Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 8
8 SKINFAXl mætti. Það ætti hverjum ungum manni að vera ljúft, að vinna fyrir ekki neitt í fáeinar vikur, ef þeir hefðu krafta til þess, því með því að vinna þannig, gjöra menn hvortveggja: að hæta og prýða tandið, og að læra að vinna. Eg held naumast, að skiftar skoðanir verði um það hjá landsmönnum, hvort þegn- skylduvinnan ætti að lögleiðast eða ekki. En það er frekari von til að skiftar verði skoðanir um það, hvernig tilhöguninni á vinnunni skuli háttað. Mér finst að flestu leyti gott fyrirkomulag það á þegnskyldu- vinnunni, sem Hermann Jónasson áætlar i ritgerð sinni; hérætlaég ekki að lýsa því, því ég veit að flestum mun það kunnugt. En eiltatriði í þegnskylduvinnunni er, það sem mér finst enn betur þurfa að athuga, áður enn vinnan verður lögleidd. Það er að vinnan komist sem jafnast niður á sveitirnar, eftir því sem þær leggja til menn í vinnuna, en ef vinnustöðvar yrðu okki nema 1—2 í hverjum landsfjórðungi, sýnist mér ekki mögulegt að góður jöfn- uður yrði á þessu, því sumar sveitirnar yrðu að bíða, eftir að þegnskylduvinnan er komin á, svo árum skifti eftir því að röðin kæmi að þeim. En til að koma í veg fyrir að misrétti geti átt sér stað í þessu, þá þyrfti vinnustöð að vera í minsta lagi í hverri sýslu á landinu, og ætti að vinna í tveimur sveitum í sýslunni árlega Með þessu móti þurfa engar sveitir að biða Iengi eftir því að unnið yrði hjá þeim. Og er það i minum auðum afar mikils- vert, því það er nijög sennilegt, að þær sveitir, sem þyrftu i mörg ár að senda hóp ungra manna í aðra sýslu, findu að þær væru rangindum beittar, og að það væri nær að þessir menn ynnu sinni sveit, sem allra fyrst, að því að bæta hana og klæða með fögrum skógi, og miklum gróðri. Eg get ímyndað mér að sagt muni verða, að það sé ekki hægt að hafa vinnustöðv- arnar nema eina í hverjum landsfjórðungi, vegna þess, að ekki verði hægt að fá FUi SKINFAXI — mánaðarrit U. M P. í. — kemur útiReykjavik og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jóna8 Jónsvon frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiöslumaöur: Björn Þórhallsson Laufási Ritnelnd: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhallsson. _____ ______________________________ i marga vel hæfa menn til að standa fyrir þegnskylduvinnunni, einkum þó fj'rst á eftir, að vinnan er komin á. En það mun þó fáum dyljast, að það riður mikiö á því, að byrjunin sé góð, því með því má von- ast eftir, að þjóðin verði ánægð með þegn- skylduvinnuna. Og það verður því að vanda til als, er að þegnskylduvinnunni lýtur. Menn þeir, sem fyrir vinnunni standa, þurfa að vera vel vaxnir starfa sínum, og ef ekki verða nógu margir hæfir menn til, sem geta tekist á hendur verkstjórn við þegnskylduvinnuna, þá þýðir ekki að löggilda hana, fyr en hægl er að fá vel hæfa menn til umsjónar. Svínafelli «/„ 1911 Jón Pálsson. Nytt sambandsfclag. Ungmennufélagið Brúin í Hvílársíðu er geng- ið í sambandið. Frá félagi þessu verður sagt í nœsta blaði. íþróttavöllurinn liefir því miður ekki verið notaður enn i vetur að nokkrum mun. Valda því fyrst og fremst úr- komur og frostleysi; þá hefir útbúnaðinum verið í nokkru áfátt í fyrstu, en innan skamms mun bœtt úr því. Kappglíma. Maður nokkur af dönsku bergi brotinn, H. Svendsen að nafni skoruði nýlega Sigurjón Pét- ursson á bólm í grísk-rómverskri glímu og lugði við 50 kr. Sigurjón vann fljótan sigur; hann gaf síðan U. M. F. R. upphœð þessa. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.