Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXI 59 anum kýrfóðursblett af túni sínu fyrstu fimm árin, til að gera honum mögulegt að fá áburð til ræktunar. Vonandi þyrfti þó ekki að grípa til nauð- ungarlaga í byrjuninni. Mörgum foreldr- um og systkinum mundi kærara að skifta jörð og hjálpast að við ræktunina heldur en að skilja, og yfirgefa landið. En hverjum reglusömum, efnilegum manni, sam vill byggja nýbýli og rækta, þarf skilyrðislaust að veita lán til þess, lán með hæfilegum afborgunum. Okkur ríður langtum meira á að leggja fé í ræktun landsins til að ala hér upp sjálfstæða al- þýðu, heldur en að sökkva þjóðinni í stór- skuldir fyrir þilskip, togara og verksmiðj- ur, sem að vísu geta aukið einstökum mönnum auð, en kvelja annars lífið úr þeim sem vinna með þessum dýru áhöld- um. Við eigum um tvent að velja: að láta þungamiðju islenska þjóðlífsins lenda í auð- kúguðum, sálarlausum smáþorpum, eða að stöðva ána að ósi, með því að leggja líf og blóð í sölurnar til að rétta við sveit- irnar, til að gera þar unandi fyrir hörn landsins. Aðal-viðfangsefni hugsandimanna í landinu ætti að vera að gera kjör alþýð- unnar sem Iífvænlegust. Og einn helsti þátturinn í því starfi hlýtur að verða sá, að opna sveitirnar fyrir þjóðinni, að vinna með viti og framsýni að því að gera mold- ina mannfólkinu undirgefna. J. J. Fjórðungaskiftin. Eftir Pál Zóphóníasson. . . [NL] Eða tökum skógræktina. Lillir mögu- ieikar sýnast mér vera til þess, að félög- in geti óskift unnið saman að því máli. Öll eigum við Tryggvalandið, og öll vilj- um við veg þess og sóma. En svo vilja víst flestir hafa fagran reit, þar sem allir geta komið saman, að sumrinu og jafnvel líka að vetrinum. En til að sameinast um slíkan reit, þarf meira en eitt félag, en færri en eru í Öllum fjórðunginum. Mundu þau undir engum kringumstæðum geta komið öll saman í sama reitinn. Það þurfa að vera svo margir um slíkan reit, að hann verði sómi og veiti ánægju og gleði, en ekki fleiri en það, að menn geti fundist í honum, „tekið saman höndum og tengst trygðaböndum“, unnið saman um hann og fundið samhuginn með honum. Eg get fullvissað um, að það mundi hafa öðruvísi áhrif á alla, ef þeir kæmu saman í sínum skógi og Jilýddu sjáandi með eigin sjón á t. d. skógræktarfyrirlest- ur heldur en þó menn hálfblindir eða alblindir lœsu um það. En til þessa er fjórðungurinn altof stór. Því vikuferð fer enginn um sláttinn til þess. En væri t. d. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla samband sér, þá væri aðeins skemtiferð að mætast á svæðinu miðju, ef hletturinn væri þar, og hæg dagleið. Og samböndin innan U. M. F. I. ættu ekki að vera stærri en svo að félagar gætu tekið höndum saman í svona bletti að sumrinu. Og viðkynningin. Hún er nú einmitt eitt það setn best og mest á að gera í félög- unum. Allir sannir ungmennafélagar vilja batna, vilja verða göfugari, hugsa hærra, verða hreinni og lýtaminni í framkomu sinni, hugprúðari og þrautseigari í baráttu lífsins og eljumeiri og starfsmeiri fyrir landið sitt og þjóðina sína. Þessvegna er það, að all- ir ungmennafélagar Ieita að því besta hjá öðrum, Ieita að því til þess að verða fyrir áhrifum þess. Og af sömu ástæðu reyna líka allir ungmennafélagar að glæða alt gott hjá öðrum. Þetta verður nú með viðkynningunni og eg tel hana sem einn mjög mikilsvarðandi þátt í ungmennafélags- starfseminni. En eg segi það rétt eins og það er, eg hefi aldrei fundið til þessa inn- an fjórðungsins. Eg þekki ekki austan- menn, nema mjög fáa og enga, vegna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.