Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 augu um þau. Hitt er miklu hættulegra að öll bygging málsins, öll setningaskipun, er orðin önnur og verri en áður var. Bæði í skrifuðu og mæltu máli. Setning- arnar orðnar langar og óljósar. 011 orða- röð og setningaskipun orðin líkari dönsku ■og þýsku en fornmálinu. Og þar er fjör- •egg málsins. Þarna er mildu meira verkefni Ung- tmennafélögunum: Þá kemur alt hitt af :sjálfu sér. En til þess er allar mállýta- aiefndir ónýtar, og allir fyrirlestrar og um- vandanir annara. Það þarf aðkomastinn ii blóð hvers einstaks. Eina ráðið til þess að bæta úr þessu, er .að lesa bókmentirnar fornu. Það er ekki oóg að lesa þær þannig að fylgjast bara >með efninu. Hugsa ekki um neitt nema söguþráðinn. Við þurfum að lesa þær þannig, að meta og gera okkur grein fyrir, .hvernig höfunduj'inn segir frá sögunni. Finna hve margt er þar feikilega vel sagt. ■Skýrt, ljóst, og með fáum dráttum. „Dregur hver dám af sínum sessunaut“, segir gamall og sannur málsháttur. Areið- Ænlegt er að mál vort dregur dám af því sem við heyrum aðra segja í kringum okk- ■ur. Og áreiganlegt er að það mótast afar- mikið af þeim bóknni, sem við lesnm. Ef við nú læsum íslendingasögurnar með að- gætni og eftirtekt, yrðum við áreiðanlega ósjálfrátt fyrir áhrifum af þeim um mál okkar. Ósjálfrátt yrðum við rniklu næm- ari fyrir góðu máli. Ég hefi reynt þetta á sjálfum mér. Veturinn í hitteðfyrra las •ég allmikið í sögunum. Og ég fann það -að ég bæði hugsaði og talaði, skýrar, skipu- ■legar og íslenskulegar en áður, og bjó að því nokkuð lengi. Nú hefi ég lítið lesið i þeim síðar, og finn að mér hefir farið .aftur. En þegar ég fæ gott tóm tek ég mér þær aftur í hönd og er í engum vafa mm, að mér muni aftur fara fram. Þannig gæti hver einstakur fegrað móð- ormálið í eigin munni. Og vafalaust hefði hann áhrif útávið. Meiri yrði árangurinn ef fleiri Iæsu samanvalda kafla, og töluðu um á eftir. Því „betur sjá augu en auga“, og hver lærði þá af öðrum. Það liggur fyrir utan mál mitt nú, að auðvitað er það fjöldamargt annað, sem gott hefst af að lesa íslendingasögurnar. Eg býst við að ymta þetta siðar betur i Skinfaxaj og væri vel að fleiri gerðu- Tr. Þ. (þróttakensla. Sambandsstjorn U. M. F. í. sendi Guðm. Sigurjónsson i haust austur um Suður- land milli Ungmennafélaga, til að kenna íþróttir. Guðmundur er nú nýkominn hing- að til bæarins. Hann heíir farið um Ár- nes- Rangárvalla- og Vesturskaftafellssýslu og kent á 10 stöðum. Grísk-rómverska glímu lærðu 7 nienn, stangarstökk 15, kappgöngu 18, íslenska glímu 132, „Mína aðferð“ 147. Þetta var gott fyrirtæki og hefir lánast mætavel. Guðmundur er áhugamaður mesti um íþrótlir og allra manna fimast- ur í íslenskri glímu, þótt ekki sé hann orkumaður að sama skapi. Er hann því manna best fallinn til at útbreiða okkar þjóðlegu list, glímuna, sem eftir eðli sínu og anda, á að vera leikin meir með mjúk- leik en afli. Að sama skapi var aðsókn- in og áhuginn í félögunum eins og best mátti vera — sumstaðar svo, að jafnvel rosknir menn byrjuðu að læra og æfa að- ferð Múllers. Ungmennafélögin þurfa að læra, æfa og útbreiða allar þær íþróttir, sem geta sam- rýmst staðháttum okkar. Því að með því auka þau heilbrigði, starfsþrek og kjark í þjóðinni. Og hvað er dýrmætara? Ligg- ur ekki hverjum manni næst að gera sig færan til að lifa, og lifa vel? Er ekki hryggilegt, að sjá unga menn og konur sækjast eftir, og þykjast af, að lifa þann- ig, að dauðinn leiki þeini á kinn, alt frá æskuárum? Og þó er þessu þannig var-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.