Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 2
42 SKINFAXI skipun, taka upp enskar íþróttir, enskt al- menningsálit og hugsjónir. Og þó er engu af þessu neytt upp á menn með riflum og nauðungarlögum eins og í hinum sítómu frönsku og þýsku ný- bygðum. Englendingurinn sigrar með frjálsri samkepni, sigrar af því það kemur í ljós á hverju andartaki í baráttunni, að hann hefir meira persónugildi en keppinautarnir, að hann er betur búinn undir lífið en þeir, að hans venjur í stjórn heimilis, félags og lands eru bestar. Þessvegna flýtur hann ofan á, eins og olía á vatni; því líka í mannheimi ræður lögmál eðlisþyngdar- innar. J. J. fslensk náttúra. Mývatnssveit. Lengstum mun mér verða í minni sú stund, þegar eg sá Mývatnssveit i fyrsta sinn. Það var kvöld eitt i Júní. Veðrið var heitt, tíbráin titraði yfir landinu, hæg- an andvara lagði úr óbygðunum. Leiðin lá austur yfir Fljótsheiði. Hún er Iág með örlitlum ásum og daladrögum sem stækka er norðar dregur og hverta þar saman við Reykjadal. Á bak við, í vesturátt, risa blágrýtisfjöllin hinumegin við Skjálfanda- fljót, há, tætt og sundurrifin, sveipuð skín- andi snjóbreiðum. Þau eru margskift með djúpum dölum, en raðirnar sjást hver bak við aðra vestur undir Skagafjörð. I suðri er fyrst heiðin, vafin háum, þéttum gróðri, græn, og bylgjandi eins og hafið. Lengra inn til landsins er Ódáðahraun, litlu hærra, með útbrunnum hverum og gígum; en yst út í sjóndeildarhringnum, er norð- urbrún Vatnajökuls eins og skínandi ismúr, sem tindrar í fölbláum roða i kvöldsól- inni. En i austur er ferðinni heitið; þar er sama græna heiðin fyrir fótum manns, en lengra burtu sjást glögg fjallaskil. En alt í einu nemur maður staðar á hæsta ásnum og af honum sést yfir alla Mývatnssveit í einu andartaki. Er þetta málverk? Hvar er í náttúrunnar ríki þvílík fegurð, svo samandregin, svo samræmisfull ? Vatn- ið geisistórt; slétt og skínandi eins og skugg- sjá vefur það sig um þúsund eyjar og hólma, fjölbreytilegar að myndun og útliti. Við suð- urenda vatnsins liggur hraun- og gigabrú' yfir sveitina; þar eru Skútustaðir. En sunn- an við þær hæðir eru Framengjar, gam- all vatnsbotn fyltur af árframburði, alveg eggsléttur, grasvafinn. Frá þessum tveim- ur flötum, vatninu bláa, og enginu græna smáhækkar landið alt í þrjár áttir: norð- ur, austur og suður, því sveitin er i gömlu jarðfalli, sem myndast hefir endur fyrir Iöngu. En seinna heíir gosið á öræfunum í kring og hraunstraumar runnið niður brekkurnar og fram í vatnið Nú er það víða gróið upp skógi og kjarngresi. Lengra burtu, bak við þessar hraunbrekkur, rísa fimm einstök, næstum keilulöguð fjöll upp af auðninni, hæfilega langt frá til að sýn- ast vafin bláum hjúp. Þau standa eins og risar á verði eða eins og grannar súlur, sem halda uppi bláum himninum yfir þess- ari furðulegu sveit. Líklega er það vegna þessara súlulegu fjalla, að mér dettur altaf í hug stórfengi- legt leikhús, er eg hugsa um Mývatnssveit. Og þó er það synd að bera spilaborgii’ menningarinnar saman við furðuverk nátt- úrunnar. Þá væri Fljótsheiðin leiksviðið. Vatnið sjálft og engið er gólf hallarinnar, en hlíðarnar skeifulöguðu eru hækkandi sæti áhorfendanna, og fjöllin súlurnar sem- bera hvelfinguna. Og náttúran kann að skreyta sjálf sina höll. Hátt og Iágt eru blómkransar hennar vafðir: í eyjunum út á vatnið, um hamrana og drangana, um fjallahlíðarnar sjálfar. Al- staðar þar sem fótfesta er, breiðir lífið sig. um dauða hamraveggina. Og ekki vantar sönginn, þvi á þessu1 vatni búa tugir þúsunda af söngfuglum.. Og á löngum júnídögum og júnínóttum hættir söngurinn aldrei. Seint og snemma óma samstiltir tónar þúsund radda út yíir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.