Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXI 19 I eina öld hafa siðaðar þjóðir þekt lög- mál áreynslu og iðjuleysis, þroska og úr- kynjunar, en lítið skeytt því. Þó eru dóm- ar þess óteljaudi, hvar sem litið er. I óra- langan tíma hefur það drotnað i heimin- um, myndbreytt líkömum manna og dýra, skapað og eytt tegundum, haldið verndar- hendi yfir ættum, stéttum og ríkjum með- an þau fóru rétta leið, en upprætt vægð- arlaust úr tölu hinna lifandi allasemfóru breiða veginn, alla sem þrjóskast við að afla brauðsins í sveita síns andlitis. J. J. Bréf frá Noregi. Eftir Jákób Óskar Lárusson. Niðnrl. Eg hugsa mér svona skóla uppi í sveit heima, sinn í hverjum landsfjórðungi a. m. k. Eg hugsa mér þar starfandi kenn- ara, sem beinlínis vinni málefnisins vegna, menn sem vilji eitthvað leggja í sölurnar. Eg hugsa mér skólana sem sameigin- leg heimili œskulýðsins. Og eins og heimilið ætti að vera hverjum manni nokk- urskonar guðshús, heilagur staður, hlið himinsins, eins ættu skólarnir að vera slíkt hið sama fyrir æskulýðinn.—Hugarfylgsn- in skyldu þar opnuð og höfuðin beygð í bæn lil haus sem yfir oss er. Þar skyldu lifa og starfa vaxandi menn. Eg hugsa mér skólana sem uppsprettu sannrar mentunar. Vér Islendingar höf- um nú sem stendur svo feiknamikið af ósannri mentun, hálfmentun, sem vér þurf- um að losna sem fyrst við. Eg á hér viö þá hálfmentun, sem lýsir sér t. d. í rustalegum skammaryrðum blaðanna, hvers i annars garð, þá hálfmenlun, sem vér verðum varir við á fundum hálffullra stú- denta, í klúru og ósæmilegu tali skóla- piltanna sín á milli og í hinum sifelda ^traumi fólksins úr sveitunum, til bæanna. Vér þurfum heilnæman, þjóðlegan lýðhá- skóla-anda til þess að vega upp á móti þeirri bölvun, sem af þessu leiðir og út- rýma henni. Það þarí að lækna þetta öfugstreymi í þjóðarsálinni. Það þarf eitt- hvað til þess að halda fólkinu kyrru í sveitinni. Það þarf sanna andans ment- un til þess, það þarf lýðháskóla til þess. Og unga fólkið utan frá sjó og ofan úr sveitum ætti að sækja þangað heilbrigð- ari og réttari skoðun um afstöðu sveit- anna til bæanna. Og í stað þess að streyma til kaupstaðanna og sötra þar í sig sorann og gruggið og óheilnæmið eins og nú á sér stað, hugsa ég mér æskulýð- inn á lýðháskólunum teyga af hinum tæru lindum fegurðarinnar, svo sem þær er að finna í hugsunum, hugsjónum og lífsstarfi stórmennanna að fornu og nýu, og þá fyrst og fremst þeirra, sem lifað hafa og starfað meðal vorrar eigin þjóðar og fyr- ir hana. Eg hugsa mér skólana sem grœði- reit sameiginlegra áhugamála œsku- lýðsins. Augun ættu að opnast þar fyr- ir fegurð lands vors og þess mörga duldu gæðum. Fólkið ætti að læra þar að hætta því, sem nú er svo altítt, að saka landið um þau óhöpp og þann vesaldarhag, sem oft á rætur sínar í engu öðru en röng- um hugmyndum og vondum venjum lands- lýðsins sjálfs. Unga fólkið ætti þar að fá trú á landið og áhuga fyrir framtið þess og þjóðarinnar. Og ættjarðarástina ætti að gróðursetja i hugskoti hvers nem- anda, jafnhliða þeim nýgræðingi, er hann sjálfur gróðursetti og hlynti að’í beru holtunum og óræktarmóunum, sem gera má ráð fyrir, að nóg yrði af í grend við skólana fyrsta og annan mannsaldur- inn. 1 sameiginlegum smáferðalögum, skíða- göngum, leikfinú, söng og leik, ætti að innræta mönnum skólanna samheldni, og opna augu þeirra fyrir hverskonar sam- ræmi. Sundrunguna ætti að bera þar á bál einhugans. Og þessi orð skáldsins:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.