Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 2
18 SKINFAXI ur kemur fram, af tilviljun að því er sýn- ist. Hann er orkumeiri en einhver hluti samtíðarmannanna, hann fœr mannafor- ustu og trúnaðarstörf, völd, fjárráð, lifs- þægindi og lífsnautnir. Börn hans lifa alt öðru lífi en hann hefir lifað í æsku; þau þurfa lítt á sig að reyna sjálf, þau njóta ættaraðstöðunnar og fjárins, og geta létti- lega komist mun hærra en faðirinn, með meðalhætileikum eða minnaen það. Þann- ig blómgast ættin um stund, gerist fjöl- mennari og myndar fieiri mannvirðinga- og félagssambönd. En að sama skapi fer að bera á afturför, líkamsveiklun, hugmyndalá- tækt, taumleysi, lmeigð til æsandiogeyðileggj- andi nautna. Þá kemur tímabil þegar úr- kynjunin er svo rnögnuð, að auður og vald getur jafnvel ekki haldið uppi ytri virðingu ættarinnar. Kynstofninn er tæmd- ur og veikur orðinn eins og ormétið tré sem stormurinn mölbrýtur og tvístrar í allar áttir, þótt ekki sigri hann grænu trén í kring um það. ,r . , ,, Þannig hverfur dýrð hinna Iuiignuii og fall ° J menning-arríkj- voldugu ætta; og sömu anna, leið hafa farið hingað lil hin frægustu menningarríki. Sú var tiðin, fyrir þúsundum ára, að vellríkar og vellærð- ar þjóðir bygðu slétturnar við Níl og Tíg- rís, þar sem nú búa lítilsigldir vesalingar. Þá reis upp Persaríki, veldi Grikkja, Róm- verja, og Spánverja á landfundatímanum. Allar þessar þjóðir hafa hver á sinni öld borið kyndil menningarinnar í fararbroddi- Allar hafa þær haft auð, veldi, sterka rikis- skipun, þekkingu, listir og fágað líf. Og öll hafa þessi riki ormétist, farið aftur, þjóðirnar úrkynjast; lif þeirra nú er eins og skuggi fornrar frægðar. Tvœr stéttir. 1 öllum l)essurn. rikíum var Frjálsir menu skörp stéttaskilting; annars- og þrælar. vegar fámennur kjarni, sem tókst að brjóta fjöldann undir vald sitt og láta hann þjóna sér. Þessi fámenni flokk- ur átti landið og nær allar eignir, hann tók sér það vald að stjórna og hugsa fyrir alla, eða að gera ekki neitt og njóta í næði auðsins. Þrælar viuna Hinsvegar var meiri hluti áreyuslu vinnuna. íbúanna þrælar, herteknir menn eða fátæklingar sem ekki gátu gold- ið skuldir sínar. Á blómaöld Aþenu voru þar 20 þrælar móti hverjum einum frjálsum manni. I Róm áttu sumir ríkismenn 4000 þræla. Spánverjar höfðu ógrynni þræla i nýlendum sínum og þaðan fengu þeir auð- inn. Þessi ófrjálsi og hálffrjálsi manngrúi vann alla líkamlega vinnu, plægði og sáði akrana, hirti búpeninginn, vann í nám- unum, smiðaði hús og áhöld, gerði matinn og fötin, lagði allar nauðsynjar tilbúnar í hendur drottnum sínum, sem tóku fegins- hendi við, en fyrirlitu erfiðisvinnuna og þá sem unnu, eins og margir menn gera enn. Jafnvel einn mesti spekingur forn- aldarinnar efaðist um, að þrælar hefðu sál og skipaði þeim mitt á milli manna og dýra. Drottin stéttiu Samkvæmt þessari verkaskift- liugsaði og ingu vann þjónastéttin lík- stjérnaði. amlega vinnu, en lifði annars í geisilegri vanþekking og kúgun. Drott- instéttin eyddi þjóðarauðnum, stjórnaði, fékst við listir og fræðimensku, og lifði í óhófi þegar fram í sótti. Hönd og heili voru aðskilin, líkami og sál, vinna og nautnir. En eftir nokkra stund var afl drottinstéltanna þrotið. Andinn starlar ekki einn saman. IÞann þarf líkamlega undirstöðu, þá sem fæst með hollri áreynslu og einföldu lífi. Kynslóðin hafði ált of gott, ekki unnið, ekki fengist við veruleika lífsins, ekki fengið hugmyndir, vilja né festu. Iðjuleysið og eyðandi nautnir, sem vald og auður gátu hæglega veitt, sugu merg og blóð úr stórefnaða fólkinu. — Laun Jðju- Bleikur fingur úrkynjunarinn- leysis. ar ritaði dauðadóm líkamsleys- ingjanna á gyltan hallarvegginn. Þeir voru vegnir og léttvægir fundnir; ríki þeirra féll í hendur grannaþjóðanna, þar sem fólkið lifði óbrotnu lífi’, vann og hugsaði, hafði líkama og sál.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.