Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 8
48 SKINFAXl falli við vinnukrafta er hver þeirra legg- ur. 3. að með þegnskylduvinnunni verði sér- stök áhersla lögð á, að einstaklingurinn hafi hennar sem best og beinust not og ennfremur einkum unnið að því að bæta og prýða landið. Efri Steinsmýri 5. maí 1912 Einar Sigurfinnsson Bjarni Eyjólfsson fundarstj. ritari. íþróttir. Skíðakappleikur. Norskur maður Bergendahl að nafni vann i vetur skíðakappleik í Svíþjóð. Hann gekk 50 km. á 4 klst. 28 mín. 35 sek. (Idrætten). Svíar heimta af íþróttamönnum sínum, þeim sem vilja fá að taka þátt í olympisku leikjunum, að þeir a. m. k. fullnægi þess- um skilyrðum: Langstökk (með tilhlaupi) .... 6,60 m. — (án tilhlaups)............. 3,10 — Hástökk (með tilhlaupi............ 1,80 — — (án tilhlaups)............... 1,47 — Stangarstökk...................... 3,40 — Hlaup 100 m....................... ll'/5 sek. — 200 -.................. 23 — — 400 -.................. 52 — — 800 -.................. 2 mín. — 1500 -.................. 4,12 — — 5000 -.................... 15,45 - — 10000 - . :............... 33,15 - (Idrætten), Alhcimskepni í skautaklaupum fór fram í Þrándheimi seint í Febr. s. 1. Þar unnu: 500 m Sæterhaug (norskur) 45,8 sek. 10000 m Ippolitow (rússn.) 18 m. 10 sek. 5000 m Ippolitow 8 mín 42 sek. (Idrætten). Ameríkumenn hafa skotið saman 50,000 dollurum fianda Olympíuförum sínum. Kapphlaup. 17. marz var kapphlaup fyrir Dani í Árósum. Vegalengdin 10 km. á hæðóttu landi. Fljótastur var E. Jensen úr Viborg 37 mín. 55 sek. (Idrælten). Iþróttasamband Danmerkur fær 5000 kr. árlega úr ríkissjóði. Knattspark. Talið er að hvern vetur frá Okt. til Apríl horfi 3 miljónir manna á knattspyrnuleiki Englendinga. Þar eru seldir árlega 400,000 knatta. Þjóðverjar senda 160 iþróttamenn til Olympisku leikjanna. Gert er ráð fyrir að hver mað- ur þurfi 500 kr. til ferðarinnar eða um 80,000 alls. Ríkið leggur til 50,000 kr., greifi nokkur hefir safnað 10,000 kr. 20 þúsundunum sem vanta, á að safna með almennum samskotum. Flug:kona. 16. Apríl s. 1. flaug fyrsta konan yfir Ermarsund. llún heitir Miss Quimby, úr Ameriku. Nokkrir landar hennar biðu á ströndinni Frakklands megin og vörðu hana ásókn ljósmyndaranna, sem óvægir vildu fá að mynda hana. Leiðrétting'. Lesendur Skinfaxa eru vinsamlega beðnir að leiðréttn tvœr prentvillur í grein minni: „Góðar bækur“ í 4. tbl. þessa árgangs.jbls. 31 : „Vallýrs“ (2. dálki 7. línu að neðan) fyrir Valtýs og „samd- andi“ (2. d. neðstu línu) f. sambandi. Eg vil ennfremur biðja þá, sem eiga fyrsta ár- gang Skinfaxa, að leiðrétta tvær villur 1 grein minni „Skuldbindingarskrá U. M. F. í.“ (1. árg. 12 tbl.) Villur þessar eru: „helgasta skilyrðið“ (bls. 91, 1. dálki 17 1. a. o.) f. helsta skilyrði og „loforð um að halda þær“ (sömu bls , 2. d , 9. 1. a. n.) f. loforð um að rœkja þœr. i2/6 1912 Siyurður Vigfússon.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.