Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 1
4. BLAÐ REYKJAVÍK, APRÍL. 1913. IV. ÁR Dagarnir líða. TJrkynjun iðju- I síðasta blaði voru færð- leysingja. ar nokkrar líkur að því, hver -áhrif Lamarcks lög hafa á alt sem lifir, líffæri, einstaklinga, stéttir og kynkvíslir, hversu áreynslan þroskar, en iðjuleysi veld- 'ur úrkynjun og dauða. En nú má í öllum löndum, mildum og hörðum, rikum og fátækum, sjá mikinn grúa manna, sem varla virðast fullþrosk- aðir yílrleitt, þótt þeir lifi hreinu lífi og vinni baki brotnu, svo að ekki sé óhófi né iðjuleysi um að kenna. Eg á við fátæk- ari stéttirnar. Eru þær úrkynjaðar líka með nokkrum hætti? Ekki síst gerist þörf, að rannsaka slíka hluti á íslandi. þar sem fátæktin er svo almenn. Hnigrnun af Vera nrætti að fátæktin, skort- skorti. urilln og alt sem af honum leið- ir væri úrkynjunarefni líkt og iðjuleysið. Má sjá þess mörg dæmi alstaðar í hinni fifandi náttúru. Sömu jurtategunir sem eru hávaxnar og gildar í góðum túnum, eru grannar og lágar á holtunum í kring. Tré í gróðrarstöðvum eru mjög mismun- andi að þroska eftir því, hve mikið eða -lítið af heppilegum áburði er borið að þeim. Reynirinn og birkið eru stórum beinvaxn- ari og föngulegri í nábúalöndunum í suð- urátt, þar sem lífskilyrðin eru betri, held- ur en hér. Hestarnir okkar eru óvana- lega litlir og mikið minni en frændur þeirra í Noregi. Sjálfir erum við mun minni vexti en Norðmenn, og þar sem ættin er hin sama, er varla öðru fremur til að dreifa til að útskýra kyrkinginn í íslensku þjóðinni og klárunum hennar og harðbýlis- gróðrinum, heldurenlangvarandi skorti, sem hefir lamað og beygt, en ekki getað upp- rætt stofninn með öllu. Kyrkingur ekki Skorturinn er þá augsýni- útdauöi. Jega ekki jafn skaðvænn og ofgæðin, sem hafa þurkað burtu og grafið í gleymsku hinar ríku en sællífu drottin- stéttir gömlu menningarlandanna. I öllum siðuðum Jöndum hefir frá upphafi vega áreynslubyrðin hvílt aðeins á sumum íbú- unum. Þjónarnir hafa unnið líkamlegu áreynsluvinnuna; þeir hafa skapað dag- lega brauðið handa öllum þ. e. bæði handa sjálfum sér og þeim sem ekki unnu. Þeir hafa fengið lítil laun hjá drotnum sinum, ætíð fátækt, oft hungur, og þar af leiðandi líkamlegan kyrking og andlegt ósjálfstæði. En ein höfuðblessun fylgdi þessu lífi al- þýðunnar; það var áreynslan, oft marg- breytt og alhliða, þó í lágu sæti væri. Tvi) öfl. Þannig mættust og mætast enn í lífi vinnandi stétta í öllum löndum tvö öfl, sem toga hvort á móti öðru. Annarsvegar vinnan, áreynslan, lífsbaráttan, sem bygg- ir upp, styrkir og heldur við öllu lífi; hins- vegar fátœktin, of-fátœktin, ef svo mætti segja, sem sækir á að draga niður í dauða og eyðileggging bæði einstaklinga og stétt- ir. Að öllum jafnaði virðist áreynslan verða sigursælli, því að aldrei hafa farið söguraf neinni vinnandi alþýðu, sem hafi al- gerlega úrkynjast af skorti, og „gutað upp“ eins og iðjuleysingjarnir. Eymdin getur komist á hátt stig, en svo lítur út, eins og dáðmagn líkamlegt og andlegt felist í rúst-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.