Skinfaxi - 01.05.1913, Síða 7
SKINFAXI
39
unnni; bókstaflega gæti enginn hreyft legg
eða iið. Önnur hindrun mundi koma
fram fyr; fæðu mundi skorta handa fólk-
inu, því að sum helstu næringarefni alls
lífs eru svo takmörkuð, að þau mundi
þrjóta langtum fyr en rúmið á jörðinni.
Af þessum tveimur ytri ástæðum yrðu
mennirnir annað hvort að hætta að fjölga
eða hætta að eta. En efnaskiftalaust, end-
urnýungarlaust líf er óhugsandi. Líf sem
ekki breytist, vex og umskapast sífelt, er
ekkert líf, heldur rotinn og fúll stöðupoil-
ur, þúsund sinnum verri en nokkur dauði.
Sé þannig litið á, er dauðinn vinur lífs-
ins, vörður þess og fyrsta frumskilyrði,
garðyrkjumaðurinn sem grysjar skóginn,
fellir hallandi og hrotnu stotnana, svo að
ungviðið nái i sólina og loftið og geti lif-
að. Eins dauði er annars líf. A bak við
garðyrkjumanninn stendur móðir náttúra
eins og listasnillingurinn, sem skapar ótal
tilbrigði úr sama efni og leitar sifelt meiri
fullkomnunar.
En á einu sviði kemur dauðinn of
snemma. Það er þegar hann leggur hálf-
vaxna teinungana í sömu gröf eins og
gráu stofnana. Og í þessu efni má sýna
vörn, og sigra. Það gera læknar og heilsu-
fræðingar, sem fyrirbyggja eða lækna
sjúkdóma, íþróttamenn, sem útbreiða holl-
ar og hressandi iþróttir. Það gera fram-
faramenn og þjóðskörungar, sem berjast
fyrir bættum húsakynnum, hæfdegum vinnu-
tíma, verkkaupi o. s. frv. Það verk er
mikið og margskift og erfitt, en nokkuð
hefir á unnist, mannsæfin lengst og lífs-
kjörin batnað. Ef til vill kemur sá tími,
þegar óvelkominn dauði gerist sjaldgæfur,
þegar lampinn fær að loga, meðan olian
endist. Til þeirra, sem svo er farið kem-
ur dauðinn eins og hollvinur, sem tekur
hóglega og færir í skaut góðrar móður
brotinn reyr, sem þarf að endurfæðast.
[Weiss: Livet og dets Love.]
Bréf úr Borgarfirði.
Aðalfundur í U. M. S. B. var haldinn
að Hvanneyri 7. og 8. febr. Vuru þar
15 fulltrúar frá 7 félögum, en 8 eru i
samhandinu. Kosinn var formaður fyrir
næsta ár Jón Hannesson í Deildartungu.
Rætt var um að félagar fengju ekki að
vera nema í einu ungmennafélagi, en varð
þó undir, því ekld þótti heppilegt að hanna
þeim það, er vildu starfa víðar en i einu fé-
lagi.
Iþróttamótið á næsta sumri. Kosin 5
manna nefnd til að sjá um það. Ákveðið
að keppa í ílokkum í sundi og glímu.
Flokkur frá hverju félagi. Vinningurinn
félagsins en ekki einstaklingsins. — Rætt
um að koma á íþróttanámsskeiði að vorinu
og þá helst við einhverja sundlaugina á
hentugum stað. En nú eiga flest félögin
sundlaugar orðið, og sundkunnáttunni fer
stórum fram, þrátt fyrir það, þótt sýslu-
nefndirnar hér synji fátækum unglingum um
styrk, síðan löngunin vaknaði hjá þeim að
læra að íleyta sér. Allheitar umræður
urðu á fundinum um sldftingu sunnlend-
ingafjórðungs, og voru menn þar á tveim-
ur gagnstæðum skoðunum. Sumir vildu
halda áfram samb. líkt og nú er, en aðrir
vildu skilja.
Eitt af málum þeim er rædd voru á
fundinum var tóbaksbindindi. Fékk það
góðar undirtektir. Annars virðist það mál
vera dálítið að ryðja sér til rúms. Var
rælt t. d. á bændanámsskeiðinu á Hvann-
eyri. Virtust þar vera dálítið skiftar skoð-
anir. T. d. einn af þjóðarinnar mestu
mönnum og eftirbreytnisverðustu í mörg-
um greinum, sem þar var staddur, sest
hjá framsögumanni málsins og reykir pípu
sína, og reynir þannig að varpa Ijósi
yfir tóbaksnotkunina. ILvort hann hefir
ætlað að láta æskumennina taka þessa list
eftir sér, látum vér þó ósagt, en ótrúlegt
virðist oss, að svo hafi verið, því fegurð'