Skinfaxi - 01.12.1912, Qupperneq 8
96
SKINFAXI
22£j[^5íi5iÍS55E«^Eí553j^S2*,
SKINFAXI
— mánaðarrit U. M F í. — kemur út í Reykjavík
og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr.
RITSTJÓRI:
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Skólavöröustig 35.
Afgreiðslumaður:
Bjarni Þ. Magnússon Skólavörðustíg 4 B.
Ritneínd:
Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon,
Tr. Þórhallsson.
vakað yfir breytingum og þroskamun ein-
slaklinganna, eftir þvi sem námstíminn líS-
ur, og úrræðin löguð eftir þörfum nem-
andans, þá er skiljanlegt aS betur fari,
heldur heldur en þar sem hugsunarlaust
er fylgt dæmi fyrri tiSa.
Þetta er aSferðin, tryggingin sem á að
vera fyrir því, að uppeldi einstaklingsins
sé sniðið eftir þörfum hans. En þá er
næst að snúa sér að framkvæmdinni sjálfri,
daglega lifinu í þessum skólaheimilum.
sína, ef rétt undirstaða er lögð. Þess
vegna verður svo jafnan í hverjum nýu
skólanna að mestur Jiluti námsins
verður sameiginlegur fyrir nær því alla
nemendur, — aðeins að þeir sérkennilegu
fá rúm fyrir sérkennileikann; en þeir eru
jafnan í minni hluta. Og að ef sýnilegt
er að einhver grein námsins eða heimilis-
lífsins er ekki einhverjum nemanda
svo til bóta, sem ætla mætti, þá er það
athugað og freistað að bæta úr því á sama
hátt og læknirinn rannsakar og reynir að
lækna mein sjúklingsins. Öllum mönnum
finst það sjálfsagt, en hitt er ennþá svo
óvanalegt, að fara með anda mannsins
eins og skynsemin og heilbrigð hugsun
bjóða, að langflestum mönnum þykir það
hreinasta fíflska.
Með þessu móti hefir tekist að fá í nýu
skólunum alveg gagnólík úrslit þeim sem
áður var drepið á, að tíð væru í gömlu
skólunum. Taugaveiklunar verður ekki
vart, unglingarnir þroskast jafnt og heilsu-
samlega, þyngjast og stækka meira í skól-
anum en í sumarfríinu heima, og er þó
ekki skorti um að kenna, því að enn eru
nýu skólarnir svo dýrir, að engir geta sent
börn sín þangað, nema þeir séu menn vel
efnaðir. En úrslitin eru fjarska skiljanleg,
þegar þess er gætt, að nýu skólarnir hafa
fyrst og fremst raðað niður staríinu öllu,
náminu og vinnunni í fullu samræmi við
það, sem menn best vita um eðli og þroska-
lög mannsins. Og þegar þar að auki er
Yindur, sól og bylgjur.
Sólarvél. Allar verldegar framfarir í
heiminum stefna að því að láta náítúruöfl-
in vinna í staðinn fyrir mannaftið, en að
maðurinn með viti sínu og kunnáttu stjórni
þessum dauðu öflum og njóti siðan ávaxt-
anna. Nú um stund hafa kolin hreift og
hitað heiminn. En þau þrjóta; þá kemur
steinolian og dregur vagn menningarinnar
um stund. En svo þrýtur hún líka. I
staðinn eða samhliða kolum og steinolíu
koma önnur hreifiöfl. Fyrst sólarhitinn.
í Ameríku er prentað með sólarafli. Geisl-
unum er safnað með hrenniglerum og látn-
ir falla á gufuketil; í honum myndast gufu-
afl, sem snýr prentvélunum. Á Egifta-
landi er soðinn matur við sólarhita. Þar
er vatn hafið með sólarvél, sem er svo
aflmikil, að hún lyftir 3000 pt. 33 fet á
hverri mínútu.
Bylgjuvél. En í köldum löndum kem-
ur orka flóðs og fjöru i stað sólaraflsins.
Hugvitsmaður einn, Mr. Laird hefir fengið
einkaleyfi á svo nefndri bylgjuvél. Hann
gerir feiknastóra gröf á flatri sjávarslrönd
og á brúninni, sem veit að sjónum, er fall-
hjól jafnlángt gröfinni. Um leið og flóðið
fellur inn yfir hjólið, snýr það því, en hjól-
ið snýr aftur hreifivél á landi. Þegar fjar-
ar út og skálin er full, snýst hjólið lika.
Þannig hreifir bæði flóð og útfall með sama
vatnsmagninu. Þannig má framleiða nægi-
legt rafmagn til að knýja áfram járnbraut-
arlestir langar leiðir.
Vindur og fossar. Og gleðiefni má það
vera á þessum einokunardögum, að í afli
vindsins og fossanna býr máttur, sem getur
skapað rafmagn nóg til að lýsa hvert ein-
asta býli í heiminum.
Félagsprentsmiðjan.