Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI 47 tekið á erfðafestu, 10 dagsláttur að stærð, mest gamlar mógraíir. Ungmennafélagið hefir farið þangað margar ferðir til að pæla og jafna yfir grafirnar; oft syngur allur hópurinn ættjarðarljóð á eftir, áður en heim er gengið. Þar hafa unnið bæði konur og karlar. Hús Bárufélagsins á Akranesi hefir fé- lagið keypt að hálfu fyrir 3,225 krónur. Iþróttalíf Akraness er í bernsku. Þó hefir Ungmennafélagið haft æfingar í leik- fimi og glímum tvo vetur hina síðustu. Talsverður íþróttaáhugi hefir vaknað með- al ungmennanna og þó ekki sem skyldi. Vonandi er að hann aukist, bæði af straum- um frá Reykjavík, aðseturstað iþróttanna hér á landi, og af íþróttamótum, sem ár- lega skulu haldin hér á Akranesi. Þetta félag og Ungmennafélag Leirsveit- inga „Haukur“ hafa ákveðið, að kapp- sund skuli fara fram á haustin og kapp- glímur snemma í desember, þar sem þessi tvö félög verða þátttakendur í. Þótt Akranes sé umflotið sæ á þrjá vegu og nóg sé um vikur og varir, eru hér eng- ir sundmenn. Þessu veldur atvinnu-öfug- streymið og svo auðvitað áhugaleysi sam- fara blindni fyrir nauðsyn sundkunnátt- unnar. Það var síðastliðinn vetur, að Árni Böðvarsson, form. Ungmennaf. „Hauks“ sýndi þá rausn af sér, að bjóðast til að kenna nokkrum ungmennum úr „Ung- mennafélagi Akraness sund i Leirárlaug. Boðið var þegið með þökkum og fóru margir piltar upp í Leirársveit og dvöldu þar í viku við sundnámið. Skógræktardag hefir félagið samþykkt að hafa á ári hverju. Einn er þegar liðinn, og voru þá meðal annars gróðursettir frjó- angar í kringum kirkjuna. Handritað blað innan félagsins er lesið upp á hverjum fundi. Það heitir „Morgun- roði“. Stofnendur voru 49, en nú munu vera 97 karlar og konur í félaginu. Það eru niiklir kraftar og með samheldni, ósér- plægni og öruggri trú á stefnu sína. ætti þessi hópur að geta unnið margt nytsamt í þarfir lands og þjóðar. q a Frá U. M. F. Skjalldborg; í Mcðallaudi. U. M. F. Skjaldborg var stofnað 5. nóv. 1911. Stofnendur þess voru 12, og hefir þvi ekki aukist meðlimafjöldi siðan. Hér í sveit er talsverðum erfiðleikum bundið að sækja fundi á einn stað, og var þvi félagið Skjaldborg stofnað hér austan Eldvatns. Þess skal getið, að það er ekki deild, úr U. M. F. Meðallands, heldur er það sérstakt félag. Fundi heldur félagið, tvisvar í mánuði á veturnar, en einu sinni í mánuði á sumrin. Starf fél. er ekki mikið, enda er það enn un'gt og fáment, en með góðum vilja og samtökum télagsmanna mun það eflaust geta blómgvast, og staiifað eins og önnur Ungmennafélög að mörgum góðum og göf- ugum hugsjónum. Það hefir komið á fót hjá sér dálitlu bókasafni, þannig að félagsmenn láta þær bækur, er þeir eiga, og tileinka þær félag- inu; er því öllum meðlimum félagsins gef- inn kostur á að lesa þær bækur, sem eru innan vébanda þess. Tóbaksbindindisdeild er verið að koma á í félaginu, og er það eitt af þvi, er Ung- mennafélögin ættu að beita sér fyrir. B. E. Á fundi sem haldinn var í U. M. F. Skjaldborg þ. 21. apr. 1912, var þegn- skyldumálið tekið til umræðu og var samþ. í því þannig hljóðandi fundarályktun. „Félagið telur þegnskyldumálið fagra hugmynd, og telur víst, að slíkt geti haft heillavænleg áhrif fyrir einstakling og. þjóð er tímar líða“. Tillögur fél. í rnálinu eru; 1. að þegnskylduvinnan verði leysl af hendt á aldrinum 16—22 ára. 2. að vinnustöðvar séu sem flestar og sveit- irnar verði látnar njóta vinnunnar í hlut-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.