Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 vævi æskumönnunum hollara að eyði tóm- stundum sínum en við spilaborðið í loft- þungri baðstofu. Skíðaiþróttin er enn á lágu stigi bjá okkur, og víða á landinu nær óþekt. En frændur okkar og nábúar, Austmenn eru þar bverri þjóð fremri. Er nú enginn sá Ungmennafélagi til, sem vilda fara utan að fornum sið, heimsækja konunga skíðaíþrótt- arinnar í Noregi, gerast hirðmenn þeirra, læra af þeim listina, koma heim og láta síðan sitt ljós skína yfir okkur, sem heima sitjum ? Það væri vel og drengilega gert. Og þó er þetta ekki nóg, ekki það, að einn læri á öllu landinu, ekki að einn læri í hverju félagi, haldur að állir lœri minst eina íþrótt, en helst margar. Dugnaðar- mennirnir í hverri grein þurfa að láta hægfarana verða snortna af eldmóðnum, sem knýr þá fram. Og það þarf að anda hlýtt á þennan neista, meðan hann er veik- ur. Til þess eru verðlaunagripir ágætir. Hvert félag gerir vel, ef það hefir marga verðlaunagripi, sem kept er um innan fé- lags, og sem altaf eru í vörslum þess fé- lagsmanns, sem mestur er afburðamaður í hverri grein. Leikmótin, þar sem kept er um gripina, verði alsherjar skemtisam- komur í liéraðinu eða bænum, þar sem jafnvel ungbörnin, með hálfvaknaðan skiln- ing, verði hrifin af íþróttunum, átökunum og sigrunum, fá fyrirmynd til að leika eft- ir og líkja eftir, þegar þau verða stærri. Skynsamir útlendingar, sem hér hafa ferðast og þekkja mörg lönd önnur, segja manni að jafnaði, að við séum eflirbátar flestra annara jrjóða í likamsburði og hreif- ingum. Þetta er satt, og ]>etta er eðlilegt. Við höfum í mörg hundruð ár verið þjáð- ir nreð þungri þrælavinnu, aumum húsa- kynnum og óhollum mat. Svona ramt kveður að þessu, að göturnar og útlit hús- anna í höfuðstaðnum okkar, sem niest er þó til vandað af mannvirkjum Islendinga, eru 'sára-frumbýlislegar, jafnvel i saman- hurði við erlenda smábæi. Og þessi óholli þröngi skór setur markið sitt á fótinn, ger- ir okkur þunglamalega í hreifingum og framkomu — svo þunglamalega, að það stingur átakanlega í stúf við menn, sen> lifa við betri kjör i mildari Iöndum. En þó að við vitum þetta og viðurkenn- um, þá er ekki þar með sagt að svo þurfi að vera. Vð höfum bætt úr áþjánarmein- unum gömlu í svo mörgu öðru. Við vor- um sullaveikari en nokkur önnu þjóð. Og við sköpuðum lækna, sem með töfrasprota vísindanna snertu meinin og sögðu: statt upp og gakk. Við vorum holdsveikasta þjóð heimsins og við útrýmum þeirri voða veiki með sjúkrahúsi og hreinlæti. Og við vorum og erum feikna tæringarveik þjóð, en úr því bætum við með þvi að baða þá veiku í sól og lofti á Vífilstöðum, en hindrum og fyrirbyggjum tæringuna — og svo margt annað skaðlegt og ilt — með heilbrigðri skynsemi, með heilbrigðum lifn- aðarháttum, sem Ungmennafélögin leitast við að úlbreiða í landinu. Og svo herjum við á þunglamaháttinn, sjúkdómana og fátæktina með félagsskap okkar, lærum íþróttir af þeim, sem best kunna, æfum þær og útbreiðum, notum öll góð og drengileg vopn i þeirri baráttu: íþróttanámsskeið, sýningar, verðlaunagripi, alt sem færir okkur nær og nær því tak- marki, að við, einangraða, fyrirlitna < g kúgaða smáþjóðin, verðum ein af fyrir- myndarþjóðunum i heiminum. J. J. Góðir vinir. Framh. Þvílíkar bækur, hjartastunur góðra drengja, hafa verið ritaðar á öllum öld- um. Það hafa gert mestu menn þeirra tíma, miklir stjórnvitringar og miklir hugs- unarskörungar. Og allur þessi auður getur verið á valdi þínu — og æfin er stutt — það hefir þú heyrt fyr; en hefir þú mælt og metið þessa fáu daga, og hvað gera má með þá? Veistu, að ef þú les þelta,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.