Skinfaxi - 01.08.1913, Blaðsíða 4
60
SKINFAXI
fjórðungsins, og eg finn ekki, að við vinn-
um saman að öðrum málum en þeir ung-
mennafél. sem eru á Norður- og Austur-
landi. Finn ekki, þó ég leiti að þessum
málum, sem fjórðungurinn ætti að vinna
að, að við gerum það í sameingu. Og til
hvers er þá að hafa fjórðungssambandið
svona stórt? Ef ég svara því, þá er það
ekki til nokkurs. Það á ekki að vera
stærra en það, að menn geti haft þau mál
sameiginleg sem saman eiga að vera, eins
og t. d. íþróttirnar og skógræktina, og ekki
stærra en það, að menn geti kynst, svo
að gagn megi að verða. Yfirborðsmála-
mynda-kynning er einkisvirði.
Þetta er kjarni þessa máls fyrir mér,
en aukaatriði þess eru mörg. Þar má
nefna fjáreyðslu, en hún er meiri, ef fjórð-
ungurinn er stór. Bæði er þá það, að
ferðir allar verða dýrari og svo hitt að
með því að hafa mörg smá-sambönd í stað
færri stærri, þá sparast þau gjöld sem nú
eru í þeim smærri samböndum sem til eru.
Af hverju er Skarphéðinn og U. M. S. B.
til orðin? Ekki nokkrum sköpuðum hlut
öðrum en þeim að fjórðungnum var ó-
mögulegt að að vinna óskiftur nema í
orði. Menn gátu talað livor í sínu horni,
en fundist og unnið saman reyndist ókleyft
því fjórðungurinn var of stór.
Af sömu ástæðu er það að fáir sitja
ijórðungsþing*). Og ekki einungis fáir,
heldur líka mest menn, sem eru í Reykja-
vík. Félögin utan af landi hafa ætíð slæðst
til þess, að láta þá, sem staddir eru í Rvík
sitja þingin. Er þar sparsemdarandinn
sein hefir ráðið. Hann er í sjálfu sér lofs-
verður, en hve heilladrjúgt þetta er fyrir
framkvæmd málanna er annað mál. Og
út yfir tekur svo, þegar því er bætt við aðra
erfiðleika, að setja þingin á þeim tíma sem
*) Mér er sagl að 23 menn hnfi verið á síð-
asta þingi, og sé það rétt hermt er víst mikið
vafn-atriði hvort Jiað er Iöglegt, og hvort ekki
verði að boða til aukaþings til þess að gera lög-
legur samþyktir (sbr. 11. gr. sambandslaganna.
verst gegnir, eins og t. d. var gert í vetur
er leið, að minsta kosti fyrir okkur Borg-
firðinga.
Væri ólíkt hægra að sækja þing innan-
héraðs, sem tæki 3—4 daga, eða vera 14
daga í þingferð eins og við Borgfirðingar
hefðum orðið að vera styst, ef farið var
i vetur með skipsferðum, en 6—7 daga
ella.
En þetta er í mínum augum auka atriði;
hitt er aðalatriðið, að sem stendur er nauða-
lílið gagn að fjórðungssambandinu, af því
það er ofstórt til þess að menn geti unnið
saman, og raunar líka ofstórt til þess hægt
sé, að stjórna því, eða svo virðist reynsl-
an sýna, þó ótrúlegt sé. Mér er kunnugt
um það að þetta er orsök þess að allmörg
ungmennafélög eru ekki enn gengin í U.
M. S. í. og er slíkt illa farið.
Af þessu öllu saman vona eg nú að
mönnum sé Ijóst að það sem l'yrir mér
vakir er i stuttu máli þetta: Félagshagn-
um er best að samböndin innan U. M.
F. I. séu ekki stcerri en svo, að þau geti
óskift unnið að þeim málum sem þau
œtla og vilja vinna að. Hin sem öllum
eru sameiginleg ber að vinna að af U.
M. F. I. svo sem fyrirlestrastarfsemi,
blaðaútgáfu o. fl. En þegar sambönd-
in eru stœrri en svo að allir geti sam-
einað sig innan þeirra um málin er
fyrir liggja, þá orsakar það dreifing
krafta eða myndun minni sambanda
innan hinna og þau krefja aukin fjár-
útgjöld og gera minna gagn.
Ástæður sem eg hefi heyrt á móti þessu
svo sem um skiftingu Sunnlendingafjórð-
ungs, að bréfaviðskifti öll séu greiðust
við Reykjavík, þar sé völ bestra manna í
stjórn, þangað eigi svo margir ferðir og
því verði viðkynningin svo náin, ef Reykja-
vík sé miðstöðin, Sunnlendinga-fjórðungur
sé stærstur og geti því haft tögl oghagld-
ir á Sambandsþingum o. m. fl. eru öllat-
riði, sem sumpart eru alveg röng, og sum-
part sprottin af þeim hvötum, að það er