Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1912, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.06.1912, Qupperneq 4
44 SKINFAXI SKINFAXI — mánaðarrit U. M F. í. — kemur út 1 Reykjavlk og Uostar 1 kr. árgangnrinn, erlendÍB 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skðlavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Björn Þörliallsson Laufási. Ritnetnd: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórhallsson. heimsókn þeirra. Slíkum heimsóknum fylgir Iyftandi aíl, og persónuleg viðurkynn- ing við nýtustu menn frændþjóðanna verð- ur ekki metin til fjár. Opinbert boð þarf að gera Norðmönn- um og Færeyingum til farar þessarar, og það verða Ungmennatélögin að gera. Móttökuna má á margan hátt undirbúa svo að hæfilegt verði, en tvent er þar sjálf- sagt, að gestirnir geti búið hér á einka- heimilum (ekki gistihúsum), og að þeir sjái Þingvöll. 0 M Bókafregn. Tímarit Kaupfélaganna, V. ár, 1911. Ritstjóri Sig- urður Jónsson. Nú eru uppi með þjóðinni þrjár kenn- ingar um það, hvernig rétta beri okkur úr vesaldóm þeirn, sem við höfum lifað í um margar aldir og sem þjáir okkur enn þann dag í dag. Fyrsta leiðin er sú að bjarg- ast með stórpólitíh og lagagerð og eru á þeim vegi flestir íslendingar, þeir sem nokkra getu hafa. Þeir vilja með glamri, stóryrðum, handauppréttingum, tillögum, bræðingum og fundafargani gera viðunan- legt að lifa í landinu, hnekkja fátæktinni, kunnáttuleysinu og eymdinni, sem þrengir að okkur. Önnur leiðin er sú, að frelsa okkur með betra uppeldi. Þeir sem það vilja, benda si og æ á, hversu það verði drýgsti vegurinn til sannarlegs þjóðar- þroska, ef öllu afli manna í landinu sé beint að því að gera sem flesta menn færa til að starfa vel og starfa drengilega, að því að byggja upp hið nýja Island. Fyrir þessum mönnum vakir að nota uppgötv- anir nútimans í uppeldisvísindunum á sama hátt og allur iðnaður byggir á fram- förum efnafræði og eðlisfræði til að vinna meira og betur en fyrr. Þeir segja, að úr því vísindin geti gert mannkynið auöugra og langlífara en það var áður, þá muni mega nota þau til að hefja fátæku stétt- irnar til meira gengis. Ungmennafélögin og Skinfaxi liafa eftir megni reynt að stefna inn á þessa braut. — Þriðji vegur- inn er samvinnan, einkanlega í atvinnu• málum. Hún miðar beinlínis að þvi, að hnekkja fátæktinni með því að losa fram- leiðendurnar, bændur, sjómenn og iðnaðar- menn við fólk, sem af eigin hvötum býðst til að koma hinum framleidda varningi í verð (kaupmenn), eða til að stýra og leiða framleiðandi vinnu (útgerðarmenn, verk- smiðjueigendur), og sem mæla sér sjálíir kaupið. En hversvegna þarf að hnekkja valdr þessara manna? Eru þeir vondir? Gera þeir vísvitandi skaða skjólstæðingum sínum? Ekki yfirleitt. Milliliðirnir eru menn eins- og fólk er flest, ekki mikið meiri né betri. og ei heldur mun verri né minni. Enginn> sanngjarn maður óskar þeim ófarnaðar £ hefndarskyni. En rnargir af skjólstæðing- um þeirra, vinnandistéttirnar, víðsvegar í veröldinni eru komnar á þá föstu skoðun^ að vinnan, sem milliliðirnir inna af hendir sé of dýrt seld, sé seld svo dýrt, að eng- in von sé til, að sjálfir starfsmennirnir geti haft nema aumt sultarbrauð, meðaa svo sé háttað málum. Og sagan staðfestir þessa dapurlegu; skoðun verkamannanna; því að svo langt aftur í tímann, sem rituð fræði ná, er dómur hennar æ hinn sami: Þeir sem vinna verða fátœkir, en þeir sem láta. vinna fyrir sér geta orðið ríkir.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.