Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1913, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1913, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI ■á þann stað á hringbrautinni, sem lagt var frá um morguninn. Allir bera þar jafnt úr býtum eptir daginn. En eg nefni ekki þann stað. Eg vil ekki hryggja menn. (Emile Faguet. Lauslega þýtt. Faguet er einn liinn merkasti ritdómari og fagurfrœðing- ur, sem nú er uppi á Frukklnndi.) Nýr sundskáli. Fyrir tveim árum kom til tals í U. M. F. Yeslmanneyja að reisa sundskála handa Æundnemendum Eyjanna; var safnað fé í því skyni með , hlutaveltum og á annan hátt. Styrks var og leitað hjá sýslunefnd- inni og varð hún svo vel við, að félagið sá sér loks fært að láta framkvæma verk- ið í vor, og kostar nú skálinn upp kom- inn nálægt 1300krónum. Aðalsmiðir voru félagsmenn, þeir Markús Sigurðsson og ■Guðjón Sæmundssson, en umsjón hafði stjórnin falið fyrv. form. félagsins St. Sig- •urðssyni. Milli Heimakletts að austan og Klifs að vestan liggur stórgrýttur malargrandi norð- an að höfninni; kallast hann Eiði. Sunn- an á Eiðinu, austur undir „Klettinum" stend- ur skálinn á afskektum stað, við sjávarmál. Þangað er 10—15 mín. gangur úr kaup- staðnum, alveg hæfilegur spotti til að hlaupa, ■er menn koma af snndi. Að heiman sést skálinn frá vesturhluta kaupstaðarins, en ■ekki úr aðalbænum, því bergraninn Kleifar, suð-vestur úr „Klettinum“, skyggir á. Stærð skálans er 30X7X8 fet á tveggja feta grunni og skiftist í 10 klefa, alþiljaða; vita allar dyr móti sól, þá er hæst er dags ■og heitast. Fram af báðum endum skál- -ans eru steyptir skjólgarðar 16 feta langir, og standa þeir i sjó með hálfflæði. Til þess að komast að skálanum um flóð eru ■dyr á öðrum skjólgarðinum og tekur við innan við þær 4 feta breið stétt með fram- hlið skálans endilangri, steypt að framan, en gólfið úr tinibri; af henni miðri er tvær steyptar tröppur að ganga ofan i fjöruna. Við tröppuhornin framanverð standa tvær súlur undir þverbita, sem ætlast er til að festa gjarðir við til æfinga sundtaka á þurru landi. Uppi yfir rís bogi með skraut- letruðu fangamarki félagsins, kjörorðum Sambandsins og ártalinu. Súlurnar með boganum yfir mynda þann- ig einskonar skrauthlið, sem veitir skálan- um tígulegri svip og hlýlegri. Við fram- hlið skálans, fyrir miðjum vegg, rís flagg- stöng, yfir 30 feta há frá stétt; frá toppi hennar á bláhvíti fáninn að liðast fyrir sunnanblænum yfir höfði sundnem- anna. Skálinn er allur gerður úr góðum við- um og vandaður eftir föngum; hann er mjög snotur í fjarsýn, málaður bláhvítum litum, aðlaðandi fyrir unglingana, létt yfir honum eins og þeim. Vígsla sundskálans fór fram heima í kaupstaðnum undir berum himni sunnud. 22. júní; veður óhentugt inn við skála. Ræður voru fluttar, lúðrar þeyttir og bumb- ur barðar, undir bláhvítum veifum, og var margmenni samankomið. Formaður félags- ins, Sigurður Jónsson, skýrði frá tildrögun- um sundskálabyggingarinnar og öðrum sögulegum gangi þess máls. St. Sigurðs- son kennari talaði um sundíþróttina og nytsemi hennar, en sýslumaður Karl Ein- arsson lýsti skálann opinn til ókeypis af- nota fyrir almenning og fól hann héraðs- búum á hendur, treystandi þeim til að um- gangast hann með friði; unnu allir eið að því með því að taka þátt í ferföldu húrra- hrópi, og var vígslunni þar með Iokið. Skálinn er ágætt tæki til líkamsmenning- ar Eyjabúum og ættu þeir að reyna að láta sér þykja vænt um hann og nota hann dyggilega; það er þeim sjálfum mest í hag. Ungmennafélög landsins geta tæplega komið upp þarfari stofnunum en sundskýl-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.