Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 8
24 SKINFAXI varla verður me8 sannindum sagt að árangurinn hér sé að sama skapi glæsileg- ur. Langflestir hér læra dönsku og mest- um tíma er varið til hennar. Ennfremur eru kenslubækur í mörgum hærri skólun- um á því máli. Þrátt fyrir það, koma á hverju ári margir islenskir „mentamenn“ til Danmerkur, sem ekki geta bjargað sér svo í málinu, að þeir geta stórlýtalaust beðið um mat í gistihúsi eða ferðast með sporvagni. Einn þvílíkan mann útlærðan, úr einum embættaskólanum í Rvík (með 10 —11 ára dönskunám að baki) hefi eg heyrt í Höfn biðja um „morgensmad", og fleira af því tægi. Bitasöfuunin. Þetta hefir bæzt við 70 krónurnar sem áður voru komnar: Frá félögum í U. M. F. íslendingi kr. 8,50, U. M. F. Samhygð 5 kr., U. M. F. Akraness 8 kr., Þ. Þ. kr. 1.60, U. M. F. Önfirðinga 20 kr. og U. M. F. Hrunamanna 7 kr., samtals kr. 50.10, og eru þá alls komnar kr. 120.10. — Verð- ur eigi annað sagt, en að það sé mikið fé, þegar litið er á það, frá hve fáum það er komið. Maigt smátt gerir eitt stórt. Ungmennafélögin sem enn eiga ógefið þurfa eigi að láta mikið af mörkum hvert, til þess að 300 króna markinu verði náð. Horrænn mótið. Skinfaxi kvaðst mundi geta þess jafn- harðan er þar gerðist, og munu menn fara að vænta einhvers af honum í því efni. Þó er þar fremur viðdurðalítið. Islenzku nefndarmennirnir hafa jafnan unnið að því, að næsta mót yrði hér heima að sumri, on ýmislegt hefir tafið fyrir þvi að hægt væri að komast þar að niðurstöðu. Nú er þó svo komið að skrifað hefir verið til Noregs og Færeyja um að þeir skyldu koma hingað í júnímánuði næstkomandi. Skiljan- lega hlýtur að standa all-lengi á svari þeirra, því seinunnið er að fá svo marga sem þarf til að ákveða sig til slíkrar langferðar, en í aprílmánuði ætti það að koma. Hugsunin er, að Norðmenn komi á eigin skipi, taki Færeyinga í leiðinni, dvelji hér alt að 5 dögum, búi þá á einkaheimilum manna hér í Reykjavík, skoði Reykjavík og nágrenni, fari til Þingvalla, almennar samkomur og veislur haldnar o. s. frv. Eigi er ólíklegt, að förinni yrði haldið norð- ur og austur um Iand, og þá komið við á helstu viðkomustöðunum. Fjórðungsþing Sunnlendingaijóröungs verður haldið í Reykjavík dagana 11., 12. og 13. apríl. Þar verður skýrt frá hag og starfsemi fjórðungsins á hinu liðna ári. Lagðar fram tillögur stjórnarinnar um framkvæmdir á komandi ári. Tekin ákvörðun um fjármálaviðskifti Vestfirðinga- og Sunnlendingafjórðungs og þeim skift. Tillögur um að skifta Sunnlendinga- fjórðungi í smærri sambönd. — (Dala- Mýra- og Borgarfjarðarsýsla verði sérstakt samband. Samin fjárlög fyrin næsta ár. Norðmannaheimsóknin í sumar. Kosin ný stjórn o. fl. (AV. Núverandi fj.stjóri gefur eigi kost á sér í fj.stjórnina framvegis). Tilkynning frá stjórn Sunnl.fjórðungs. Ný sambandsfólög: U. M. F. Baldur í Hraungerðishreppi. Skýrslur hafa sent: U. M. F. Drifandi. - - Samhygð. Skýrslur og skatt hafa sent: U. M. F. Afturelding. - - Hrunam.hr. - - Garðarshólmi. - - Haukur. - - Önfirðingur. - . Gnúpverja. - - Óðinn. - - Ármann. Frh. Félagsprentsiniðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.