Skinfaxi - 01.08.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI
61
leitt að þær skuli heyrast frá ungmenna-
félögum.
Eg ræði þær því ekki hér, en þær mót-
bárur vil eg ræða, er fram koma í Skin-
faxa móti þeirri hugsun að minka fjórð-
ungana svo ekki verði stærri svæði í sam-
bandi innan U. M. F. I. en svo að öllum
innan sambands sé létt að sjást, finnast
og vinna saman að sömu málum, og þær
röksemdir er fram koma móti því sem sagt
er hér að framan um afleiðing þess, að
fjórðungarnir séu of stórir og kostina við
minni sambönd, áttunga, eða hvað það
verður kallað.
Að endingu svo aðeins það, að ef fjórð-
ungasambandið að eilífu verður málamynda-
samband, þá verður það víst, að framfara-
gata þess verður skrykkjóttari en ella, eða
ef það væri ekki haft stærra en svo að
allir innan þess næðu saman og gætu unn-
ið saman. Ég vænti nú þess að þeir menn,
sem gert hafa þetta að kappsmáli, ræði
málið i Skinfaxa.
Baugabrot.
Veðreiðar.
Hversvegna eru veðreiðar svo vinsæl-
ar hvervetna i heiminum? Af því að
þær eru ímynd mannlífsins, í þeim sjá
menn sjálfa sig.
„Öll ógæfa og eymd kemur af því,“
sagði Pascal, „að maðurinn kann ekki að
halda kyrru fyrir í íleti sínu . . .“ Það
var satt á 17. öld en þó enn sannara nú.
Mannkynið kann enn síður en fyr að
hvílast; æfin öll er óstöðvandi veðreið,
þar sem kept er um völd, heiður, auð,
atvinnu, kept um til að keppa, til að
sigra.
Sannasta lýsing mannsins er sú, að hann
séu‘ veðhlaupari, eins og fornskáldin
sögðu. — Framfarirnar, breytingarnar,
sem við óskum eptir og trúum á, eru
heljarhlaup, voðastökk, hröpuð út í óvissa
framtíð eftir einhverju, sem enginn þekkir
og enginn veit neitt um, en sem fæst þó
einn góðan veðurdag, ef nógu hart er
runnið.
Menn horfa á veðreiðar, eins og menn
horfa á sjónleiki, til að líta inn á við í
eigin barm, til að skynja sál sína. En
munurinn er mikill. Sjónleikurinn er
brotabrot, örlítill þátlur slitinn út úr
marglitri, fjölbreyttri lífsvoð tilverunnar.
En veðreiðin er Iífið sjálft, ótal strengir
undnir saman í réttum hlutfölíum. Þar
má sjá metnaðinn, öfundina, hégómleik-
ann, fjárgræðgina, alt stefnandi að einu
marki, þvi að hlaupa, sigra, vinna. Veð-
reiðar og mannlegt líf, smámyndin og
heildarmyndin eru hvort öðru svo líkt á
furðumarga vegu.
En þá ættu veðreiðarmennirnir að hlaupa
sjálfir, reyna sig sjálfir. Nei, einmitt ekki.
Það gera menn heldur ekki á mannfélagS'
ins grænu grundum. Þar eru þeir líka
fyrstir, sem eru bornir fram af öðrum;
þeir vinna veðhlaupið, sigurinn, frægðina.
En sá sem bar, fær að kenna á svipu og;
sporum eins og hesturinn.
Veðreiðarmenn fara eftir hringbrautum^
en ekki beinum brautum. Þar er önnur
líkingin. Þannig brunar fram kynslóð
eftir kynslóð, menningin öll, en bitur æ
í sporð sér, víkur þangað sem hún fyr
var, leitar aftur að huggun og hressingu
í einfeldni lífsins frá æskudögum mann-
kynsins, eftir tildrið og prjálið, sem glep-
ur hugann um hádegisskeið framsóknar-
innar.
Og hversvegna flykkist manngrúi að
veðreiðunum til þess að horfa á þessar
hringferðir? Eins og í mannheimum eru.
þar tveir mannflokkar, annar starfandi,.
hinn sem horfir á, fylgist með atburðum,
lætur þá leiða sig og klappar lof í lófa.
En um síðir safnast allir, bæði hinir flug-
hröðu garpar, og þeir, sem kyrrir stóðu.