlífu bækurnar
— því um þær illu tala ég ekki — hvað
eru þær nema prentað hjal'einhvers manns,
sem við getum ekki spjallaö við á annan
hátt? Stundum gagnlegt af því það fræð-
ir um það, sem maður þarf að vita, stund-
um skemtilegt eins og samtal við góðan
kunningja. Þannig eru fjörugar ferðasögur,
fyndnar deilugreinar, skemlilegar smásög-
ur, frásögn sjónarvotta um merkilega sam-
tíðaratburði. Allar þessar stundar-bækur
eru einkennilegar fyrir samtíð okkar, og
fjölga æ því meir, sem þekking verður al-
mennari. Við ættum að vera þakklátir
fyrir þær, og við ættum að skammast okk-
ar fyrir að nota þær ekki vel. En við
notum þær allra verst, ef við látum þær
hrinda úr sessi sönnum bókum, því að í
raun og veru eru þær ekki bækur, heldur
miklu fremur blöð eða bréf fallega prent-
uð. Bréf frá góðvinum manns eru oft
skemtileg og nauðsynleg fyrir hverfandi
stund, en hvort vert er að geyma þau er
annað mál. Dagblaðið er ágætt til lestrar^
meðan maður snæðir morgunverð, en lé-
leg andans fæða væri það allan daginn.
Þannig má varla kalla „bók“, þótt sett
væri í slíkt form. ferðasagan um gistihús-
in, vegina og veðrið á þeim eða þeim stað
árið sem leið. Sönn bók er ekki hverf-
ull orðastraumur, heldur rituð, föst heild,
rituð til þess að vara lengi, samin af þv>
höfundurinn finnur, að hann veit nokkuð>
sem er satt, gott og fallegt. Ilann veit
ekki til að neinn hafi sagt það áður, hann
veit ekki til, að neinn annar geti sagt það,
og hann verður að segja það, því að það
er kjarni og leyndarmál lífs hans, sá eða
þeir hlutir, sem hann sd vel, sú ögn sannr-
ar þekkingar, sem hans ljós lýsti á. Þessa
instu hugsun sína vildi hann geyma um
aldir alda, höggva hana í klettinn, ef unt
væri og segja: „Þetta er mín dýrasla
eign; annars át eg og drakk, svaf, unni
og hataði eins og aðrir menn; Iíf mitt var
reykur og hégómi eins og þeirra líf, nema
þetta; það sá eg og þekti, og það eitt, ef
nokkuð er, gerir mig verðan þess, að þið
minnist mín“. Þetta er hans „bóku.
Framh.
„Norræna nefndiu",
sú er getið var um i síðasta blaði að
kosin hefði verið á mótinu i Færeyjum í
sumar, hefir þegar verið kvödd til starfa
af formanni sínum, C. B. Bugge.
íslendingarnir sem i henni eru, munu
Ieggja það til, að næstu fundum frændþjóð-
anna lendi saman hér 1913. — Skinfaxi
mun jafnan fylgast með störfum nefndar-
innar, og láta getið þess er ákveðið verð-
ur jafnóðum. G. M.
Þlnggrerðin
sambandsþingsinssiðasta ásamtþingskjöl-
um hefir verið seud í afriti öllum fjórðungs-
stjórnum. Er þvi til þeirra að hverfa, ef
fræðast þarf um gerðir þingsins. G.M.
Skýrslurnar.
Þegar hafa verið send eyðublöð undir
skýrslur félaganna, sem sýna eiga starf-
semi þeirra hvers um sig. — Þar er á
tvent að minnast, að “útfylla“ þau ná-
kvæmlega og að senda þau sem fyrst til
baka, þvi ætlunin er, að vinna sem mest
úr þeim og birta i Skinfaxa. — Af því
má margt læra. G. M.
Jóhaun Sigui’jónsson.
Fyrir liðugri viku síðan stóð .eftirtarandi