Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1912, Side 3

Skinfaxi - 01.05.1912, Side 3
SKINFAXI 35 stórt, ógæfusamt barn. Hann hlustar á fossóminn og heyrir grátekka og andvörp, sársauka- og dauðastunur, heyrir öniurlegt líksöngslag yfir svikulu mannlífi, sem best væri grafið undir þessum þungu öldum. Næstur er Matthías, skáld af guðsnáð vonglaður, ímyndunarríkur sonur augna- bliksins, maður sem mikið er gefið, hefir ferðast, séð margt og notið margs, er líka sáttur við góðan guð, og góðan heim. Honum syngur Dettifoss uin alniætti og dýrð þess skapara, sem alt hefur vel gert og vel við haldið, fagurri nátturu og full- komnu mannlifi. Seinast kemuv Einar, fulltrúi og einka- barn hinnar nýju aldar véla og stórgróða. I eyrum hans þrumar fossinn um gull og gróða, um tún og engi, um verksmiðjur og stóriðnað. Þar má heyra sigurgleði og vígahlakk þess sterka manns, sem finnur i sér orku til að beygja og brjóta þá veiku i heiminum og drotna yfir iðju þeirra. Fagur er Dettifoss, og marga á hann strengina ósnortna enn. Fýsir ekki fleiri að koma og hlusta á þær annarlegu tung- ur; ])ví að allir heyra í fosshljóðinu sitt móðurmál. Skógræktarmál. Undirrót Ungmennafélaganna hér á landi a. m. k., er Iöngun æskumannsins til að gera gagn, og þessvegna spretta þau sjálfkrafa upp í hverri sveit að kalla má, að þessi áhugi er almennur. Fyrstu félögin vissu fátt um það, livað þau ætluðu að gera, að eins ætluðu þau sér að gera gagn. Nú er aftur á móti svo komið, að nokk- ur eru þau mál, sem Ungmennafélögunum verða áhugamál, svo lengi sem þau verða til. Og eitt af þeim er skógræktarmálið. Óefað er það einna fegursta hugsjónin sem upp hefir kömið með íslendingum, ^ugsjónin sú, að þekja landið skógi aftur, og enginn getur aðhylst hana án þess, að liann ætli þjóðinni langa og farsæla líf- daga í landinu — hún er rétt mynd af bjartsýni og óeigingirni íslendingsins — því tvennu, sem þjóðinni er einna mest þörf á í fari einstaklinganna. Löggjöfin og landssjóður hafa riðið á vaðið. En skamt verður náð, ef alþjóð hjálpar ekki til. Og Ungmennafélögin eiga að fylgja eft- ir. Þau eiga að vinna sjálf, og þau eiga að koma öðrum lil að vinna. Þau eiga að boða þann fagnaðarboðskap að hér geti þrifist skógur í hverju holti og hverjum móa. — Hann þrífst milli sjálfra skrið- jöklanna í Öræfunum, af því að þar hafa mennirnir átt ilt aðstöðu við að leggja hann að velli. Boðorðið er eitt og óbrotið: Að gróður- setja meira en upprætt er. — Til þess að áhugans njóti við, sem þegar er vakinn um skógrækt, hefir verið samið og prentað skógræktarrit, sem fylgir Skinfaxa til allra þeirra, sem borga hann. Auk þess fæst það keypt hjá afgreiðslu- manni blaðsins, kostar 75 aura. En til þess að fyrirhöfn þessi verði að tilætluð- um notum, er æskilegt að menn sendi and- virði Skinfaxa sem fyrst, svo að bókarinn- ar njóti við þegar á þessu sumri. Þá er vert að minna á eitt, en það er að Ungmennafélögin gæti þess í hvert sinn sem þau vinna að skógrækt, að varast að vinna fyrir gíg. Þannig t. d. að gróður- setja í ógirta eða illa girta jörð, eða, ef þau taka land til skógræktar, að þá sé svo um hnútana búið með samningmn, að ekki verði það af þeim tekið og vinnunni spilt. Annaðhvort ættu þau að eiga land- ið eða hafa fullkominn umráðarétt yfir því, svo að skógargróðrinum yrði borgið, þó félögin sjólf legðust niður. Skógræktardagarnir eru góð byrjun á verklegri framkvæmd í skógræktarmálinu. Ungmennafélögin eru sjálfsagðir brautryðj- endur þeirra. Félögin á Norðurlandi hafa

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.