Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI ið. Sólina og loftið loka flestir menn úti eins og þau væru verstu óvinir þeirra. Við vatnið eru menn dauðhræddir og skjálfa af hrolli, ef það er nefnt. Svo ramt kveð- ur að þessari vatnshræðslu, að foreldrar sumir leggja fæð á þá kennara, sem freista að útbreiða bað meðal lærisveina sinna. Og svo steinblind eru þau stundum, að telja börnrm sinum trú um, að böð og íþrótt- ir séu þeim óholl! Þá er lítið hirt um} þótt hörð og óaflátanleg vinna afmyndi líkama sumra manna, en iðjuleysi og heimskulegar nautnir geri aðra — og það þá sem lifa af iðju atorkumannanna — þróttlausa, tannlausa, sköllótta, eða ólögu- lega af fitu — sanna skrípamynd af því, sem maðurinn getur verið og á að vera. Hvert Ungmennatélag á að segja, ef það vill ráða úr þessari nauðsyn: Hvað get eg gert til þess, að unglingarnir sem alast hér upp, verði hraustmenni, vel vaxnir, þróttmiklir, færir um að ryðja sér braut í heiminum, hvernig sem blæs? Þá rann- saka meun staðbættina, og afráða, hvaða íþróttir þeir vilja að æfðar séu á þeim stað. Sumar eiga við alstaðar eins og að- ferð Mullers, sem Skinfaxi hefir fyr drep- ið á. Þannig er sundið líka. Alstaðar á Islandi er nóg vatn, nóg taíkifæri til að æfa þá íþrótt. Og alstaðar er nóg þörfin, því svo eru margir vatnsvegir á Islandi, vötn, ár og sjór, sem þjóðin þarf að brynja sig sem best á móti — svo þeir verði sem nættuminstir. \7íða við sjóinn er þéttbýli svo, aÖ hafa niætti ílokkaleikfimi. Þá ættu Ungmennafélögin, ef þau ekki eiga hús sjálf, að fá að hafa leikfimisáhöld i funda- húsi eða þinghúsi þorpsins og æfa sig þar. Og svo vill vel til fyrir félögin með þess- ar tvær síðarnefndu íþróttir, að þeir tveir Islendingar, sem best eru færir um að kenna þær, eru Ungmennafélagar og sinn á hvoru landshorni. Það eru þeir Lárus Rist á Akureyri og Björn Jakobsson í Reykjavík, annar er kennari við Gagnfræða- skólann nyrðra, hinn við Kennaraskólann. Báðir hafa þeir lært og lokið prófi við einn hinn frægasta íþróttaskóla á Norður- lönduni, og báðir viðurkendir af kennur- um sínum að vera einhverir mestu afburða- menn, sem þar hafa verið, einkum í sundi. Annar þeirra, Björn lét sér ekki nægja að Ijúka af venjulegu prófi, heldur fór utan annað sinn og lærði þá tvær nýar sund- tegundir, sem að vísu eru algengar er- lendis, nú orðið, en þó nær óþektar hér. Þykir nú ekki fleii-um sem mér, að ekki' færi illa á, að Ungmennafélögin sendu unga íþróttamenn til þessara tveggja manna, að félögin hefðu leikfimis- og sundnámsskeið á hverju vori fyrst um sinn, bæði í Reykja- vík og á Akureyri. Þeir sem félögin sendur útbreiddu síðan þessar íþróttir þar sem þeir næðu lil. „Það að vilja er að geta“ sagði Napole- on mikli. Og i þessu sambandi dettur mér í hug ágæt saga um norðlenska stúlku, sem þessu efni gæti verið okkur Ungmenna- félögum til fyrirmyndar. Það var fátæk sveitastúlka, sem dvaldi hér í Rvík eint> vetur til að læra að sauma. Hún fór á saumastofuna kl. 8 á morgnana og var bundin þar til jafnlengdar á kvöldin. En< hún víldi lœra að synda, en aliir sögðu< henni, að það gæti hún náltúrlegn ekki,. til þess hefði hún engan tíma. En un» vorið, þegar daga Iengdi, fór stúlkan á fætur kl. 5, gekk inn í Laugar, synti, flýttr sér heim, og var komin að vinnu sinni kl. 8 eins og hinar stúlkurnar. Seinna um vorið fór hún lieim og kendi 15 stúlk- um sund i sveitinni sinni. En því miður er fæstir svona duglegiiv þó að þeir líka séu færir um að gera gagn. Þess vegna þarf að gera allan að- gang að íþróttanámi sem ódýrastan og greiðastan. Og svo rannsaka menn betur og finna að fleira má æfa í sveitinni þeirra. Þeir finna, að þar er „góður snjór“, brekkan há og glæsileg að renna um á flughálum skíðunum. En niðri i dalnum er vatnið, og áin og tjörnin á enginu; þar er á vet- urnar ísinn spegilsléttur og lokkandi. Þar s

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.