Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI arnir stukku of snemma, og lentu í skurðinum, feldu riddarana af baki, brut- ust upp úr, fældust, og lentu þá inn 1 þétt- asta hópnum og feldu nýja menn úr söðli. Eftir fyrstu umferð voru 11 úr sögunni, á næstu umferð féllu 6; 7 komust óskemd- ir að markinu. Sigurvegarinn var 10 mín- útur, 13 sek. Sá hestur var seldur síðast yrir 24,000 kr. Nú mundi hann talinn þrefalt meira verður. Olympisku leikiruir. Svíar hafa nú sem mestan viðbúnað bæði um íþróttir og allan undirbúning. Þykjast þar eiga vissa von margra gesta, þar á meðal ekki allfáa konungborna. Háskólakappróður á Englaiidi. Oxford og Caombridge háskólar æfa mik- ið róður. Hefir sú íþrótt verið landlæg í báðum stöðunum nú um mörg hundruð ár. Gegnum báða bæina falla ár breið- ar og lygnar. Þar æfa stúdentarnir sig, og verða af því og mörgu öðru í venj- um og háttsemi allra manna hraustastir og glæsilegastir. Einu sinni á ári er kapp- róður milli þessara báskóla á Tempsá. 30. mars í vetur var 69. leikurinn háður. Ox- ford vann þá í 38. sinn. Hitt og þetta. Björuinn friðaður. Skógarbjörninn hefur verið aígengur i Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. En veiði- mönnum hefur ætíð þótt mikill sigur í að fella bangsa og hefur þeim því fækkað óð- um nú á síðari árum, svo að nokkur hætta þykir að björnum verði útrýmt þar með öllu. Það þykir dýravinum leitt, og er nú uppi hreifing mikil í þessum löndum til varnar birninum. Krefjast menn, að hann sé friðhelgur allan veturinn, meðan hann liggur í híði, enda sé Iítil frægð að 'vegá sofandi dýr, þá að engin verðlaun sé veitt bjarnabönum — en þau eru nú 25. krL fyrir hvert dýr, og í þriðja lagi að settar séu hér og þar voldugar girðingar í skóg- unum, þar sem alt lifandi sé friðhelgt og megi enda æfina í friði og ró. Skinfaxi. Fyrsta og annað tölublað hans afþessu ári er uppgengið hjá afgreiðslumanni. Ný- ir kaupendur geta því ekki fengið þau, en þó má gott kaup heita að fá árgang hans að öðru leyti og Skógræktarritið (75 aura virði) fyrir eina krónu. Vöntun. Þeir sem hafa 1. og 2. tölublað Skin- faxa þ. á. og sem þeir gætu án verið, eru beðnir að senda það afgreiðslumanni. Lát- ið eigi hirðuleysi hamla sendingunni. Sundnámsskeið Sunnlending'afjórðung-s verður haldið í Rvik ffá 15. maí til 30. júní. Kent verður bæði í Laugunum og við Sundskálann. Kennarar Björn Jakobs- son og Páll Erlingsson. Kenslukaup 3 kr. á mann. Styrkur nokkur fyrir aðkomandi sundkennaraefni, send af Ungmennafélög- um. Vonandi nota sem flestir þetta ágæta tækifæri. Efnisyflrlit Skógræktarritsins. Skinfaxi mun siðar minnast þessarar ágætu bókar nákvæmlega. Hún verður að sjálfsögðu handbók hvers einasta Ung- mennafélaga á öllu landinu. Höf. hefir raðað efninu þannig: Inngangur. — I. kafli: Ahrif skógarins á landið. Ahrif skógarins á veðráttuna. Svarar kostnaði að rækta skóg. Hvernot eru að skógi. Helstu skógræktaráhöld. — II. kafli: Yngjun skógarins. Skógarhögg. Val á skógræktarlandi. Trjátegundir, barr- viðir, laufviðir. Gróðursetning. Fræsán- ing. Græðireitur. — III. kafli: Trjágarð- ar. Gróðursetning stórra trjáa. Skjól- garðar úr skógtrjám. Skógféndur. — IV. kafli: Um skógræktardaga. Fjórðung-sstjórnirnsu- hafa Skógræktarritið til sölu. - 7----------«—?--- Eélagsprentsmiðjan. ,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.