Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI „ Sendum útdsextugt djúp sundurlynd- isfjandann“, þau ættu að bergmála um landið alt, í hug og i hjörtum ])eirra, sem í skólanum hefðu dvalið, og annara, sem þeir hefðu fengið með „í taktinn“. Eg hugsa mér að tókumskölana sem miðstöð ungmennastarfsemi þeirrar, sem við erum með í og hundruð ann- ara ungmenna út um landið. I sam- bandi við skólana ættu að vera gróðrar- stöðvar, íþróttamót, skógræktardagar og fyrirlestrar um andleg og veraldieg efni fyrir almenning. Þeir sem í skólana hefðu gengið, ættu að verða leiðtogar í ungmennafélögunum, ættu að verða nokk- urskonar æðar, sem flyttu frá hjartanu skólanum, lifandi strauma allskonar þjóð- lífsgæða út um Jíkama þjóðarinnar. Á þennan hátt myndu fjórir góðir lýð-, háskólar gera meira gagn á fám árum, en t. d. hinn almenni mentaskóli gerir nú á heilli öld. Að tveimur — til þremur mannsöldrum liðnum, myndu þau verða teljandi á fingrunum heimilin, sem sent hefðu einn mann eða fleiri í skólana, og eigi ættu þó nokkrar vöxtulegar hríslur eða tré, einhversstaðar í grend við bæinn —. En nú er eg búinn að skrifa svo mikið um þetta mál, að ykkur fer að leiðast. Og þótt eg eigi margt eftir ósagt, þá skal eg lála hér staðar numið. En það vil eg segja ykkur, að ungmennafélögunum er mál þetta skyldara en margur máske hyggur. Það Iíður senn að því, að eg kem affur heim. Þið megið fara að hafa skíðabraut- arketilinn og hlóðin í lagi. Eg vil fá kaffi þar, þegar eg kem heim. Mig langar til að vinna í Skíðabrautinni með ykkur enn- þá eina bjarta góðviðrisnótt áður en lífið skilur mig alveg frá henni. Mig langar til þess, að rifja á þann hátt upp margar góðar og glaðar stundir, sem eg hefi þar lifað. Og svo íslandi alt. Jakob Ó. Lárusson. I SKINFAXI J — mánaðarrit U. M. F í. — kemur út i Reykjayík og kostar ] kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Ma;/nússon Skólavörðustig 6 B. Ritnefnd: j Ágúst Jósefssou, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhullsson. Starfshvöt. Látum gróa grund og móa granda, brekku, hól. Eflum þrótt til þarfa, það er nóg að starfa útum bygð og ból. Efni bundin eru fundin i svo mörgum reit; á þeim stað er auður oft er þótti snauður — llefjum liulin-sleit! Hefjum sterka hönd til verka hér sé plœgt og sáð; auðn i ákra breytum, auðs og frama leitum œ, með dug og dáð. Þá mun foldin, — fósturmoldin farsœld veita bjð; þá mun afl og auður eiga bú um hauður; þá mun þverra strið. — Frjáls sé andi i frjálsu landi frjáls og sjálfstœð hönd; búa’ að sínu brauði betra er leigðum auði. — Skaða skulda bönd. Alt hið góða er oss vill bjóða■ œttland, notum það; alt er það vort eigið, ekki að láni þegið. — „Holt er heima hvaðu. 3U

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.