Skinfaxi - 01.12.1912, Page 1
12. BLAÐ
REYKJAVÍK, DES. 1912.
III. ÁR
Dagarnir líða.
í Iiaust kom út hér í Reykja-
í'}' kók, vjj, sem ]iejtir Einfalt líf,
jþýdd úr frönsku, því máli sem ljósast er
og fegurst af nútíðarmálum. Jón Jakobs-
son hefur þýtt bókina svo vel að halda
mætti, að hún væri frumsamin á islensku.
Dókin miðuð Til að skilja réttÍleSa Þessa
við auðiönd- bók, verður að gæta þess,
in. að hún er skrifuð i Paris og
fyrir Frakka fyrst og fremst, í þeirri borg
■og fyrir þá þjóð, sem hugvitssömust er
og smekkvísust i að fullnægja breytileg-
ustu óskum siðfágaðra, og nautnasjúkra
manna. Hér á íslandi mundi engum
hafa komið til hugar að semja slíka bók,
þar sem lífskjörin neyða þorra manna til
að lifa einföldu lífi, hvort sem þeim er
ljúft eða leitt. Hér hafa flestir nokkurn-
veginn nóg til að seðja hungrið, föt og
skýli yfir höfuðið, en sáralítið fram yfir
þessar þrjár frum-nauðsynjar daglegs lifs.
Þannig verður lífið einfalt og óbrotið í
mesta máta, af því ekki er annars úr-
kostur.
Sællífl í byrjuu Samt hefur á allra sein-
liér á landi. ustu árunum myndast
hér fámennur ílokkur, sem reynt hefur að
fjarlægjast aldagamla einfeldni í h'fsvenjum
íslensku þjóðarinnar og sníða sér stakk
■eftir háttsemrsællífrar uppkomnings-þjóðar,
er þeir tóku sér til fyrirmyndar. Þannig
má segja, að mitt i örbyrgð okkar, bóli
þó lítið eitt á þvi marglæti í kröfum, sem
gert hefur líf heilla stétta i auðugum
löndum að endalausri, fánýtri leit eftir ytri
gæðum. En þessa gætir hér svo h’tils,
að varla veita því eftirtekt aðrir en þeir,
sem þekkja yfirlætisbölið, eins og það birt-
ist í almætti sínu í auðlöndum heimsins,
þar sem menningin og fjáraflið hafi gert
manninn hættulega viðkvæman fyrir hvers-
konar vöntun og sársauka. Sumir slíkir
menn eru svo vandfýsnir, að þeim er ekki
líft nema í munaði hinna mestu auðborga
Parísar, London og New-York, þar sem
hugvit og hyggja ótal smælingja beinist að
þvi að friða sjúkar þarfir auðkýfinganna.
Dænil nin eyöslu- ^11 Þ® leitað sé frá
semi í stórborg'. miljónamæringunum nið-
ur á við, til þeirra sem minni kröfur gera,
en þó eyðslan meiri en tali tekur. Dæmi
af því tægi hefur auðugur kaupmaður í
London, birt í blaði nokkru. Hann sýnir
þar, hvernig einn af sonum hans þarf í
minsta lagi 100 kr. á dag í smáútgjöld.
Reikningurinn er svona:
Vagn til skrifstofunnar. . . kr. 3,00
Vindill 1,50
Morgunverður 4,00
Vindill 1,50
Vagn heim . — 3,00
Vindill 1,50
Vagn til gildaskála . . . . — 1,50
Miðdagsverður 25,00
Þjórfé 3,00
Vindill . — 1,50
Vagn til leikhússins. . . . — 1,00
Sæti í leikhúsinu . . . — 23,00
Dagsskrá og þjórfé . . . . — 2,00