Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 1
1. BLAÐ REYKJAVIK, JANUAR 1912. III. ÁR Meniun. Framli. Nú hefir verið sýnt fram á, að menn álita, að orðin mentaður og skólagenginn J>ýði hið sama. Einkum það, að allir sem hafa verið lengi í skólum séu „mentaðir“ •og að það orð sýni, að þeir standi á hæsta rstigi mannlegs þroska. Eg tók þá eitt dæmi um mentamann, sem uppfylti og uppfyllir enn, jafnt meðan tiann var ráðherra og nú í fangelsinu i Horsens, öll þau skilyrði, sem gerð eru til uuentamanns: Það að hafa verið í skóia og hafa vissan þekkingarforða, sem álit- inn er nauðsyniegur. En víkjum þá aftur oð því, sem fyr var frá horfið. Enginn neitar að þjófnaður og svik Al- hertis hafi haft alvarlegar afleiðingar. Það var fjártjón. Fátæk alþýða varð fyrir hallanum og varð margur hart úti. Þetta fé var í höndum Albertis, af því hann stýrði voldugum samvinnufélagsskap, sem sem að eðli sínu varð að byggjast á ráð- vendni, ef hann átti að koma að notum; það var félagsskapur, sem fátæklingarnir, ■alþýðan, gerði með sér til að bæta úr bág- um hag sínum, og sem fremur öllu öðru gat verið til að lyfta efnalega og andlega stétt, sem áður hafði verið bæld og beygð. En komi fyrir svik og hneyxli í slíkri sam- vinnu, sem bygð er á frjálsum stuðningi, •dregur það meira úr, en hægt er að bæta á áratugum. Þá var annað atriði, að Albertí var efsti •embættismaður réttlætísins í landinu. Það er þung en heiðarleg ábyrgð, sem hefði átt að geta bjargað lionum frá að falla svo djúpt. Því að svo alkunnugt er það nú, að traust, áreynsla og ábyrgð styrkir mann- gildið, að það er eitt hið besta ráð til að endurreisa glataða aumingja, að sýna þeim, að aðrir trúi á drengskap þeirra. En þetta sterka band var fyrir Albertí eins og strá- fjötur á tígrisdýr. I þriðja lagi var álit þjóðar hans. Ekk- ert gat fremur rýrt álit landsins og þjóð- arinnar, en það, að æðsti trúnaðarmaður hennar væri stórkostlegur glæpamaður. Við Albertí var alt þetta tii einkis. Öll þau mörgu og sterku bönd, sem hjáipa góðum og vel siðuðum mönnum til að feta rétta braut, voru gagnslaus til halda í skefj- um þessum hamrama skaðræðismanni. Ekkert gat hindrað hann frá að verða meiri bölvunarbiti, dýpra fallinn en nokkurann- ar auðnuleysingi og afglapi með þjóð hans. Ekki hugsunin um fjölda fátæklinganna, sem hann rændi, ekki hugsunin um mætan fé- lagsskap, sem hann gerði sitt til að eyði- leggja, ekki hugsunin um ábyrgðina. sem á honum hvíldi, ekki hugsunin um heiður þjóðarinnar, sem hann dró með sér niður í saurinn — ekkert gat hindrað hann frá að láta augnabliksþrá og augnabliks hags- nmni ráða gjörðum sínum, hverjar sem aíleiðingarnar urðu. Þannig gelur sá maður verið, sem sam- tíðin kallar mentamann. Göngum nú feti framar til að treysta þolrifin í þessari „mentunar“-kenningu. Heimurinn álítur menntun lífsnauðsynlega. Albertí var mentaður. Setjum þá svo að þjóðirnar héldu áfram að nmenta“ og fylgdu sömu hugsjón og fyr, og að þær klökuðu út miljónum af „Albjörtum“. Ali-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.