Skinfaxi - 01.07.1913, Síða 6
54
SKINFAXI
en þær eru nú í íþróttastjórn sinni. Hún
er samkvæni þeirri stefnu, að minka fjórð-
ungana. Hún tryggir betur eðlilega fram-
för íþróttalífsins en nú verandi fyrirkomu-
lag.
Komið hefir til orða aö gera þessa til-
raun nú í vetur, þó að reyndar séu nokkr-
ir örðugleikar á því máli. En ef til þess
Jcæmi, yrði haldið íþróttanámsskeið í Rvík
snemma í vetur; fjórðungurinn mundi veita
þátt-takendum nokkurn styrk. Helst yrðu
þeir að vera að nokkru reyndir í íþrótt-
um og hafa loforð frá fáeinum félögum í
sambandinu um að þeir skyldu kenna íþrótt-
ir fyrir þau að afloknu námi hér. Kaup
mundu kennarar þessir ekki fá frá sam-
bandinu, þar sem það hafði kostað dvöl
þeirra og nám í Rvík. En vitanlega ættu
félögin að borga þeim.
Ekkert virðist til fyrirstöðu að slíkt náms-
skeið í Rvík geti borið góðan árangur.
Hér eru a. m. k. betri skilyrði í því efni
en nokkursstaðar á landinu. Ungir íþrótta-
menn í Sunnlendingafjórðungi gerðu rétt
i að athuga málið yfir sumarið, tryggja
sér fylgi nokkurra U. M. F. og bíða svo
átekta þar til líður að hausti. j j
Áfengismál.
Um það bil er stórstúkuþing templara
hófst á Isafirði, símaði sambandsstjóri því
samúðarkveðju Ungmennafélaganna, er
templarar svöruðu með svolátandi skeyti:
„Hjartanlegustu þakkir fyrir samúðar-
símskeytið. Skjótið á skjaldborg með oss
um bannmálið. Eftir nokkur ár eigið þér
landið“.
Skjóta á skjaldborg um bannlögin!
Því miður eru Islendingar þannig, að
beita verður þá hörðum lögum, nýjungar-
girnin svo mikil og úthaldsleysið, fljótir að
fallast á fagrar tillögur en þróttlausir þeg-
ar til framkvæmdanna kemur. Þeim væri
trúandi til að vera í viku bindindi, eftir að
hafa tilbeðið bindindishugmyndina en bann-
fært bannleiðina — en ekki lengur. Þá
yrði úti um áhugann og alt sæti við sömu
kvölina, nema hvað þjóðin hefði þá svik-
ið sjálfa sig, staðið sig að því, og mist
virðingu og traust á sjálfri sér fyrir vikið.
íslendingar hafa lögleitt vínbann. Háð-
ungarlaust getur þjóðin ekki afnumið þau
lög, óreynd. Reynsla um gagnsleysi þeirra
væri hið eina, sem réttlætt gæti afnám
þeirra.
Að ekki sé mögulegt að færa tollinn til,
sem áfengið bar, er ósennilegt; eða að
þjóðin komist í fjármunalegar ógöngur við
að svifta hana tolli af áfengi því, er út-
lendingar neyta hér, meðan hún þó fær
að halda öllu því er hún sjálf eyddi í á-
fengi, er enn ósennilegra.
Þess vegna eiga nú allir góðir menn að
gera skjaldborg um bannlögin. q ^
Örninn.
Það er sorglegt að vita, hve íslenska
þjóðin lítilsvirðir náttúru landsins með því
að ræna fuglana eggjunum og drepa þá
sjálfa. Þetta er oftast gert í eigingjörnum
tilgangi, vegna augnablikshagnaðar. Þessir
drápfúsu menn hugsa um það eitt, að ræna
óg ná undir sig sem mestu af náttúrugæð-
unum, og skeyta ekkert um afleiðingarnar.
Við Islendingar Iiöfum útrýmt einnifugla-
tegund, geirfuglinum, með fyrirhyggjulausu
drápi. Ilann er nú algerlega afmáður úr
tölulifandidýraá hnettinum, og kemur aldrei
aftur, hve mjög sem síðari kynslóðir kunna
að harma, að svo illa var við hann breytt.
Og þó okkur væri boðinn allur auður ver-
aldarinnar, gætum við ekki komið með eitt
einasta lifandi eintak af honum.
Þetta er ilt. Allir sjá það, skilja það,
vita það, en láta þó þessa þekkingu ekki
hafa nein áhrif á gerðir sínar. Sömu