Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI 43 ir bygðina á vatnsbakkanum, og drukna svo á auðninni; þær syngja um fegurð og yndi lífsins, um sælu þess og frið. Það er náltúran, sem horfir hrærð og hrif- in á sína eigin dýrð og vegsamar hana. J. J. Norræn samvinna. Þrjár þjóðirnar norrænu, Norðmenn, Færeyingar og íslendingar, eru langskyld- astar. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að allar þessar þjóðir áttu sama föðurlandið og sama móðurmálið — vcru ein þjóð. Og þó að margt hafi breyst síðan þjóð þessi skifti sér í þrjú fjarlæg lönd, eimir samt eftir af skyldleikanum. Samkend þessara þriggja þjóða eykst ef til vill við J)að, að ftllum hefir þeim orðið hið sama á, að gæta ekki jafnan sjálfstæð- is síns sem skyldi. Þar hafa þær fallið, •en staðið upp aftur — og standa upp aftur. Aldrei munu menn hafa treyst eins mik- ið á samvinnu í öllum greinum eins og nú. Og því er það ekki nema eðlilegt að hugir þessara þjóða beinist til samvinnu, þar sem skyldleikinn er jafn mikill, og þær svo að segja skilja hverrar annarar mál. Og allar hafa þær áhrif að sækja, hver til annarar, og allar hafa þær sterk- ar hliðar og veikar. Ein er stjórnarfars- lega frjáls en á við ramrnan reip að draga um endurreisn móðurmáls síns; önnur á málið lítt gallað frá fornu en á ófenginn fullveldisrétt sinn viðurkendan; þriðja á mftrg þjóðerniseinkennin óspilt, þó að þar hafi krept og kreppi skóinn hvað fastast, •en likur til skjótra framfara sakir dugnað- ar og vaknandi meðvitundar um það sem •er og það sem á að vera. Norðmenn eiga hugmyndina um nor- j’ænu mótin, samfundi frændþjóðanna til frekari persónulegrar viðkynningar, þar sem það nyti sín fyrst og fremst sem sér- kendi þjóðirnar hverja um sig og þær i sameiningu. Fyrsti slíkur fundur átti sér stað í Noregi 1906, og annar í Færeyjum 1911. — Á Færeyjamótinu var valin nefnd manna úr öllum löndunum til að undirbúa næsta mót, og annað það, er gæti orðið til samvinnu og frekari kunningsskapar með þjóðunum. Islendingarnir í nefnd þess- ari hafa lagt það til, að næsta mót yrði hér heima sumarið 1913, og norsku nefndar- mennirnir tekið vel í það. Hinsvegar er það óráðið enn, hvort svo getur orðið. Þá hefir nefndin með höndum tillögu, sem lögð verður fyrir næsta mót, um stofnun tímarits á öllum þremur málun- um, sem út komi 4 sinnum á ári, 48 síð- ur (17X25 cm.) í senn. Ritstjórar yrðu þrír, einn i hverju landi og fengju þeir sínar 16 síðurnar hver til umráða í hverju hefti. Yrði árgangur ritsins seldur á 2 kr. þyrfti ekki nema 1000 kaupendur til þess að |>að gæti borgað sig, og eru þó reikn- aðir 5 aurar í ritlaun fyrir hverja línu, auk alls annars sjálfsagðs kostnaðar. Norðmennirnir i nefndinni hafa fengið loforð tveggja stærstu bókaútgefendanna i Noregi um að gefa 2 eintök af öllum bók- um, sem þeir hafa gefið út og gefa út á nýnosku. Annað til Islands og hitt Fær- eyja. Gera þeir sér vonir um að slíkt muni aðrir bókaútgefendur þar í landi gera. Færu nú islenskir og færeyskir bókaútgef- endur eins að, mætti koma upp safni i hverju landinu um sig, þar sem kynnast mætti bókmentum frændþjóðanna, en það mundi verða góð aðhlynning um samúð og samvinnu. Fleiri tillögur eru á döfinni, en ekki verður skýrt frá þeim að sinni. Formaðurinn hefir kvatt nefndina til fundar í Noregi, og veröur reynt að koma því svo fyrir, að annar nefndarmanna héð- an geti farið. En eins og það er fullvíst að Norðmenn og Færeyingar hefðu ánægju af því að heimsækja Island, er það engu síður á- reiðanlegt, að við hefðum margfalt gagn af

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.