Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXI 23 Þar ætlar nú skifting vinnunnar, og mannlegrar kunnáttu úr hófi að keyra. Fyr á timum þurfti ekki nema einn mann til að gerá skirtur og skó. En nú á veldisdög- urn verksmiðjanna, stóriðnaðarins og verk- skiftingarinnar er þessum einföldu hand- iðnum skift milli tuga verkamauna þar sem hver og einn vinnur örlítið verk- brot allan guðslangan daginn. Skirtu- gerðin er orðin 40 handverk, skósmiðið 80, þar sem kallað er að þær greinar séu fullkomnastar. Hugsið ykkur menn, sem ekkert vinna alla æfina annað en að gera ■t/40 hluta af skirtu, eða ^/go hluta af skó, sem alls ekki gætu gert heila skirtu, eða heilan skó, ])ó að þeim lægi mikið á. Hugsið ykkur hve þröngur verður reynslu- hringur þessara manna, og fáhreytilegt líf þeirra, hversu verkskifting þessi sýgur merg og blóð úr mannkyninu, þótt hún auki auð þess. Til að vinna á móti skaðlegum áhrifuin tómrar andlegrar áreynslu, tók eg mér fyrir hendur að læra undirstöðuatriði ýmis- konar verka, meðan eg dvaldi til náms á Þýskalandi. Eg batt bækur, gerði glös og flöskur, smíðaði úr tré og járni, fléttaði körfur og halta. Jafnvel nú á elliárum raupa eg af að geta ennþá brýnt ljáinn rninn svo hann bíti, slegið, plægt, herfað, sáð, mjólkað og strokkað, gert ost og smjör, spunnið, prjónað og ofið í handvefstól. Þó verð eg í karlagrobbi rnínu að lúta lágt fyrir námsmönnum þeim sem nú á dögum koma úr bestu skólum okkar, þar sem þeir læra vel ekki minna en tuttugu mismunandi handiðnir, jafnframt því að þeir þroskast í þekking og siðgæði. Menn sem svo eru styrkir og alhliða sækjast ei eftir hægum, dúnmjúkuiu lífsstöðum í átt- högunum. Þeir leita út að nýum, órudd- um brautum, hyrja með engu, en berjast fyrir lífinu og sigra að verðleikum. Hvar og hvernig sem þeim er kastað út í ver- öldina eru þeir mjúkir og fólfimir ogkoma niður standandi, reiðubúnir að starfa og skapa með vinnu og atorku auðæfi þau sem ætíð er undirstaða allrar menningar í löndunum. Þannig vex nú og breiðist út meðal þjóðanna, skilningur og trú á vinnunni, margbreyttri vinnu, og margbreyttu lífi, sem best er fært til að gera manninn að sönnum manni. Nýu skólarnir ensku. VII. í nýu skólunum fylgist að í þessu sem öðru þekking og reynsla. Lærisveinarnir nema- um bygging líkamans og eðli, hvað sé holt og Iivað skaðlegt, um fæðutegundir og rétta samsetning Jieirra, sem æsandi efni og áhrif þeirra, um sótt- næma sjúkdóma og varnir gegn þeim, um sótthreinsun o. s. frv. En samhliða þessu læra þeir að lifa eftir reglunum: að neyta óbrotins matar eingöngu, að sofa reglu- lega, að liafa ætíð opna glugga dag og nótt, að fá sér hað daglega, hreifa sig reglulega undir berum himui. Með einar sex eða sjö þvilíkar venjur, sem orðnar eru að föstum og óbreytanlegum stöðulög- um, grafnar og greyptar i eðli mannsins, samkvæmt lögum vanans, er lílil hætta að heilsunni verði spilt seinna meir í lífinu með öfgum og óreglu. En nú á dögum er ekki nóg að þekkja sjálfan sig og náttúruna alt um kring. Nú er heimurinn allur að verða ein samstæð heild, þar sem hver er öðrum háður. Ný sannindi eru fundin, nýar brautir ruddar, og til að geta fylgst með í þeirri framför, verða menn að skilja mál helstu þjóðanna, sem fremst standa í menningarbaráttunni. Tungumál — og helst ein tvö, þrjú — eru því að verða nauðsynleg tæki hverjum þeim sem „lifa vill með“ i heiminum. Þetta er einnig viðurkent hér á landi, svo að tungumálanám er nú að verða aðal- þáttur kenslunnar í mörgum skólum. En

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.