Skinfaxi - 01.05.1913, Page 6
38
SKINFAXI
við heilsu og orku; ]iar sem vinnan er útlœg
úr heimilum rita bleikir fingur úrkynjunar-
innar dauðadóm ættarinnar á hallarvegg-
inn. Þetta sýnir reynslan bæði um ættir
og menningarríki, en þó undarlegt sé, virð-
ast fáir hafa skilið ]iað réttilega.
Áreynslu er alt af þörf, en þó lang helst
á æsku og unglingsárunum, meðan líkam-
inn er að vaxa; þá er iðjuleysið, hversu
fínt sem það kann að vera, állra óhollast.
Þessvegna er gullvægt að fá að vinna
þá, þótt það fáist aldrei síðar.
Þannig eru margar fullgildar ástæður til
að nýi skólinn mentar með erfiðisvinnu;
en þó er ein hin helsta ótalin enn, sú að
vinnan er nauðsynlegur liður í siðgæðis-
uppeldi þeirra, sem ekki þurfa að vinna.
Þeim hættir annars til að vera ranglátum
og skilningslausum í dómum um vinnandi
stéltirnar. Þeir þekkja ekki kjör fátæk-
linganna, þeirn finst, að störf þeirra séu
lág og auðvirðileg, að þau séu svo alger-
lega annars eðlis en athafnir hinna svo-
nefndu heldri stétta, að þar sé nærekkert
sameiginlegt. Ait öðru vísi er þeim farið,
sem hefir sjálfur sáð og uppskorið, hamr-
að járnið, staðið í reyknum, höggvið og
heflað viðinn og Iímt múrvegginn. Hann
veit að til þess að gera þessi verk vel, og
önnur þeim lík, þarf vit, kunnáttu, æfingu,
marga eiginleika sem mikils eru verðir.
Hann skilur þýðing vinnunnar fyrir mann-
inn, ungan og gamlan, hvað hún er og
hvað hún kostar, og ekki síst hvernig hún
er móðir alls þess, sem menning kallast á
jörðunni. Þvílíkur maður mundi vera alt
of þroskaður til að brigsla nokkrum manni
með því, að hann hefði unnið áreynslu-
vinnu, mundi ekki geta sakfelt um það,
sem er sæmd og heiður i raun og veru.
Tóbaksnotkun.
Fimti hluti af íbúum jarðarinnar eða um
300 miljónir manna neyta tóbaks. Þeir
■eyða í tóbak á hverjum degi 50 milj. kr.
Baugabrot.
TJm dauðann.
Hver er sá, sem ekki þekkir dauðann,
óttast hann ekki og flýr hann meðan unt
er? Jafnvel stafkarlinn gamall og lífdaga-
saddur gugnar, þegar dauðinn nálgast og
biður þenna óvin lífsins þess eins að iyfta
á sig förumannspokanum, svo hann geti
haldið leiðar sinnar.
Yenjulega er litið svo á, að dauðinn sé
óumflýjanlegur, og engum kærkominn,
því
„Þegar lífsins löngun hverfur,
lifið er eðli sínu fjær.“
en hvoimgt er nema hálfur sannleikur,
eftir því hvernig á er litið.
Sumum líftegundum er svo háttað, að
þær virðast í raun réttri ódauðlegar, þótt
þær vitaskuld endurnýist stöðugt af dauðu
efni. Gerlarnir og stná verur skyldar þeim
eru að eins ein fruma, sem fjölgar, þann-
ig, að hún fellur í tvo hluta, og er hvor
þeirra sjálfstæður einstaklingur sem þá
skiftist enu í tvent og svo koll af kolli.
Lífþráðurinn virðist togna æ meir og meir
og skiftast því lengra sem líður. Þar er
enginn dauði. A sama hátt er farið þeim
jurtum, sem fjölgar með jarðsprofum eða
jarðrenglum, þar sem nokkur hluti móð-
urjurtarinnar heldur áfram sjálfstæðu lífi
eftir skilnaðinn. Og sé lengra leitað til
hærri jurta og dýra er raunin hin sama:
Nokkur hluti foreldranna heldur áfram
lífi þeirra. Afkvæmin bjarga foreldrunum
úr klóm dauðans, gera lífið ódauðlegt á
jörðinni.
En setjum svo að dauðinn legði niður
vopnin, jafn vel að hann hlífði þó ekki
væri nema einni tegund t. d. okkur mönn-
unum. Mundi þá renna upp jarðneskt
þúsundáraríki? Varla. Að vísu íjölgaði
fólkinu, og það eltist um stund, án þess
nokkur yrði að þola ástvinamissi, en um
síðir færi þó svo, að of þröngt yrði á jörð-