Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 2
2 SKINFAXl ir menn væru „mentaðiru, löndin væi'u full af fróðum bófum. Hver maður reyndi að svikja meðbræður sína, hvort orð væri talað til að leiða í gildru og villa sjónir, hvert heit og loforð gert til að blekkja, hver samningur til að rjúfa. Enginn gæti öðrum treyst, engir unnið saman, allir menn væru að nýju fullir fláræbis móti meðbræðrum sínum. Maðurinn hefði hrap- að niður feikihátt hengiflug, týnt og glat- að eríiði mörg þúsund ára, slæði nú þar sem hann byrjaði í öndverðu, lifði nú þann- ig, að lííið alt væri hvíldarlaus leikur viltra, grimmra dýra. Það væri endalok allrar menningar. Mentun og menning lenda þannig í bar- áttu eins og eldur og vatn, eru orðin ósam- rýmanleg eftir skilningi nútímans. Maður getur verið mentaður, þótt hann sé þannveg skapi og siðum búinn, að ef allir yrðu eins og hann, yrði öll siðmenn- ing að engu. Og ástœðan til þessarar baráttu er sú, að menningin heimtar, að einstáklingurinn taki tillit til liags- muna annara manna og heildarinnar allrar, heimtar að maðurinn sé siðgóð. ur. Afur er, eftir þeim algenga skiln- ingi, mentunin sama, og kunnátta, þekk- ing, geta til að ráða sjálfur, og eftir eigin geðþótta, fram úr vandamátum lífsins, það að vera sterkur, hvernig j sem sá styrkur er notaður. Þannig eru úrslitin; menningin áfellir vægðarlaust eigingjarna skaðræðismanninn, sem veikir heildina, og hún áfellir því meir, sem skaðinn er stórvægilegri og veldur meira og víðtækara böli. Þessvegna áfellir hún Albertí. Formælendur „skólaveru- mentunar" segja: ef einstaklingurinn upp- fyllir vissar fróðleikskröfur á fyrsta hluta æfinnar, þá er hann „mentaður". Og þó hann sé maður gersneiddur öllu siðgæði, þótt hann sá skaðræðismaður og brenni- vargur samtíðar sinnar, þótt hann sé stað- inn að óvirðulegustu verkum, þá er hann „mentaður“ og verður talinn það jafnlengi og hans er minst. Þessvegna er og verð- ur Alberti „mentamaður“ samkvæmt þeim skilningi. Og meir en í hug og hjarta þeirra, sem nú lifa og ráða málum manna. Kangar og skaðlegar hugmyndir eru lifseigar eins og sóttkveikjurnar, ef þeir hæfa vel hags- munum aflmestu stéttanna í þjóðfélaginu.1 Og það er iangtum hægra að uppfylla kröfur „mentunar“leiðtoganna,[ heldur eiv boð menningarinnar, léttara að sitja fá- ein ár á skólabekk og taka nokkur prófr heldur en að verða alhliða þroskaður mað- ur í líkamlegri orku, dómgreind og sið- gœði. Framh. *Að fegra og hreinsa móðurmálið." Þessi er einn liðurinn í stefnuskránní okkar. Einn þeirra sem okkur hefir orðið' lítið ágengt um. En við finnum að við- þurfum að vinna mikið fyrir hann. Víða hafa verið reynd mörg ráð„til þessa. Ég get t. d. nefnt, að í Ungmennafélagr Reykjavíkur var lengi við líði svonefnd' mállýtanefnd. Hún tíndi upp öll útlendi orð, sögð í ræðum á fundum og jáfnvefc utan funda, og birti þýðingar. Núerhún sofnuð. Og allir þar ásáttir um, að vekja. hana ekki. Árangurinn varð lítill. Helst sá að menn fara síöur með bein útlendi orð á fundum. Og ég er viss um að aldrei verður komist lengra, með þeirri aðferð. Og með því næst aldrei nema önnur hliðin þess, að fegra og hreinsa móður- málið. Það verður aðeins eltingaleikur unr einstök orð. En málinu stendur miklu> meiri hætta frá annari hlið. Einstök orð eru svo lílill þáttur máls- ins. Og menn hafa miklu fremur opin. 1) Þannig eru t. d. lög í einu mesta menn- ingarlandi heimsins, að giftur maður ú lögheimt- ing á skilnaði, ef konan er ótrú. En þó mnður- inn sé ótrúr, er það ekki skilnnðarsök. Ekká hefir kvennfólkið gert þau lög.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.